Hilmar Örn: Ég læt bara vaða um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2015 08:00 Hilmari Erni Jónssyni líður vel á heimavelli sínum í Kaplakrika en hann vonast til að kasta langt á Meistaramótinu um helgina. Hápunktur frjálsíþróttatímabilsins hér innanlands verður um helgina þegar Meistaramót Íslands fer fram í 89. sinn. Að þessu sinni verður mótið haldið á Kópavogsvelli en alls eru 365 keppendur frá nítján íþróttafélögum skráðir til leiks. Nánast allt sterkasta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu. Hlaupararnir Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson eru ekki með, en flestir aðrir afreksmenn í íþróttinni eru skráðir til leiks. „Eitt af aðalmarkmiðum sumarsins hjá keppendunum er að ná hámarksárangri á þessu móti,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hjá Ármanni. „Það er frábært að svo margir öflugir séu með, ekki síst fyrir þann hóp íþróttamanna sem eru rétt á eftir þeim bestu.“Léttir að ná löngu kasti Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari stefnir á að bæta sig á mótinu en aðeins eru örfáir dagar síðan hann bætti sex ára gamalt Norðurlandamet nítján ára og yngri í greininni með kasti upp á 79,81 m á móti á heimavelli hans í Kaplakrika. Það var sárabót fyrir Hilmar Örn eftir vonbrigðin á EM U-19 í Eskilstuna í Svíþjóð, þar sem hann gerði þrívegis ógilt í forkeppninni. Ekkert kastanna hans komst úr búrinu. Í Kaplakrika kastaði hann sex sinnum og aldrei undir 75 m. „Það var léttir að ná þessu kasti,“ segir Hilmar við Fréttablaðið um metkastið sitt. „Þetta var búið að liggja lengi á mér og ég vissi að ég gæti þetta.“Erfitt að vera sigurstranglegur Hann segir að það hafi heilmargt farið úrskeiðis í Eskilstuna. „Ég hef tekið þátt í stórum mótum áður en aldrei þótt jafn sigurstranglegur og nú. Það er allt öðruvísi að keppa á stórmótum þegar maður á góðan séns á verðlaunum,“ segir hann. „Þetta var helvítis klúður. En það er bara eins og það er – maður kemur sterkari til baka.“ Hilmar er á sínu síðasta ári í unglingaflokki og þar með að kasta með 6,0 kg sleggju. Hann kastar alfarið með fullorðinssleggju frá og með næsta tímabili en hún er 7,26 kg. „Ég ætla bara að láta vaða um helgina,“ segir Hilmar, sem stefnir á að bæta sig með fullorðinssleggjunni um helgina. „Fyrir tímabilið setti ég mér það markmið að kasta 150 m samanlagt með báðum sleggjum. Ég þarf að kasta 70,19 m með stóru sleggjunni til að ná því,“ segir Hilmar sem á best 69,31 m með stærri sleggjunni.Vonast eftir stóru stökki Hafdísar Gunnar Páll reiknar fremur með því að sjá bætingu í kastgreinum en í hlaupagreinum, enda erfitt fyrir bestu hlaupara landsins að fá samkeppni innanlands. Einnig hefur hann trú á því að Hafdís Sigurðardóttir geti náð góðum árangri í langstökki. „Hún hefur verið afar stöðug í sumar og verið mikið á milli 6,30 og 6,45 m. Það gæti verið komið að því um helgina að hún hitti á eitt verulega stórt stökk,“ segir Gunnar Páll. Fylgst verður náið með mótinu á íþróttavef Vísis alla helgina. Frjálsar íþróttir Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Hápunktur frjálsíþróttatímabilsins hér innanlands verður um helgina þegar Meistaramót Íslands fer fram í 89. sinn. Að þessu sinni verður mótið haldið á Kópavogsvelli en alls eru 365 keppendur frá nítján íþróttafélögum skráðir til leiks. Nánast allt sterkasta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu. Hlaupararnir Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson eru ekki með, en flestir aðrir afreksmenn í íþróttinni eru skráðir til leiks. „Eitt af aðalmarkmiðum sumarsins hjá keppendunum er að ná hámarksárangri á þessu móti,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hjá Ármanni. „Það er frábært að svo margir öflugir séu með, ekki síst fyrir þann hóp íþróttamanna sem eru rétt á eftir þeim bestu.“Léttir að ná löngu kasti Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari stefnir á að bæta sig á mótinu en aðeins eru örfáir dagar síðan hann bætti sex ára gamalt Norðurlandamet nítján ára og yngri í greininni með kasti upp á 79,81 m á móti á heimavelli hans í Kaplakrika. Það var sárabót fyrir Hilmar Örn eftir vonbrigðin á EM U-19 í Eskilstuna í Svíþjóð, þar sem hann gerði þrívegis ógilt í forkeppninni. Ekkert kastanna hans komst úr búrinu. Í Kaplakrika kastaði hann sex sinnum og aldrei undir 75 m. „Það var léttir að ná þessu kasti,“ segir Hilmar við Fréttablaðið um metkastið sitt. „Þetta var búið að liggja lengi á mér og ég vissi að ég gæti þetta.“Erfitt að vera sigurstranglegur Hann segir að það hafi heilmargt farið úrskeiðis í Eskilstuna. „Ég hef tekið þátt í stórum mótum áður en aldrei þótt jafn sigurstranglegur og nú. Það er allt öðruvísi að keppa á stórmótum þegar maður á góðan séns á verðlaunum,“ segir hann. „Þetta var helvítis klúður. En það er bara eins og það er – maður kemur sterkari til baka.“ Hilmar er á sínu síðasta ári í unglingaflokki og þar með að kasta með 6,0 kg sleggju. Hann kastar alfarið með fullorðinssleggju frá og með næsta tímabili en hún er 7,26 kg. „Ég ætla bara að láta vaða um helgina,“ segir Hilmar, sem stefnir á að bæta sig með fullorðinssleggjunni um helgina. „Fyrir tímabilið setti ég mér það markmið að kasta 150 m samanlagt með báðum sleggjum. Ég þarf að kasta 70,19 m með stóru sleggjunni til að ná því,“ segir Hilmar sem á best 69,31 m með stærri sleggjunni.Vonast eftir stóru stökki Hafdísar Gunnar Páll reiknar fremur með því að sjá bætingu í kastgreinum en í hlaupagreinum, enda erfitt fyrir bestu hlaupara landsins að fá samkeppni innanlands. Einnig hefur hann trú á því að Hafdís Sigurðardóttir geti náð góðum árangri í langstökki. „Hún hefur verið afar stöðug í sumar og verið mikið á milli 6,30 og 6,45 m. Það gæti verið komið að því um helgina að hún hitti á eitt verulega stórt stökk,“ segir Gunnar Páll. Fylgst verður náið með mótinu á íþróttavef Vísis alla helgina.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira