RÚV greindi frá niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup þar sem spurt var út í hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands.


Einungis 28 prósent tóku afstöðu en þrjú prósent svöruðu á þann veg að þau vildu konu til að gegna embætti forseta Íslands.
Jón Gnarr lýsti því yfir í mars síðastliðnum að hann hygðist ekki bjóða sig fram. Katrín Jakobsdóttir sagði í viðtali við DV að hún ætti erfitt með að sjá sig í hlutverki forseta og Ólafur Ragnar Grímsson sagði í viðtali á Hringbraut í gær að hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann hygðist halda áfram í embætti forseta.