Samkynhneigð hjón fá ekki skilnað því ákvæði vantar Ingvar Haraldsson skrifar 4. ágúst 2015 09:00 gay pride Lára segir að það þýði lítið fyrir Íslendinga að gefa sig út fyrir frjálslyndi ef samkynhneigð hjón geti ekki skilið hér á landi.fréttablaðið/vilhelm Samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig hér á landi árið 2011 fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu því lagaheimild skortir. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segir engin lagaákvæði heimila skilnaði erlendra ríkisborgara búsettra erlendis hér á landi. Þá fái hjónin heldur ekki skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra séu ekki viðurkennd þar. Lára bendir á að samkynhneigð erlend pör hafi verið hvött til að koma hingað til lands til að gifta sig þrátt fyrir að ekki hafa verið gert ráð fyrir í lögum að þau geti skilið. „Samkynhneigðir eru að koma hingað til lands til að gifta sig en svo þegar kemur að skilnaði koma þau að lokuðum dyrum,“ segir hún. Lára segist hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Ég er búin að skrifa Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf og tala sérstaklega við innanríkisráðherra og einhvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára. Hún hafi einnig sent allsherjarnefnd Alþingis tillögu að lagabreytingu en fengið takmörkuð viðbrögð.Lára V. júlíusdóttir„Þetta er aðkallandi mál. Við getum ekkert verið að bjóða upp á þessa þjónustu og gefa okkur út fyrir að vera voða frjálslynd ef sú víðsýni nær ekki lengra en þetta,“ segir hún. Lára segir að samkvæmt lögum þurfi annar aðilinn í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í a.m.k. tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til að fá skilnað samþykktan. Engin slík ákvæði gilda um hjónabönd þar sem báðir aðilarnir séu erlendir ríkisborgar og búsettir erlendis. Lára bendir á að gagnkynhneigð hjón geti fengið skilnað í sínu heimalandi. „En ef þú ert samkynhneigður og býrð í landi þar sem hjúskapur samkynhneigðra er ekki viðurkenndur getur þú náttúrulega ekki fengið skilnað,“ segir Lára. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist. Þá geti erlendir ríkisborgarar búsettir erlendis sem skráð hafi sig í staðfesta samvist hér á landi getað slitið samvistinni fyrir íslenskum dómstólum. „Það kom ekkert sambærilegt ákvæði við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig,“ segir Lára. Málinu verður stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í haust að sögn Láru. „Dómstóllinn hefur ekki lagalegar heimildir til þess að taka við þessum málum. Þannig að annaðhvort vísar Héraðsdómur og Hæstiréttur þessu frá eða Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Lára. Fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti því að fá að skilja. Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig hér á landi árið 2011 fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu því lagaheimild skortir. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segir engin lagaákvæði heimila skilnaði erlendra ríkisborgara búsettra erlendis hér á landi. Þá fái hjónin heldur ekki skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra séu ekki viðurkennd þar. Lára bendir á að samkynhneigð erlend pör hafi verið hvött til að koma hingað til lands til að gifta sig þrátt fyrir að ekki hafa verið gert ráð fyrir í lögum að þau geti skilið. „Samkynhneigðir eru að koma hingað til lands til að gifta sig en svo þegar kemur að skilnaði koma þau að lokuðum dyrum,“ segir hún. Lára segist hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Ég er búin að skrifa Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf og tala sérstaklega við innanríkisráðherra og einhvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára. Hún hafi einnig sent allsherjarnefnd Alþingis tillögu að lagabreytingu en fengið takmörkuð viðbrögð.Lára V. júlíusdóttir„Þetta er aðkallandi mál. Við getum ekkert verið að bjóða upp á þessa þjónustu og gefa okkur út fyrir að vera voða frjálslynd ef sú víðsýni nær ekki lengra en þetta,“ segir hún. Lára segir að samkvæmt lögum þurfi annar aðilinn í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í a.m.k. tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til að fá skilnað samþykktan. Engin slík ákvæði gilda um hjónabönd þar sem báðir aðilarnir séu erlendir ríkisborgar og búsettir erlendis. Lára bendir á að gagnkynhneigð hjón geti fengið skilnað í sínu heimalandi. „En ef þú ert samkynhneigður og býrð í landi þar sem hjúskapur samkynhneigðra er ekki viðurkenndur getur þú náttúrulega ekki fengið skilnað,“ segir Lára. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist. Þá geti erlendir ríkisborgarar búsettir erlendis sem skráð hafi sig í staðfesta samvist hér á landi getað slitið samvistinni fyrir íslenskum dómstólum. „Það kom ekkert sambærilegt ákvæði við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig,“ segir Lára. Málinu verður stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í haust að sögn Láru. „Dómstóllinn hefur ekki lagalegar heimildir til þess að taka við þessum málum. Þannig að annaðhvort vísar Héraðsdómur og Hæstiréttur þessu frá eða Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Lára. Fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti því að fá að skilja.
Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira