Séð út um bílrúðu – og fram í tímann Þorvaldur Örn Árnason skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Eitt af því sem gerir Ísland svo áhugavert fyrir ferðamenn er að flestir vegir eru upphækkaðir og skóglaust meðfram þeim – öfugt við það sem er í flestum nálægum löndum. Hægt er að njóta frábærs útsýnis um leið og ekið er milli staða. Svo hefur Vegagerðin gert góða áningarstaði hér og þar við þjóðvegina. Þetta víðsýni af þjóðvegum er eitt af því sem heillar erlenda gesti og laðar æ fleiri hingað. Einstök náttúra landsins blasir við hvarvetna, ekki síst af fjölförnum vegum.Fordyri landsins Reykjanesbrautin er fordyri Íslands. Flestir sem koma til landsins njóta útsýnis þaðan. Hraunið með mosa, fléttum, lyngi, kjarri og margs konar blómum og grösum er undurfagurt og sérstakt á heimsvísu. Síbreytilegt eftir árstíðum og hvort það er bleyta eða þurrkur. Við sem keyrum Reykjanesbrautina nær daglega verðum seint leið á að horfa út um bílrúðurnar. Eftir tvo áratugi gefur þarna fátt annað að líta en eina jurt – að vísu fallega – en hún mun afmá þessa sérstöku ásýnd að mestu, skyggja á þann gróður sem fyrir er og fela að mestu mishæðir í hrauninu. Eftir 20 ár verður leitun að vegspotta á Suðvesturlandi þar sem alaskalúpína blasir ekki við. Reynið að ímynda ykkur það! Lúpínan er öflug uppgræðslujurt og gullfalleg – en allt er best í hófi. Einhæfni er leiðigjörn og niðurdrepandi. Viljum við gefa börnum okkar og barnabörnum þetta í arf?1Báðar myndirnar eru teknar af Reykjanesbraut um miðjan júlí sl. Önnur er tekin skammt utan við Vatnsleysustrandarvegamót þar sem enn gefur að líta form og liti hraunsins og Keili í baksýn. Hin myndin er tekin nokkrum kílómetrum utar þar sem lúpínan er að þétta sig að vegkantinum og úr þessu er lítil áhrif hægt að hafa þar á. Fyrir um áratug síðan voru þarna nokkrir stakir lúpínutoppar sem fáir tóku eftir. Slíka toppa er nú að finna víða við brautina – m.a. í grófinni milli akreinanna – sem munu mynda álíka breiðu meðfram mestallri brautinni á svo sem einum áratug nema eitthvað verði gert til að stemma þar stigu við. Sama þróun er í gangi við flesta þjóðvegi á Reykjanesskaga og í nágrenni Reykjavíkur og víðar um landið. Lúpína er t.d. að þéttast ár hvert með þjóðvegi 1 frá Rauðavatni og upp í Svínahraun. Hún breiðist örast út meðfram vegum – á því landi sem ber fyrir augu af þjóðvegunum.Framtíðarhorfur Hægt er að hægja á útbreiðslu lúpínunnar með því að taka alla staka toppa árlega. Til þess þarf margar viljugar hendur. Ekki dugar annað en árleg vöktun í áratug eða meira því alltaf koma upp nýjar plöntur, bæði af rótum sem verða eftir og af fræi sem liggur í dvala í jörðinni árum saman.2Lítil þörf er á uppgræðslu þarna því hraunið meðfram Reykjanesbraut er að mestu gróið og vilji menn græða upp moldarflög sem þar finnast er til nóg af hrossa-, hænsna- og svínaskít í nánd en slík uppgræðsla rústar ekki ásýnd landsins. Lúpína er falleg og mjög áberandi jurt, hvort heldur græn, blá eða brún. Það eykur á fjölbreytni landsins að sjá hana hér og þar. En þegar óvíða er hægt að horfa út um bílrúðu án þess að sjá lúpínu er of langt gengið. Þegar það er orðið staðreynd er allt of seint að hafa þar nokkur áhrif á. Það þarf að gerast ekki seinna en núna! Sumum finnst þessi þróun í lagi og benda á að lúpínan muni á endanum hörfa. Jú, ekkert varir að eilífu, en þótt hún hörfi á stöku stað (verði gisnari) er útbreiðslan margfalt örari og svo verður næstu áratugi og líklega í meira en öld. Mig grunar að fáum okkar endist aldur til að sjá lúpínu fara að dragast saman á landinu í heild og þegar loks kemur að því verður gróðurinn sem tekur við allt annar en það sem nú gefur að líta. Það verður meiri gróska og meiri skógar en þetta fínlega sem nú heillar svo marga glatast. Breytingar á ásýnd landsins vegna virkjana, raflína og ýmissa stórkarlalegra mannvirkja eru smámunir miðað við þá breytingu sem í vændum er af völdum lúpínu og stjórnlausrar útbreiðslu hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem gerir Ísland svo áhugavert fyrir ferðamenn er að flestir vegir eru upphækkaðir og skóglaust meðfram þeim – öfugt við það sem er í flestum nálægum löndum. Hægt er að njóta frábærs útsýnis um leið og ekið er milli staða. Svo hefur Vegagerðin gert góða áningarstaði hér og þar við þjóðvegina. Þetta víðsýni af þjóðvegum er eitt af því sem heillar erlenda gesti og laðar æ fleiri hingað. Einstök náttúra landsins blasir við hvarvetna, ekki síst af fjölförnum vegum.Fordyri landsins Reykjanesbrautin er fordyri Íslands. Flestir sem koma til landsins njóta útsýnis þaðan. Hraunið með mosa, fléttum, lyngi, kjarri og margs konar blómum og grösum er undurfagurt og sérstakt á heimsvísu. Síbreytilegt eftir árstíðum og hvort það er bleyta eða þurrkur. Við sem keyrum Reykjanesbrautina nær daglega verðum seint leið á að horfa út um bílrúðurnar. Eftir tvo áratugi gefur þarna fátt annað að líta en eina jurt – að vísu fallega – en hún mun afmá þessa sérstöku ásýnd að mestu, skyggja á þann gróður sem fyrir er og fela að mestu mishæðir í hrauninu. Eftir 20 ár verður leitun að vegspotta á Suðvesturlandi þar sem alaskalúpína blasir ekki við. Reynið að ímynda ykkur það! Lúpínan er öflug uppgræðslujurt og gullfalleg – en allt er best í hófi. Einhæfni er leiðigjörn og niðurdrepandi. Viljum við gefa börnum okkar og barnabörnum þetta í arf?1Báðar myndirnar eru teknar af Reykjanesbraut um miðjan júlí sl. Önnur er tekin skammt utan við Vatnsleysustrandarvegamót þar sem enn gefur að líta form og liti hraunsins og Keili í baksýn. Hin myndin er tekin nokkrum kílómetrum utar þar sem lúpínan er að þétta sig að vegkantinum og úr þessu er lítil áhrif hægt að hafa þar á. Fyrir um áratug síðan voru þarna nokkrir stakir lúpínutoppar sem fáir tóku eftir. Slíka toppa er nú að finna víða við brautina – m.a. í grófinni milli akreinanna – sem munu mynda álíka breiðu meðfram mestallri brautinni á svo sem einum áratug nema eitthvað verði gert til að stemma þar stigu við. Sama þróun er í gangi við flesta þjóðvegi á Reykjanesskaga og í nágrenni Reykjavíkur og víðar um landið. Lúpína er t.d. að þéttast ár hvert með þjóðvegi 1 frá Rauðavatni og upp í Svínahraun. Hún breiðist örast út meðfram vegum – á því landi sem ber fyrir augu af þjóðvegunum.Framtíðarhorfur Hægt er að hægja á útbreiðslu lúpínunnar með því að taka alla staka toppa árlega. Til þess þarf margar viljugar hendur. Ekki dugar annað en árleg vöktun í áratug eða meira því alltaf koma upp nýjar plöntur, bæði af rótum sem verða eftir og af fræi sem liggur í dvala í jörðinni árum saman.2Lítil þörf er á uppgræðslu þarna því hraunið meðfram Reykjanesbraut er að mestu gróið og vilji menn græða upp moldarflög sem þar finnast er til nóg af hrossa-, hænsna- og svínaskít í nánd en slík uppgræðsla rústar ekki ásýnd landsins. Lúpína er falleg og mjög áberandi jurt, hvort heldur græn, blá eða brún. Það eykur á fjölbreytni landsins að sjá hana hér og þar. En þegar óvíða er hægt að horfa út um bílrúðu án þess að sjá lúpínu er of langt gengið. Þegar það er orðið staðreynd er allt of seint að hafa þar nokkur áhrif á. Það þarf að gerast ekki seinna en núna! Sumum finnst þessi þróun í lagi og benda á að lúpínan muni á endanum hörfa. Jú, ekkert varir að eilífu, en þótt hún hörfi á stöku stað (verði gisnari) er útbreiðslan margfalt örari og svo verður næstu áratugi og líklega í meira en öld. Mig grunar að fáum okkar endist aldur til að sjá lúpínu fara að dragast saman á landinu í heild og þegar loks kemur að því verður gróðurinn sem tekur við allt annar en það sem nú gefur að líta. Það verður meiri gróska og meiri skógar en þetta fínlega sem nú heillar svo marga glatast. Breytingar á ásýnd landsins vegna virkjana, raflína og ýmissa stórkarlalegra mannvirkja eru smámunir miðað við þá breytingu sem í vændum er af völdum lúpínu og stjórnlausrar útbreiðslu hennar.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar