Hljómsveitin fagnar útgáfu plötunnar Destrier í Bíói Paradís í kvöld og býður í hlustunarteiti í kvöld.
„Við og Bíó Paradís erum að gera þetta saman og platan verður spiluð í heild sinni,“ segir hann og bætir við: „Við kynnum hana smá og svo verður artwork uppi á skjá og platan spiluð í Surround system sem strákarnir eru búnir að vera að fikta smá í.“
Agent Fresco hefur verið starfandi frá árinu 2008 þegar sveitin tók þátt í Músíktilraunum og bar sigur úr býtum. Meðlimir hljómsveitarinnar eru auk Arnórs, þeir Hrafnkell Örn Guðjónsson, Þórarinn Guðnason og Vignir Rafn Hilmarsson. Þeir gáfu út plötuna A Long Time Listening árið 2010 og hafa unnið hörðum höndum að Destrier undanfarin ár. „Við viljum fagna og gefa fólki tækifæri til að upplifa plötuna eins og við viljum að það upplifi hana, í heild sinni, með gott hljóð og engar truflanir.
Eftir að spilun á plötunni lýkur verður gestum boðið að fagna með hljómsveitinni og boðið verður upp á veitingar í anddyrinu á Bíói Paradís. Platan verður í sérstakri forsölu og hægt að næla sér í eintak á geisladisk og vínil en opinber útgáfudagur hennar er á morgun.
Ekkert aldurstakmark eða aðgangseyrir er inn á viðburðinn sem hefst klukkan 19.00 í Bíói Paradís og eru allir boðnir velkomnir.
Hér má sjá myndbönd Agent Fresco við lögin See Hell og Wait For Me sem bæði eru af plötunni Destrier: