Sigur Rós tekur upp í hljóðveri í New York Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Hljómsveitin Sigur Rós vinnur með virtum upptökustjóra í New York um þessar mundir. Sveitin gaf síðast út plötuna Kveikur árið 2013. Vísir/Getty Hljómsveitin Sigur Rós er um þessar mundir stödd í hljóðveri í New York að taka upp nýtt efni. „Jú, það er rétt að strákarnir eru í hljóðveri í New York að vinna að nýju efni, en hvað kemur út úr því veit svo sem enginn að svo stöddu. Þeir hafa verið að hittast öðru hvoru á þessu ári til að vinna að nýju efni,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er sveitin að vinna þar með bandaríska upptökustjóranum John Congleton en hann vann meðal annars Grammy-verðlaun á síðasta ári fyrir upptökustjórn og hljóðblöndun á plötu bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent. Platan, sem er samnefnd tónlistarkonunni, var valin besta alternative-platan á Grammy-verðlaununum í fyrra. Upptökurnar eru þó ekki þær fyrstu sem sveitin vinnur með Grammy-verðlaunahafanum, því áreiðanlegar heimildir blaðsins herma að sveitin, sem í dag er skipuð þeim Jóni Þór Birgissyni, Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni, hafi unnið með John Congleton í hljóðveri Sigur Rósar hér á landi í mars síðastliðnum.Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum.Vísir/GettyFerlið er þó á frumstigi og ekki liggur fyrir hvenær nýtt efni eða ný plata kemur út. Sigur Rós hefur gefið út sjö breiðskífur. Hún gaf síðast út plötuna Kveikur árið 2013 og þar á undan plötuna Valtari árið 2012. Kveikur var jafnframt fyrsta platan sem sveitin gaf út eftir að Kjartan Sveinsson yfirgaf hljómsveitina. Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum. Alls sáu um níu hundruð þúsund manns tónleika Sigur Rósar á tónleikaferðalaginu, sem stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. Meðlimir sveitarinnar hafa þó verið að vinna að öðrum verkefnum undanfarið og unnu bassaleikarinn Georg Holm, trommuleikarinn Orri Páll, gítarleikarinn Kjartan Holm sem hefur spilað hefur með sveitinni á tónleikaferðalögum og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson við að semja tónlistina við nýja heimildarmynd fyrir BBC sem ber titilinn The Show of Shows. Myndinni leikstýrir Benedikt Erlingsson og fer hún í sýningu á næsta ári. Tónlistin kemur þó út þann 21. ágúst á plötu sem nefnist Circe og var hún tekin upp í stúdíói Sigur Rósar í Reykjavík. Hér má sjá myndband við lagið Glósóli: Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós er um þessar mundir stödd í hljóðveri í New York að taka upp nýtt efni. „Jú, það er rétt að strákarnir eru í hljóðveri í New York að vinna að nýju efni, en hvað kemur út úr því veit svo sem enginn að svo stöddu. Þeir hafa verið að hittast öðru hvoru á þessu ári til að vinna að nýju efni,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er sveitin að vinna þar með bandaríska upptökustjóranum John Congleton en hann vann meðal annars Grammy-verðlaun á síðasta ári fyrir upptökustjórn og hljóðblöndun á plötu bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent. Platan, sem er samnefnd tónlistarkonunni, var valin besta alternative-platan á Grammy-verðlaununum í fyrra. Upptökurnar eru þó ekki þær fyrstu sem sveitin vinnur með Grammy-verðlaunahafanum, því áreiðanlegar heimildir blaðsins herma að sveitin, sem í dag er skipuð þeim Jóni Þór Birgissyni, Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni, hafi unnið með John Congleton í hljóðveri Sigur Rósar hér á landi í mars síðastliðnum.Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum.Vísir/GettyFerlið er þó á frumstigi og ekki liggur fyrir hvenær nýtt efni eða ný plata kemur út. Sigur Rós hefur gefið út sjö breiðskífur. Hún gaf síðast út plötuna Kveikur árið 2013 og þar á undan plötuna Valtari árið 2012. Kveikur var jafnframt fyrsta platan sem sveitin gaf út eftir að Kjartan Sveinsson yfirgaf hljómsveitina. Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum. Alls sáu um níu hundruð þúsund manns tónleika Sigur Rósar á tónleikaferðalaginu, sem stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. Meðlimir sveitarinnar hafa þó verið að vinna að öðrum verkefnum undanfarið og unnu bassaleikarinn Georg Holm, trommuleikarinn Orri Páll, gítarleikarinn Kjartan Holm sem hefur spilað hefur með sveitinni á tónleikaferðalögum og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson við að semja tónlistina við nýja heimildarmynd fyrir BBC sem ber titilinn The Show of Shows. Myndinni leikstýrir Benedikt Erlingsson og fer hún í sýningu á næsta ári. Tónlistin kemur þó út þann 21. ágúst á plötu sem nefnist Circe og var hún tekin upp í stúdíói Sigur Rósar í Reykjavík. Hér má sjá myndband við lagið Glósóli:
Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira