Sigur Rós tekur upp í hljóðveri í New York Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Hljómsveitin Sigur Rós vinnur með virtum upptökustjóra í New York um þessar mundir. Sveitin gaf síðast út plötuna Kveikur árið 2013. Vísir/Getty Hljómsveitin Sigur Rós er um þessar mundir stödd í hljóðveri í New York að taka upp nýtt efni. „Jú, það er rétt að strákarnir eru í hljóðveri í New York að vinna að nýju efni, en hvað kemur út úr því veit svo sem enginn að svo stöddu. Þeir hafa verið að hittast öðru hvoru á þessu ári til að vinna að nýju efni,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er sveitin að vinna þar með bandaríska upptökustjóranum John Congleton en hann vann meðal annars Grammy-verðlaun á síðasta ári fyrir upptökustjórn og hljóðblöndun á plötu bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent. Platan, sem er samnefnd tónlistarkonunni, var valin besta alternative-platan á Grammy-verðlaununum í fyrra. Upptökurnar eru þó ekki þær fyrstu sem sveitin vinnur með Grammy-verðlaunahafanum, því áreiðanlegar heimildir blaðsins herma að sveitin, sem í dag er skipuð þeim Jóni Þór Birgissyni, Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni, hafi unnið með John Congleton í hljóðveri Sigur Rósar hér á landi í mars síðastliðnum.Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum.Vísir/GettyFerlið er þó á frumstigi og ekki liggur fyrir hvenær nýtt efni eða ný plata kemur út. Sigur Rós hefur gefið út sjö breiðskífur. Hún gaf síðast út plötuna Kveikur árið 2013 og þar á undan plötuna Valtari árið 2012. Kveikur var jafnframt fyrsta platan sem sveitin gaf út eftir að Kjartan Sveinsson yfirgaf hljómsveitina. Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum. Alls sáu um níu hundruð þúsund manns tónleika Sigur Rósar á tónleikaferðalaginu, sem stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. Meðlimir sveitarinnar hafa þó verið að vinna að öðrum verkefnum undanfarið og unnu bassaleikarinn Georg Holm, trommuleikarinn Orri Páll, gítarleikarinn Kjartan Holm sem hefur spilað hefur með sveitinni á tónleikaferðalögum og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson við að semja tónlistina við nýja heimildarmynd fyrir BBC sem ber titilinn The Show of Shows. Myndinni leikstýrir Benedikt Erlingsson og fer hún í sýningu á næsta ári. Tónlistin kemur þó út þann 21. ágúst á plötu sem nefnist Circe og var hún tekin upp í stúdíói Sigur Rósar í Reykjavík. Hér má sjá myndband við lagið Glósóli: Tónlist Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós er um þessar mundir stödd í hljóðveri í New York að taka upp nýtt efni. „Jú, það er rétt að strákarnir eru í hljóðveri í New York að vinna að nýju efni, en hvað kemur út úr því veit svo sem enginn að svo stöddu. Þeir hafa verið að hittast öðru hvoru á þessu ári til að vinna að nýju efni,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er sveitin að vinna þar með bandaríska upptökustjóranum John Congleton en hann vann meðal annars Grammy-verðlaun á síðasta ári fyrir upptökustjórn og hljóðblöndun á plötu bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent. Platan, sem er samnefnd tónlistarkonunni, var valin besta alternative-platan á Grammy-verðlaununum í fyrra. Upptökurnar eru þó ekki þær fyrstu sem sveitin vinnur með Grammy-verðlaunahafanum, því áreiðanlegar heimildir blaðsins herma að sveitin, sem í dag er skipuð þeim Jóni Þór Birgissyni, Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni, hafi unnið með John Congleton í hljóðveri Sigur Rósar hér á landi í mars síðastliðnum.Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum.Vísir/GettyFerlið er þó á frumstigi og ekki liggur fyrir hvenær nýtt efni eða ný plata kemur út. Sigur Rós hefur gefið út sjö breiðskífur. Hún gaf síðast út plötuna Kveikur árið 2013 og þar á undan plötuna Valtari árið 2012. Kveikur var jafnframt fyrsta platan sem sveitin gaf út eftir að Kjartan Sveinsson yfirgaf hljómsveitina. Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum. Alls sáu um níu hundruð þúsund manns tónleika Sigur Rósar á tónleikaferðalaginu, sem stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. Meðlimir sveitarinnar hafa þó verið að vinna að öðrum verkefnum undanfarið og unnu bassaleikarinn Georg Holm, trommuleikarinn Orri Páll, gítarleikarinn Kjartan Holm sem hefur spilað hefur með sveitinni á tónleikaferðalögum og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson við að semja tónlistina við nýja heimildarmynd fyrir BBC sem ber titilinn The Show of Shows. Myndinni leikstýrir Benedikt Erlingsson og fer hún í sýningu á næsta ári. Tónlistin kemur þó út þann 21. ágúst á plötu sem nefnist Circe og var hún tekin upp í stúdíói Sigur Rósar í Reykjavík. Hér má sjá myndband við lagið Glósóli:
Tónlist Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira