Íslenskan ekki bara fyrir karla og konur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Mikil tvíhyggja þykir ríkja í íslensku samfélagi þegar kemur að orðanotkun. Margir eiga enn eftir að átta sig á því að kynvitund einskorðast ekki við það að vera karl eða kona. vísir/vilhelm „Hugmyndin er að taka þessi orð sem eru ekki til á íslensku, eins og femme og butch, non-binary, pansexual og fleira, og sjá hvort það er hægt að búa til ný orð,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78. Unnsteinn er einn þeirra sem hafa haldið utan um nýyrðakeppnina Hýryrði 2015 sem hefur það að markmiði að finna ný íslensk hugtök sem tengjast málefnum hinsegin fólks. Keppnin er líka hluti af fræðslu fyrir stærri hóp en samtökin hafa áður náð til. „Fólk þekkir orð eins og samkynhneigð og tvíkynhneigð en kannski ekki non-binary, asexual, pansexual og fleiri. Þetta eru orð sem eru ekki á allra vörum þannig að við erum að reyna að fá fólk til að kafa aðeins dýpra,“ segir hann.Unnsteinn JóhannssonUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi fræðslustýra Samtakanna '78, segir að fræðsla um hinsegin orðanotkun sé mikilvæg. „Þetta snýst um það að við sem samfélag séum að nota rétt orð og gerum það af virðingu. Það er svo ótrúlega mikilvægt af því að íslenskan er svo ríkt og fallegt tungumál en við erum að nota ýmis ensk heiti yfir þessa hópa í dag.“ Hún segir að tvíhyggja sé rík í íslensku samfélagi og margir fastir í skilgreiningum um að kynvitund fólks nái bara til þess að vera karl eða kona en innan transsamfélagsins sé flóran mun meiri. „Það eru alls konar hlutverk eins og gender fluid og non-binary og svoleiðis orð sem ekki eru til á íslensku,“ segir hún. Að sögn Uglu hefur myndast ákveðin hefð fyrir kynhlutlausri orðanotkun innan transsamfélagsins, til dæmis að nota fornafnið hán í staðinn fyrir hann eða hún.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir„Þá hafa komið upp alls konar kynlaus orð eins og í staðinn fyrir vinur eða vinkona þá væri það vinið mitt. Og þessi orð eru einmitt hluti af keppninni að finna ný orð fyrir til dæmis frændi eða frænka.“ Hún segir transfólk meðvitað um að það sé erfitt fyrir fólk að tileinka sér kynhlutlaus orð en með tíma og æfingu trúir hún því að orðaforðinn gæti breyst. Þá segir hún að sumir leggi sig ekki fram við að nýta rétt hugtök og þannig upplifi transfólk oft fordóma. Margir misskilja það að vera hinsegin. Fólk telur oft að hugtakið eigi bara við um samkynhneigð en fjölbreytnin innan hópsins er meiri en svo. „Margir hugsa að hinsegin standi bara fyrir samkynhneigð en það stendur fyrir samkynhneigð, tvíkynhneigð, transfólk, intersex fólk, pankynhneigða, asexual fólk og alla þessa hópa.“ Hinsegin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Hugmyndin er að taka þessi orð sem eru ekki til á íslensku, eins og femme og butch, non-binary, pansexual og fleira, og sjá hvort það er hægt að búa til ný orð,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78. Unnsteinn er einn þeirra sem hafa haldið utan um nýyrðakeppnina Hýryrði 2015 sem hefur það að markmiði að finna ný íslensk hugtök sem tengjast málefnum hinsegin fólks. Keppnin er líka hluti af fræðslu fyrir stærri hóp en samtökin hafa áður náð til. „Fólk þekkir orð eins og samkynhneigð og tvíkynhneigð en kannski ekki non-binary, asexual, pansexual og fleiri. Þetta eru orð sem eru ekki á allra vörum þannig að við erum að reyna að fá fólk til að kafa aðeins dýpra,“ segir hann.Unnsteinn JóhannssonUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi fræðslustýra Samtakanna '78, segir að fræðsla um hinsegin orðanotkun sé mikilvæg. „Þetta snýst um það að við sem samfélag séum að nota rétt orð og gerum það af virðingu. Það er svo ótrúlega mikilvægt af því að íslenskan er svo ríkt og fallegt tungumál en við erum að nota ýmis ensk heiti yfir þessa hópa í dag.“ Hún segir að tvíhyggja sé rík í íslensku samfélagi og margir fastir í skilgreiningum um að kynvitund fólks nái bara til þess að vera karl eða kona en innan transsamfélagsins sé flóran mun meiri. „Það eru alls konar hlutverk eins og gender fluid og non-binary og svoleiðis orð sem ekki eru til á íslensku,“ segir hún. Að sögn Uglu hefur myndast ákveðin hefð fyrir kynhlutlausri orðanotkun innan transsamfélagsins, til dæmis að nota fornafnið hán í staðinn fyrir hann eða hún.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir„Þá hafa komið upp alls konar kynlaus orð eins og í staðinn fyrir vinur eða vinkona þá væri það vinið mitt. Og þessi orð eru einmitt hluti af keppninni að finna ný orð fyrir til dæmis frændi eða frænka.“ Hún segir transfólk meðvitað um að það sé erfitt fyrir fólk að tileinka sér kynhlutlaus orð en með tíma og æfingu trúir hún því að orðaforðinn gæti breyst. Þá segir hún að sumir leggi sig ekki fram við að nýta rétt hugtök og þannig upplifi transfólk oft fordóma. Margir misskilja það að vera hinsegin. Fólk telur oft að hugtakið eigi bara við um samkynhneigð en fjölbreytnin innan hópsins er meiri en svo. „Margir hugsa að hinsegin standi bara fyrir samkynhneigð en það stendur fyrir samkynhneigð, tvíkynhneigð, transfólk, intersex fólk, pankynhneigða, asexual fólk og alla þessa hópa.“
Hinsegin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?