Bakkelsisfárið Stjórnarmaðurinn skrifar 12. ágúst 2015 09:15 Verslun Dunkin' Donuts var opnuð á dögunum á Laugavegi, en líklegt er að móttökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum þeirra sem að standa. Löng röð myndaðist strax kvöldið fyrir opnunina, og samkvæmt því sem fram kom í fjölmiðlum seldust um 16 þúsund kleinuhringir fyrsta daginn. Lítið virðist vera að draga úr hungri Reykvíkinga í kleinuhringi, en þegar þetta er ritað tæpri viku síðar horfir stjórnarmaðurinn út á Laugaveg þar sem röðin sniglast í átt að Bankastræti. Margir hafa þó orðið til þess að furða sig á vinsældunum og hafa sakað gesti staðarins um lágmenningu, lágkúru og fleira í þeim dúr. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi meðal fjölmiðlamanna sem hafa látið sleggjudóma sem þessa falla í útvarpi, á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa meira að segja gefið í skyn að með því að kaupa varning frá Dunkin' Donuts sé fólk með einhverjum hætti að sýna þjóð sinni óhollustu, eins og fólki eigi að renna blóðið til skyldunnar og gæða sér á dönskuskotnu bakarískruðeríi í staðinn (sem er í flestum tilvikum innflutt frosið). Stjórnarmaðurinn hefur alla tíð átt erfitt með að skilja menningarlega hreinræktarstefnu á borð við þessa. Hvernig er Dunkin' Donuts t.d. frábrugðið rótgrónum kaffihúsum eins og Kaffitári eða Te og kaffi? Dunkin' Donuts er vitanlega rekið samkvæmt sérleyfi og ber erlent nafn, en í báðum tilvikum er um að ræða íslenska rekstraraðila, og í báðum tilvikum er verið að flytja nýja siði til landsins. Eða er kaffi og croissant allt í einu orðið íslenskara en kaffi og kleinuhringur? Vitanlega ekki. Eru það sömuleiðis orðin sérstök mannréttindi að fá að kaupa mjólkurkaffi á 600 krónur í miðbænum, og að geta ekki nálgast ódýrari kost nema með því að fara upp í bíl og aka á næstu bensínstöð? Mögulega mætti gagnrýna Dunkin' Donuts og fleiri staði á grundvelli lýðheilsusjónarmiða, en þá skal eitt yfir alla ganga – pitsur, hamborgara, kleinur, vínarbrauð og djöflatertur þurfa sömuleiðis að víkja. Er samt ekki bara einfaldast að fólk fái að bera sjálft ábyrgð á því hvað það lætur ofan í sig?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Verslun Dunkin' Donuts var opnuð á dögunum á Laugavegi, en líklegt er að móttökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum þeirra sem að standa. Löng röð myndaðist strax kvöldið fyrir opnunina, og samkvæmt því sem fram kom í fjölmiðlum seldust um 16 þúsund kleinuhringir fyrsta daginn. Lítið virðist vera að draga úr hungri Reykvíkinga í kleinuhringi, en þegar þetta er ritað tæpri viku síðar horfir stjórnarmaðurinn út á Laugaveg þar sem röðin sniglast í átt að Bankastræti. Margir hafa þó orðið til þess að furða sig á vinsældunum og hafa sakað gesti staðarins um lágmenningu, lágkúru og fleira í þeim dúr. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi meðal fjölmiðlamanna sem hafa látið sleggjudóma sem þessa falla í útvarpi, á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa meira að segja gefið í skyn að með því að kaupa varning frá Dunkin' Donuts sé fólk með einhverjum hætti að sýna þjóð sinni óhollustu, eins og fólki eigi að renna blóðið til skyldunnar og gæða sér á dönskuskotnu bakarískruðeríi í staðinn (sem er í flestum tilvikum innflutt frosið). Stjórnarmaðurinn hefur alla tíð átt erfitt með að skilja menningarlega hreinræktarstefnu á borð við þessa. Hvernig er Dunkin' Donuts t.d. frábrugðið rótgrónum kaffihúsum eins og Kaffitári eða Te og kaffi? Dunkin' Donuts er vitanlega rekið samkvæmt sérleyfi og ber erlent nafn, en í báðum tilvikum er um að ræða íslenska rekstraraðila, og í báðum tilvikum er verið að flytja nýja siði til landsins. Eða er kaffi og croissant allt í einu orðið íslenskara en kaffi og kleinuhringur? Vitanlega ekki. Eru það sömuleiðis orðin sérstök mannréttindi að fá að kaupa mjólkurkaffi á 600 krónur í miðbænum, og að geta ekki nálgast ódýrari kost nema með því að fara upp í bíl og aka á næstu bensínstöð? Mögulega mætti gagnrýna Dunkin' Donuts og fleiri staði á grundvelli lýðheilsusjónarmiða, en þá skal eitt yfir alla ganga – pitsur, hamborgara, kleinur, vínarbrauð og djöflatertur þurfa sömuleiðis að víkja. Er samt ekki bara einfaldast að fólk fái að bera sjálft ábyrgð á því hvað það lætur ofan í sig?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira