KR-ingar undir Óla-álögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2015 06:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, lagði bikarsúrslitaleikinn frábærlega upp og fagnar hér eftir lokaflautið. Vísir/Anton Brink Valsmenn eru bikarmeistarar í tíunda skipti eftir sannfærandi sigur á erkifjendum sínum í KR um helgina. Það þurfti hreinræktaðan Valsmann til að gera út um leikinn eftir að Valsmenn höfðu klúðrað fjölda færa en bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði fyrra markið og lagði upp það síðasta fyrir Kristin Inga Halldórsson. KR-ingar eru ofar í töflunni, með að flestra mati betra lið á pappírnum, höfðu unnið þrjá bikarmeistaratitla á síðustu fjórum árum og mættu löskuðu liði sem hafði tapað þremur deildarleikjum í röð. Það benti því flest til þess að KR bætti einum bikar enn við safnið. En líkt og í fyrri leik liðanna í sumar þá var KR-liðið aðeins skugginn af sjálfu sér. Kannski má keyra upp dramatíkina og líkja þessu við álög, svokölluð Óla-álög. KR-ingar eru búnir að mæta liðum Ólafs Jóhannessonar þrettán sinnum í deild og bikar á undanförnum tólf árum og uppskeran er aðeins eitt fátæklegt stig. Lið Ólafs (Valur í sumar og FH 2003-2007) hafa unnið tólf leiki og markatalan er 30 mörk í plús (35-5). Fyrsti leikurinn af þessum þrettán var einmitt eftirminnilegur 7-0 sigur FH á nýkrýndum Íslandsmeisturum KR í lokaumferðinni 2007. Lið Ólafs hafa ekki aðeins unnið KR-liðið níu sinnum í röð heldur hafa þau unnið sjö síðustu leiki með tveimur mörkum eða meira. Markatala KR-inga á síðustu 810 mínútum á móti lærisveinum Ólafs er 23-2 þeim í óhag. Leikirnir í sumar hafa aðeins hert tökin. Tveir sannfærandi sigrar Valsmanna, fimm Valsmörk og ekkert KR-mark. Það voru þó ekki KR-álögin sem voru Ólafi hugfengin í leikslok heldur sú staðreynd að hann var búinn að koma Hlíðarendafélaginu í Evrópufótbolta á fyrsta ári. „Ég átti kannski ekki von á því að taka titil á fyrsta ári en við erum með fínt lið og stysta leiðin til þess að komast í Evrópukeppni er að vinna bikarinn,“ sagði Ólafur. „Við vorum miklu betri en KR-ingarnir allan tímann. Við fengum þrjú til fjögur dauðafæri sem við nýttum ekki. Á tímabili var ég hræddur um að þeir myndu refsa okkur fyrir að nýta ekki færin okkar. Sem betur fer gerðist það ekki,“ sagði Ólafur.Bjarni Ólafur Eiríksson kemur Val í 1-0 í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Anton Brink„Samsetning leikmannanna í ár er mun betri en undanfarin ár og það gerði gæfumuninn,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, hetja Valsmanna í leiknum, aðspurður um þátt Ólafs. „Liðsheildin er mun betri og það skiptir oft máli í stórum leikjum eins og þessum. Það hefur ekki vantað góða leikmenn á Hlíðarenda undanfarin ár en leikmennirnir þurfa að passa saman,“ sagði Bjarni sem hrósaði einnig Sigurbirni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Vals. „Óli talaði mikið um það að skapa samheldni í liðinu og honum og Bjössa tókst það vel, þeir hafa unnið frábært starf á þessu ári,“ sagði Bjarni Ólafur. Ólafur Jóhannesson hefur nú unnið titil á síðustu fimm tímabilum sínum með úrvalsdeildarlið en síðasti titill hans með FH var einmitt bikarmeistaratitill haustið 2007. Þrjú tímabil á undan hafði liðið unnið Íslandsmeistaratitilinn. Ólafur hefur nú þegar tekið einn titil af KR-ingum í sumar og einhverjir KR-ingar eru eflaust farnir að hafa áhyggjur af deildarleik liðanna á Alvogenvellinum í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í lok mánaðarins.Ólafur Jóhannesson var sáttur í leikslok.Vísir/Anton BrinkSíðustu leikir KR á móti liðum Ólafs í deild og bikarÓlafur með ValBikarúrslitaleikur 2015 -2 (Valur vann 2-0 á Laugardalsvelli)7. umferð 2015 -3 (Valur vann 3-0 á Hlíðarenda)Ólafur með FH15. umferð 2007 -4 (FH vann 5-1 í Kaplakrika)6. umferð 2007 -2 (FH vann 2-0 á KR-velli)10. umferð 2006 -2 (FH vann 2-0 í Kaplakrika)1. umferð 2006 -3 (FH vann 3-0 á KR-velli)13. umferð 2005 -2 (FH vann 2-0 í Kaplakrika)4. umferð 2005 -1 (FH vann 1-0 á KR-velli)8 liða úrslit bikarsins 2004 -2 (FH vann 3-1) ---9. umferð 2004 0 (1-1 jafntefli í Kaplakrika)1. umferð 2003 -1 (FH vann 1-0 á KR-velli)Undanúrslit bikarsins 2003 -1 (FH vann 3-2 á Laugardalsvelli)18. umferð 2003 -7 (FH vann 7-0 í Kaplakrika) - Síðasti sigur KR á liði Ólafs var 8. júlí 2003. KR vann 2-1 á KR-velli með mörkum Garðbæinganna Garðars Jóhannssonar og Veigars Páls Gunnarssonar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Valsmenn eru bikarmeistarar í tíunda skipti eftir sannfærandi sigur á erkifjendum sínum í KR um helgina. Það þurfti hreinræktaðan Valsmann til að gera út um leikinn eftir að Valsmenn höfðu klúðrað fjölda færa en bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði fyrra markið og lagði upp það síðasta fyrir Kristin Inga Halldórsson. KR-ingar eru ofar í töflunni, með að flestra mati betra lið á pappírnum, höfðu unnið þrjá bikarmeistaratitla á síðustu fjórum árum og mættu löskuðu liði sem hafði tapað þremur deildarleikjum í röð. Það benti því flest til þess að KR bætti einum bikar enn við safnið. En líkt og í fyrri leik liðanna í sumar þá var KR-liðið aðeins skugginn af sjálfu sér. Kannski má keyra upp dramatíkina og líkja þessu við álög, svokölluð Óla-álög. KR-ingar eru búnir að mæta liðum Ólafs Jóhannessonar þrettán sinnum í deild og bikar á undanförnum tólf árum og uppskeran er aðeins eitt fátæklegt stig. Lið Ólafs (Valur í sumar og FH 2003-2007) hafa unnið tólf leiki og markatalan er 30 mörk í plús (35-5). Fyrsti leikurinn af þessum þrettán var einmitt eftirminnilegur 7-0 sigur FH á nýkrýndum Íslandsmeisturum KR í lokaumferðinni 2007. Lið Ólafs hafa ekki aðeins unnið KR-liðið níu sinnum í röð heldur hafa þau unnið sjö síðustu leiki með tveimur mörkum eða meira. Markatala KR-inga á síðustu 810 mínútum á móti lærisveinum Ólafs er 23-2 þeim í óhag. Leikirnir í sumar hafa aðeins hert tökin. Tveir sannfærandi sigrar Valsmanna, fimm Valsmörk og ekkert KR-mark. Það voru þó ekki KR-álögin sem voru Ólafi hugfengin í leikslok heldur sú staðreynd að hann var búinn að koma Hlíðarendafélaginu í Evrópufótbolta á fyrsta ári. „Ég átti kannski ekki von á því að taka titil á fyrsta ári en við erum með fínt lið og stysta leiðin til þess að komast í Evrópukeppni er að vinna bikarinn,“ sagði Ólafur. „Við vorum miklu betri en KR-ingarnir allan tímann. Við fengum þrjú til fjögur dauðafæri sem við nýttum ekki. Á tímabili var ég hræddur um að þeir myndu refsa okkur fyrir að nýta ekki færin okkar. Sem betur fer gerðist það ekki,“ sagði Ólafur.Bjarni Ólafur Eiríksson kemur Val í 1-0 í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Anton Brink„Samsetning leikmannanna í ár er mun betri en undanfarin ár og það gerði gæfumuninn,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, hetja Valsmanna í leiknum, aðspurður um þátt Ólafs. „Liðsheildin er mun betri og það skiptir oft máli í stórum leikjum eins og þessum. Það hefur ekki vantað góða leikmenn á Hlíðarenda undanfarin ár en leikmennirnir þurfa að passa saman,“ sagði Bjarni sem hrósaði einnig Sigurbirni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Vals. „Óli talaði mikið um það að skapa samheldni í liðinu og honum og Bjössa tókst það vel, þeir hafa unnið frábært starf á þessu ári,“ sagði Bjarni Ólafur. Ólafur Jóhannesson hefur nú unnið titil á síðustu fimm tímabilum sínum með úrvalsdeildarlið en síðasti titill hans með FH var einmitt bikarmeistaratitill haustið 2007. Þrjú tímabil á undan hafði liðið unnið Íslandsmeistaratitilinn. Ólafur hefur nú þegar tekið einn titil af KR-ingum í sumar og einhverjir KR-ingar eru eflaust farnir að hafa áhyggjur af deildarleik liðanna á Alvogenvellinum í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í lok mánaðarins.Ólafur Jóhannesson var sáttur í leikslok.Vísir/Anton BrinkSíðustu leikir KR á móti liðum Ólafs í deild og bikarÓlafur með ValBikarúrslitaleikur 2015 -2 (Valur vann 2-0 á Laugardalsvelli)7. umferð 2015 -3 (Valur vann 3-0 á Hlíðarenda)Ólafur með FH15. umferð 2007 -4 (FH vann 5-1 í Kaplakrika)6. umferð 2007 -2 (FH vann 2-0 á KR-velli)10. umferð 2006 -2 (FH vann 2-0 í Kaplakrika)1. umferð 2006 -3 (FH vann 3-0 á KR-velli)13. umferð 2005 -2 (FH vann 2-0 í Kaplakrika)4. umferð 2005 -1 (FH vann 1-0 á KR-velli)8 liða úrslit bikarsins 2004 -2 (FH vann 3-1) ---9. umferð 2004 0 (1-1 jafntefli í Kaplakrika)1. umferð 2003 -1 (FH vann 1-0 á KR-velli)Undanúrslit bikarsins 2003 -1 (FH vann 3-2 á Laugardalsvelli)18. umferð 2003 -7 (FH vann 7-0 í Kaplakrika) - Síðasti sigur KR á liði Ólafs var 8. júlí 2003. KR vann 2-1 á KR-velli með mörkum Garðbæinganna Garðars Jóhannssonar og Veigars Páls Gunnarssonar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki