Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2016 15:41 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í Stím-málinu sé röng. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, segir að einhver muni á endanum þurfa að svara fyrir „grímulausa misbeitingu“ ákæruvaldsins í dómsmálum gegn fyrrverandi bankamönnum. Þorvaldur hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Stím-málinu svokallaða en hann fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng og að hann myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur. Þetta segir Þorvaldur í skoðagrein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í morgun og ber heitið „Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti.“ Þorvaldur segir þar brot sín í Stím-málinu ósönnuð með öllu og að hann hafi ekkert gert rangt. „Ég get harmað að hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008, en mögulega voru fleiri sekir um það,“ skrifar Þorvaldur. „Gjaldið hefi ég greitt og það ríflega. Að ég hafi gerst sekur um afbrot er fráleitt.“ Þorvaldur var í málinu ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, vegna kaupa fjárfestasjóðs innan Glitnis sjóða á skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Hann segir að ákæra og dómur í málinu hafi byggt á fyrirfram gefinni niðurstöðu rannsakenda og að engu hafi skipt hvað kom fram við yfirheyrslur eða réttarhöld. „Í málinu var ákært fyrir umboðssvik,“ skrifar hann. „Saksóknari hafnaði framlagningu hins eiginlega og formlega umboðs, sem við höfðum gætt að afla. Það gerði saksóknari með fulltingi dómsúrskurðar sama dómara og dæmdi í málinu, reyndi þannig að halda frá dómi þeim gögnum sem ekki studdu hans tilgátu. Engar sönnur voru færðar á ákæruefnin. Upptökum símtala er sönnuðu sakleysi sakborninga var eytt án þess að verjendur fengju sannreynt innihald þeirra. Til að bíta höfuðið af skömminni byggir saksóknari síðan fyrst og fremst á keyptum framburði uppljóstrara sem sannanlega fór ekki rétt með staðreyndir frammi fyrir dómi.“ Þar vísar Þorvaldur til lykilvitnis sérstaks saksóknara í málinu, Magnúsar Pálma Örnólfssonar, sem samdi sig frá saksókn í málinu þegar hann breytti framburði sínum og bar vitni gegn Jóhannesi, sem var yfirmaður hans hjá Glitni. „Ég fullyrði að niðurstaðan í Stím-málinu er röng. Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur.“ Þorvaldur hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, segir að einhver muni á endanum þurfa að svara fyrir „grímulausa misbeitingu“ ákæruvaldsins í dómsmálum gegn fyrrverandi bankamönnum. Þorvaldur hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Stím-málinu svokallaða en hann fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng og að hann myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur. Þetta segir Þorvaldur í skoðagrein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í morgun og ber heitið „Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti.“ Þorvaldur segir þar brot sín í Stím-málinu ósönnuð með öllu og að hann hafi ekkert gert rangt. „Ég get harmað að hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008, en mögulega voru fleiri sekir um það,“ skrifar Þorvaldur. „Gjaldið hefi ég greitt og það ríflega. Að ég hafi gerst sekur um afbrot er fráleitt.“ Þorvaldur var í málinu ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, vegna kaupa fjárfestasjóðs innan Glitnis sjóða á skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Hann segir að ákæra og dómur í málinu hafi byggt á fyrirfram gefinni niðurstöðu rannsakenda og að engu hafi skipt hvað kom fram við yfirheyrslur eða réttarhöld. „Í málinu var ákært fyrir umboðssvik,“ skrifar hann. „Saksóknari hafnaði framlagningu hins eiginlega og formlega umboðs, sem við höfðum gætt að afla. Það gerði saksóknari með fulltingi dómsúrskurðar sama dómara og dæmdi í málinu, reyndi þannig að halda frá dómi þeim gögnum sem ekki studdu hans tilgátu. Engar sönnur voru færðar á ákæruefnin. Upptökum símtala er sönnuðu sakleysi sakborninga var eytt án þess að verjendur fengju sannreynt innihald þeirra. Til að bíta höfuðið af skömminni byggir saksóknari síðan fyrst og fremst á keyptum framburði uppljóstrara sem sannanlega fór ekki rétt með staðreyndir frammi fyrir dómi.“ Þar vísar Þorvaldur til lykilvitnis sérstaks saksóknara í málinu, Magnúsar Pálma Örnólfssonar, sem samdi sig frá saksókn í málinu þegar hann breytti framburði sínum og bar vitni gegn Jóhannesi, sem var yfirmaður hans hjá Glitni. „Ég fullyrði að niðurstaðan í Stím-málinu er röng. Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur.“ Þorvaldur hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25
Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20
Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12