Seljist upp á tónleikana, munu alls 38 þúsund manns bera kappann augum í Kórnum þann 8. og 9. september.
Gríðarlegt álag var á miðasölukerfi tix.is í morgun og þegar miðasalan hófst klukkan tíu var strax yfir klukkustundar röð til að kaupa sér miða á tónleikana.
Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, var í spjalli um tónleikana og hið svokallaða Bieber-æði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld.
Hann gaf út plötuna Purpose undir lok síðasta árs en Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.