Kári Árnason og félagar í Malmö fengu í dag nýjan þjálfara þegar Daninn Allan Kuhn var ráðinn til starfa. Þetta kemur fram á heimasíðu Malmö.
Malmö var þjálfaralaust eftir að Norðmaðurinn Åge Hareide sagði upp störfum í desember og tók við danska landsliðinu.
Kuhn, sem er 47 ára gamall, hefur verið aðstoðarþjálfari Aab í Danmörku síðan 2011 en hann var einnig aðalþjálfari Midtjylland frá 2009-2011.
Daninn tók í smá tíma við Aab sem bráðabirgðastjóri í október 2008 og stýrði liðinu til þriðja sætis í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Kuhn var á óskalista Breiðabliks fyrir síðasta tímabil en samningaviðræður gengu ekki upp eins og kom fram á Vísi. Arnar Grétarsson var svo ráðinn og skilaði Blikum í annað sætið á sínu fyrsta tímabili í Kópavoginum.
Malmö er eitt allra stærsta liðið á Norðurlöndum en það varð Svíþjóðarmeistari 2010, 2013 og 2014. Það hefur í heildina unnið sænsku deildina 18 sinnum.
Malmö komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð en hafnði í síðasta sæti síns riðils á eftir PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk.
Þjálfari sem Blikar reyndu við tekinn við Kára Árna og félögum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


