Skemmd epli Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2016 00:00 Lögreglan er í eldlínunni. Minnst einn fíkniefnalögreglumaður er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við aðila í fíkniefnaheiminum og þegið greiðslur fyrir að koma þeim til aðstoðar. Sá sat í gæsluvarðhaldi í tíu daga. Ríkissaksóknari hefur mál mannsins til skoðunar. Annar var færður til í starfi eftir þrálátan orðróm um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar en sá gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsingadeild og fíkniefnadeild. Það mál var ekki sent til ríkissaksóknara heldur með þessari tilfærslu innan lögreglunnar leyst innanhúss. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um mál mannsins með umfangsmiklum hætti. Allir skulu taldir saklausir uns sekt þeirra er sönnuð og það á ekki síður við um lögreglumenn en aðra. Málin velta engu að síður upp stórum spurningum, sem ítrekað hafa verið settar fram, án þess að við þeim hafi verið brugðist. Í samtali við Vísi sagði Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, að komi mál sem þessi upp þar sé það afar skýrt að sjálfstæð og óháð deild taki þau til skoðunar. „Ef einhver sakar lögreglumann um refsivert athæfi eða leka innan lögreglu þá tekur óháður saksóknari málið til skoðunar. Lögregla rannsakar aldrei ásakanir á sjálfa sig,“ sagði Kliver. Allir yfirmenn lögreglu, ríkissaksóknari og innanríkisráðherra eru sammála um þörf fyrir sérstakan vettvang, nefnd eða hvað það yrði sem myndi taka á málum sem þessum. Ekki gangi að láta lögregluna rannsaka sig sjálfa. Á þetta hefur oft verið bent en ekkert verið gert. Nú hefur hins vegar orðið hreyfing á málinu. Í nóvember skilaði nefnd, sem innanríkisráðherra skipaði, skýrslu um meðferð kærumála gagnvart lögreglu. Í henni er lagt til að ráðherra skipi eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum. Mörgum finnst þessi tillaga ekki ganga nægilega langt. Krafan er sú að eftirlitið verði virkara og að frumkvæði þeirra sem það hafa með höndum. Koma þurfi á fót sjálfstæðri stofnun. „Það er svo mikilvægt að fyrirbyggja þessa hluti og að lögreglumenn viti að þeir séu ekki einu varðmennirnir, heldur séu líka aðrir varðmenn að fylgjast með varðmönnunum,“ sagði Helgi á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag. Lögreglumenn eru mannlegir. Þeir eru gallaðir og þeir gera mistök. Rétt eins og allir aðrir almennir borgarar þessa lands. Þorri lögreglumanna er strangheiðarlegur og þorri landsmanna er það líka. En meðal þeirra eru skemmd epli eins og í öllum eplakörfum. Virkara og betra eftirlit verður að vera til staðar. Þar að auki er til önnur lausn á þessum vanda. Hún er sú að leggja niður vopn í stríðinu gegn fíkniefnum. Þar sem fíkniefni eru ólögleg, hvar sem er í heiminum, skipta ævintýralega háar fjárhæðir um hendur í undirheimunum. Og alls staðar hafa einstakir lögreglumenn freistast til að fá skerf af þeirri köku. Engin sannfærandi rök eru fyrir því að svo sé ekki hér á landi öfugt við alla aðra staði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Lögreglan er í eldlínunni. Minnst einn fíkniefnalögreglumaður er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við aðila í fíkniefnaheiminum og þegið greiðslur fyrir að koma þeim til aðstoðar. Sá sat í gæsluvarðhaldi í tíu daga. Ríkissaksóknari hefur mál mannsins til skoðunar. Annar var færður til í starfi eftir þrálátan orðróm um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar en sá gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsingadeild og fíkniefnadeild. Það mál var ekki sent til ríkissaksóknara heldur með þessari tilfærslu innan lögreglunnar leyst innanhúss. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um mál mannsins með umfangsmiklum hætti. Allir skulu taldir saklausir uns sekt þeirra er sönnuð og það á ekki síður við um lögreglumenn en aðra. Málin velta engu að síður upp stórum spurningum, sem ítrekað hafa verið settar fram, án þess að við þeim hafi verið brugðist. Í samtali við Vísi sagði Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, að komi mál sem þessi upp þar sé það afar skýrt að sjálfstæð og óháð deild taki þau til skoðunar. „Ef einhver sakar lögreglumann um refsivert athæfi eða leka innan lögreglu þá tekur óháður saksóknari málið til skoðunar. Lögregla rannsakar aldrei ásakanir á sjálfa sig,“ sagði Kliver. Allir yfirmenn lögreglu, ríkissaksóknari og innanríkisráðherra eru sammála um þörf fyrir sérstakan vettvang, nefnd eða hvað það yrði sem myndi taka á málum sem þessum. Ekki gangi að láta lögregluna rannsaka sig sjálfa. Á þetta hefur oft verið bent en ekkert verið gert. Nú hefur hins vegar orðið hreyfing á málinu. Í nóvember skilaði nefnd, sem innanríkisráðherra skipaði, skýrslu um meðferð kærumála gagnvart lögreglu. Í henni er lagt til að ráðherra skipi eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum. Mörgum finnst þessi tillaga ekki ganga nægilega langt. Krafan er sú að eftirlitið verði virkara og að frumkvæði þeirra sem það hafa með höndum. Koma þurfi á fót sjálfstæðri stofnun. „Það er svo mikilvægt að fyrirbyggja þessa hluti og að lögreglumenn viti að þeir séu ekki einu varðmennirnir, heldur séu líka aðrir varðmenn að fylgjast með varðmönnunum,“ sagði Helgi á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag. Lögreglumenn eru mannlegir. Þeir eru gallaðir og þeir gera mistök. Rétt eins og allir aðrir almennir borgarar þessa lands. Þorri lögreglumanna er strangheiðarlegur og þorri landsmanna er það líka. En meðal þeirra eru skemmd epli eins og í öllum eplakörfum. Virkara og betra eftirlit verður að vera til staðar. Þar að auki er til önnur lausn á þessum vanda. Hún er sú að leggja niður vopn í stríðinu gegn fíkniefnum. Þar sem fíkniefni eru ólögleg, hvar sem er í heiminum, skipta ævintýralega háar fjárhæðir um hendur í undirheimunum. Og alls staðar hafa einstakir lögreglumenn freistast til að fá skerf af þeirri köku. Engin sannfærandi rök eru fyrir því að svo sé ekki hér á landi öfugt við alla aðra staði.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun