Chevrolet Bolt með 320 km drægi á göturnar í ár Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2016 13:18 Chevrolet Bolt rafmagnsbíllinn. Chevrolet er nú að kynna framleiðsluútgáfuna af rafmagnsbílnum Bolt á raftækjasýningunni í Las Vegas. Chevrolet mun hefja sölu á þessum bíla á seinni helmingi ársins og hann á vera á tiltölulega lágu verði fyrir rafmagnsbíl með svo mikið drægi, þ.e. um 30.000 dollara, eða 3,9 milljónir króna. Þessi bíll er mjög tæknivæddur og lærir til dæmis á aksturslag ökumanns og stillir sig eftir því, sem og veðri, undirlagi og aðlagar sig eftir því hvað klukkan er til að hámarka drægi sitt. Leiðsögukerfi bílsins finnur út bestu leið svo hámarka megi drægið og lætur vita hvar næstu hleðslustöð er að finna. Upplýsingaskjár fyrir miðju bílsins er 10,2 tommur og þar má einnig finna bakkmyndavélina með “wide-angle”-linsu og “birds-eye” möguleika á sjónarhorni. Wifi nettenging er í bílnum og 4G tenging fyrir síma. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Chevrolet er nú að kynna framleiðsluútgáfuna af rafmagnsbílnum Bolt á raftækjasýningunni í Las Vegas. Chevrolet mun hefja sölu á þessum bíla á seinni helmingi ársins og hann á vera á tiltölulega lágu verði fyrir rafmagnsbíl með svo mikið drægi, þ.e. um 30.000 dollara, eða 3,9 milljónir króna. Þessi bíll er mjög tæknivæddur og lærir til dæmis á aksturslag ökumanns og stillir sig eftir því, sem og veðri, undirlagi og aðlagar sig eftir því hvað klukkan er til að hámarka drægi sitt. Leiðsögukerfi bílsins finnur út bestu leið svo hámarka megi drægið og lætur vita hvar næstu hleðslustöð er að finna. Upplýsingaskjár fyrir miðju bílsins er 10,2 tommur og þar má einnig finna bakkmyndavélina með “wide-angle”-linsu og “birds-eye” möguleika á sjónarhorni. Wifi nettenging er í bílnum og 4G tenging fyrir síma.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira