Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2016 14:22 Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudaginn, 8. janúar, en þá mun hann hafa verið í einangrun í tíu daga. Vísir/GVA Fíkniefnalögreglumaðurinn sem situr í einangrun á Litla-Hrauni grunaður um alvarleg brot í starfi hefur ekki fengið að svara fyrir þær ásakanir sem bornar eru á hendur honum. Þetta segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins, við Vísi en lögreglumaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því 29. desember. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudaginn, 8. janúar, en þá mun hann hafa verið í einangrun í tíu daga. Afar fátítt er að lögreglumenn eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og mun það ekki hafa gerst í fleiri áratugi. Ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins og nýtur liðsinnis lögreglu, þó ekki starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumaðurinn starfar. Lögreglumaðurinn hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni frá því 29. desember og verður til föstudags.vísir/e.ól. Tvær skýrslur teknar af manninum Ómar Örn upplýsir ekki hvað umbjóðanda hans sé gefið að sök í málinu. Hann segir skjólstæðing sinn ekki fengið að svara fyrir sakarefnið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. „Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar. Frumskýrsla hafi verið tekin af lögreglumanninum daginn sem hann fór í gæsluvarðhald og svo hafi verið önnur skýrslutaka á laugardaginn. Ómar Örn Bjarnþórsson hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu en ekki fengið. Fær ekki gögn hjá lögreglu Ómar Örn fær ekki gögn málsins afhent frá lögreglu og hefur af þeim sökum kallað eftir þeim hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Telja má ólíklegt að gögnin fáist afhent enda verst lögregla allra frétta af málinu. Það birtist bæði í þeirri staðreynd að hvorki ríkissaksóknari né yfirmenn lögreglu hafa tjáð sig um málið og ekki síður í þeirri staðreynd að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum hefur ekki verið birtur á heimasíðu Hæstaréttar. Allajafna eru gæsluvarðhaldsúrskurðir birtir á heimasíðu Hæstaréttar en þó er undantekning gerð á því ef sýnt þykir fram á að það geti spillt rannsókn málsins. Um er að ræða reynslumikinn lögreglumann úr fíkniefnadeildinni og kom það samstarfsmönnum hans innan lögreglu, núverandi og fyrrverandi, í opna skjöldu þegar tíðindi bárust af varðhaldi yfir honum í fjölmiðlum í gær. Hann er á fimmtugsaldri og er lýst sem heiðarlegum og faglegum í starfi. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Fíkniefnalögreglumaðurinn sem situr í einangrun á Litla-Hrauni grunaður um alvarleg brot í starfi hefur ekki fengið að svara fyrir þær ásakanir sem bornar eru á hendur honum. Þetta segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins, við Vísi en lögreglumaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því 29. desember. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudaginn, 8. janúar, en þá mun hann hafa verið í einangrun í tíu daga. Afar fátítt er að lögreglumenn eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og mun það ekki hafa gerst í fleiri áratugi. Ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins og nýtur liðsinnis lögreglu, þó ekki starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumaðurinn starfar. Lögreglumaðurinn hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni frá því 29. desember og verður til föstudags.vísir/e.ól. Tvær skýrslur teknar af manninum Ómar Örn upplýsir ekki hvað umbjóðanda hans sé gefið að sök í málinu. Hann segir skjólstæðing sinn ekki fengið að svara fyrir sakarefnið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. „Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar. Frumskýrsla hafi verið tekin af lögreglumanninum daginn sem hann fór í gæsluvarðhald og svo hafi verið önnur skýrslutaka á laugardaginn. Ómar Örn Bjarnþórsson hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu en ekki fengið. Fær ekki gögn hjá lögreglu Ómar Örn fær ekki gögn málsins afhent frá lögreglu og hefur af þeim sökum kallað eftir þeim hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Telja má ólíklegt að gögnin fáist afhent enda verst lögregla allra frétta af málinu. Það birtist bæði í þeirri staðreynd að hvorki ríkissaksóknari né yfirmenn lögreglu hafa tjáð sig um málið og ekki síður í þeirri staðreynd að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum hefur ekki verið birtur á heimasíðu Hæstaréttar. Allajafna eru gæsluvarðhaldsúrskurðir birtir á heimasíðu Hæstaréttar en þó er undantekning gerð á því ef sýnt þykir fram á að það geti spillt rannsókn málsins. Um er að ræða reynslumikinn lögreglumann úr fíkniefnadeildinni og kom það samstarfsmönnum hans innan lögreglu, núverandi og fyrrverandi, í opna skjöldu þegar tíðindi bárust af varðhaldi yfir honum í fjölmiðlum í gær. Hann er á fimmtugsaldri og er lýst sem heiðarlegum og faglegum í starfi.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30
Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00