Dæmt eftir tíðarandanum stjórnarmaðurinn skrifar 6. janúar 2016 09:00 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur skrifað athyglisverða grein um Stím-málið svokallaða. Í málinu voru Lárus Welding forstjóri og fleiri forráðamenn Glitnis dæmdir til fangelsisvistar, meðal annars fyrir umboðssvik. Umboðssvik má skýra sem tilvik þegar maður sem fer með fjárreiður fyrir annan mann eða félag misnotar þá aðstöðu sína. Það er skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að háttsemin sem um er rætt hafi átt sér stað í auðgunarskyni. Málsatvik í Stím-málinu voru þau að Glitnir seldi bréf í bankanum til félags að nafni Stím. Kaupin voru að hluta fjármögnuð af Glitni, og í staðinn tók bankinn tryggingar, m.a. veð í bréfunum sjálfum. Staða bankans var því sú eftir viðskiptin að bankinn losaði bréfin af eigin bók og eignaðist þess í stað kröfu á hendur Stím auk þess að fá greiðslu fyrir hluta bréfanna. Ekkert fé rann út úr bankanum. Jafnframt liggur fyrir að hvorki forstjórinn né aðrir ákærðu höfðu fjárhagslegan ávinning af þessum viðskiptum, ekki annan en þann að afkoma þeirra var háð afkomu bankans. Því skyldi maður ætla að þeirra hagur væri að reyna að bæta stöðu bankans í einstökum viðskiptum. Eins og Jón Steinar bendir á fæst ekki betur séð en að eina leiðin fyrir bankann til að verða fyrir tjóni í þessu tilviki sé ef bréfin hefðu verið seld á undirverði. Sú var ekki raunin og raunar héldu bréfin áfram að lækka eftir viðskiptin. Bankinn losaði því áhættu af eigin bók. Dómurinn kemst þó að annarri niðurstöðu og sakfellir Lárus og félaga. Athyglisvert er einnig að dómurinn gerir ítrekað lítið úr framburði aðalvitnis ákæruvaldsins í málinu, en veigrar sér þó ekki við að sakfella á grundvelli einmitt þess framburðar. Sennilega kemur niðurstaðan ekki á óvart miðað við ummæli dómsformanns í fjölmiðlum um að dómstólar eigi að dæma eftir tíðarandanum. Vel getur verið að í dag séu menn þeirrar skoðunar að ákveðin háttsemi, t.d. lán banka fyrir kaupum á bréfum í sjálfum sér, eigi ekki að líðast. Rétt nálgun í réttarríki er þá að beita sér fyrir lagabreytingum. Þetta var einmitt gert í Belgíu í kjölfar lánveitinga Dexia-bankans. Hér á landi virðist freistingin því miður sú að túlka lögin afturvirkt eftir tíðarandanum. Þess vegna er ekki ofsagt hjá Jóni Steinari að réttarríkið sé í hættu, eða hvernig eiga borgararnir annars að átta sig á því hvers konar háttsemi er bönnuð frá degi til dags? Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur skrifað athyglisverða grein um Stím-málið svokallaða. Í málinu voru Lárus Welding forstjóri og fleiri forráðamenn Glitnis dæmdir til fangelsisvistar, meðal annars fyrir umboðssvik. Umboðssvik má skýra sem tilvik þegar maður sem fer með fjárreiður fyrir annan mann eða félag misnotar þá aðstöðu sína. Það er skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að háttsemin sem um er rætt hafi átt sér stað í auðgunarskyni. Málsatvik í Stím-málinu voru þau að Glitnir seldi bréf í bankanum til félags að nafni Stím. Kaupin voru að hluta fjármögnuð af Glitni, og í staðinn tók bankinn tryggingar, m.a. veð í bréfunum sjálfum. Staða bankans var því sú eftir viðskiptin að bankinn losaði bréfin af eigin bók og eignaðist þess í stað kröfu á hendur Stím auk þess að fá greiðslu fyrir hluta bréfanna. Ekkert fé rann út úr bankanum. Jafnframt liggur fyrir að hvorki forstjórinn né aðrir ákærðu höfðu fjárhagslegan ávinning af þessum viðskiptum, ekki annan en þann að afkoma þeirra var háð afkomu bankans. Því skyldi maður ætla að þeirra hagur væri að reyna að bæta stöðu bankans í einstökum viðskiptum. Eins og Jón Steinar bendir á fæst ekki betur séð en að eina leiðin fyrir bankann til að verða fyrir tjóni í þessu tilviki sé ef bréfin hefðu verið seld á undirverði. Sú var ekki raunin og raunar héldu bréfin áfram að lækka eftir viðskiptin. Bankinn losaði því áhættu af eigin bók. Dómurinn kemst þó að annarri niðurstöðu og sakfellir Lárus og félaga. Athyglisvert er einnig að dómurinn gerir ítrekað lítið úr framburði aðalvitnis ákæruvaldsins í málinu, en veigrar sér þó ekki við að sakfella á grundvelli einmitt þess framburðar. Sennilega kemur niðurstaðan ekki á óvart miðað við ummæli dómsformanns í fjölmiðlum um að dómstólar eigi að dæma eftir tíðarandanum. Vel getur verið að í dag séu menn þeirrar skoðunar að ákveðin háttsemi, t.d. lán banka fyrir kaupum á bréfum í sjálfum sér, eigi ekki að líðast. Rétt nálgun í réttarríki er þá að beita sér fyrir lagabreytingum. Þetta var einmitt gert í Belgíu í kjölfar lánveitinga Dexia-bankans. Hér á landi virðist freistingin því miður sú að túlka lögin afturvirkt eftir tíðarandanum. Þess vegna er ekki ofsagt hjá Jóni Steinari að réttarríkið sé í hættu, eða hvernig eiga borgararnir annars að átta sig á því hvers konar háttsemi er bönnuð frá degi til dags?
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira