Steinefnið er frá Indlandi og er mulið og blandað saman við koltrefjar og resin og fullunnið af breytingafyrirtækinu Mulliner. Svo þunnt er þetta efni að það er gegnsætt og það nýtir Bentley sér með baklýsingu.
Viðskiptavinir geta valið milli fjögurra lita í Continental og Flying Spur bíla Bentley. Ekki er öll vitleysan eins, en það þarf sífellt að finna einhverja sérstöðu fyrir vel megandi kaupendur Bentley bíla.
