Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtæki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2016 16:00 Hjólin eru heldur betur farin að snúast hjá IceWind sem hefur gert samning við bandarískan fjárfesti um fjármögnun fyrirtækisins. Icewind Bandarískur ferðamaður sem ferðaðist hér á landi í sumar hefur fjárfest fyrir tugi milljóna í fyrirtækinu IceWind sem hannar og hyggst framleiða vindtúrbínur. Fjármagnið er langþráð að sögn eins forsvarsmanna Icewind sem segir að nú geti þeir unnið í fullri vinnu við fyrirtækið. Fyrirtækið er á bak við stormskýlið sem Vísir hefur fjallað um og verður sett upp fyrir framan Hörpu í næsta mánuði. Stormskýlið er þó bara lítið verkefni ætlað til þess að vekja athygli á vindtúrbínum fyrir sumarbústaði og fjarskiptamöstur og ætlunarverkið virðist sannarlega hafa tekist.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Við fengum símtal frá bandaríska sendiráðinu hér á landi í nóvember og okkur var boðið með á orkuráðstefnuna PowerGen 2015 sem er stærsta orkuráðstefnan í þessum geira og var haldin í Las Vegas,“ segir Sæþór Ásgeirsson, einn forsvarsmanna Icewind. „Viku áður hafði bandarískur fjárfestir haft samband við okkur. Hann var að ferðast hér á landi í sumar og sá græjurnar okkar. Við hittum hann svo í Las Vegas og skrifuðum undir samning við hann.“Svona lítur vindtúrbínan sem ætluð er sumarhúsum út.IcewindAllt stopp án bandaríska ferðamannsins Sæþór segir að fjárfestirinn vilji ekki láta nafns síns getið en að samningurinn sé virði tugi milljóna íslenskra króna. Fjármagnið tryggir rekstur fyrirtækisins og nú geta Sæþór og samstarfsmaður hans, Þór Bachmann, starfað við fyrirtæki sitt í fullu starfi en auk þeirra hafa Ágúst Guðbjörnsson og Gunnar Eiríksson komið að ýmsum verkefnum. Sæþór segir að þetta fjármagn breyti öllu fyrir Icewind. „Við höfum beðið eftir þessu lengi. Án þessa fjármagns værum við bara stopp, það er ekki hægt að reka þetta endalaust á loftinu. Síðan við stofnuðum fyrirtækið 2012 höfum við verið í sambandi við ýmsa aðila um fjárfestingu en það hefur gengið hægt. Svo kemur þessi maður bara inn og klára þetta á þremur vikum.“ Ráðstefnan var haldin í desember og í kjölfarið kom teymi frá sjónvarpstöðinni CBS til þess að fjalla um vindtúrbínur Icewind og segir Sæþór að hjólin séu heldur betur farin að snúast hjá fyrirtækinu eftir ráðstefnuna og umfjöllun CBS sem sjá má hér fyrir neðan. „Það hefur verið allt á hvolfi síðan þá og pósthólfið okkar er fullt af fyrirspurnum frá fjárfestum, endursöluaðilum og kúnnum. Það breyttist bara allt á þessum eina mánuði,“ segir Sæþór. Strákarnir stefna á erlendan markað á næsta ári en í augnablikinu vinna þeir hörðum höndum að stormskýlinu sem Vísir hefur fjallað um. Stormskýlið er nútímalegt strætóskýli þar sem tvær vindtúrbínur á þaki þess sjá skýlinu fyrir rafmagni, lýsingu, þráðlausu neti og aðstöðu til að hlaða síma og spjaldtölvur eða öllu sem hinn nútíma Íslendingur þarf á að halda. Stefnt er að því að það verði tekið í gagnið þann 1. febrúar næstkomandi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Íslenskt fyrirtæki stefnir á að setja upp rafmagnað strætóskýli og það er bara byrjunin. 4. nóvember 2015 10:00 Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ferðaðist hér á landi í sumar hefur fjárfest fyrir tugi milljóna í fyrirtækinu IceWind sem hannar og hyggst framleiða vindtúrbínur. Fjármagnið er langþráð að sögn eins forsvarsmanna Icewind sem segir að nú geti þeir unnið í fullri vinnu við fyrirtækið. Fyrirtækið er á bak við stormskýlið sem Vísir hefur fjallað um og verður sett upp fyrir framan Hörpu í næsta mánuði. Stormskýlið er þó bara lítið verkefni ætlað til þess að vekja athygli á vindtúrbínum fyrir sumarbústaði og fjarskiptamöstur og ætlunarverkið virðist sannarlega hafa tekist.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Við fengum símtal frá bandaríska sendiráðinu hér á landi í nóvember og okkur var boðið með á orkuráðstefnuna PowerGen 2015 sem er stærsta orkuráðstefnan í þessum geira og var haldin í Las Vegas,“ segir Sæþór Ásgeirsson, einn forsvarsmanna Icewind. „Viku áður hafði bandarískur fjárfestir haft samband við okkur. Hann var að ferðast hér á landi í sumar og sá græjurnar okkar. Við hittum hann svo í Las Vegas og skrifuðum undir samning við hann.“Svona lítur vindtúrbínan sem ætluð er sumarhúsum út.IcewindAllt stopp án bandaríska ferðamannsins Sæþór segir að fjárfestirinn vilji ekki láta nafns síns getið en að samningurinn sé virði tugi milljóna íslenskra króna. Fjármagnið tryggir rekstur fyrirtækisins og nú geta Sæþór og samstarfsmaður hans, Þór Bachmann, starfað við fyrirtæki sitt í fullu starfi en auk þeirra hafa Ágúst Guðbjörnsson og Gunnar Eiríksson komið að ýmsum verkefnum. Sæþór segir að þetta fjármagn breyti öllu fyrir Icewind. „Við höfum beðið eftir þessu lengi. Án þessa fjármagns værum við bara stopp, það er ekki hægt að reka þetta endalaust á loftinu. Síðan við stofnuðum fyrirtækið 2012 höfum við verið í sambandi við ýmsa aðila um fjárfestingu en það hefur gengið hægt. Svo kemur þessi maður bara inn og klára þetta á þremur vikum.“ Ráðstefnan var haldin í desember og í kjölfarið kom teymi frá sjónvarpstöðinni CBS til þess að fjalla um vindtúrbínur Icewind og segir Sæþór að hjólin séu heldur betur farin að snúast hjá fyrirtækinu eftir ráðstefnuna og umfjöllun CBS sem sjá má hér fyrir neðan. „Það hefur verið allt á hvolfi síðan þá og pósthólfið okkar er fullt af fyrirspurnum frá fjárfestum, endursöluaðilum og kúnnum. Það breyttist bara allt á þessum eina mánuði,“ segir Sæþór. Strákarnir stefna á erlendan markað á næsta ári en í augnablikinu vinna þeir hörðum höndum að stormskýlinu sem Vísir hefur fjallað um. Stormskýlið er nútímalegt strætóskýli þar sem tvær vindtúrbínur á þaki þess sjá skýlinu fyrir rafmagni, lýsingu, þráðlausu neti og aðstöðu til að hlaða síma og spjaldtölvur eða öllu sem hinn nútíma Íslendingur þarf á að halda. Stefnt er að því að það verði tekið í gagnið þann 1. febrúar næstkomandi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Íslenskt fyrirtæki stefnir á að setja upp rafmagnað strætóskýli og það er bara byrjunin. 4. nóvember 2015 10:00 Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Íslenskt fyrirtæki stefnir á að setja upp rafmagnað strætóskýli og það er bara byrjunin. 4. nóvember 2015 10:00
Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57