Forsetar dýrir á fóðrunum Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2016 11:02 Í sumar bætist enn einn forsetinn á launaskrá skattgreiðenda. Eftir nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar liggur fyrir að nýr forseti tekur til starfa í sumar. Þetta þýðir vitanlega aukinn kostnað ríkisins. Kjararáð ákvað fyrir rúmum mánuði að hækka laun embættismanna ríkisins um 9,3 prósent, þar með laun forseta Íslands. Þá voru laun forsetans komin upp í rúmlega 2,1 milljónir króna sem þýðir að laun forsetans standa nú í sem nemur um það bil 2,3 milljónum króna. Forsetinn nýtur biðlauna í 6 mánuði. Vegna langrar setu Ólafs Ragnars í forsetastóli, í heil 20 ár, á hann rétt á 80 prósentum í eftirlaun sem eru þá 1,8 milljón í eftirlaun. Vigdís Finnbogadóttir sat í fjögur kjörtímabil, hætti 1996 sem þýðir að hún á rétt á 80 prósentum einnig. Nú liggur fyrir að í sumar bæta landsmenn enn einum forsetanum á launaskrá, þannig að ljóst er að kostnaður, beinn sem óbeinn, vegna embættisins eykst nú sem þessu nemur. Hvað svo sem mönnum finnst um frammistöðu Ólafs Ragnars má segja að hann hafi, með langri setu sinni, sparað þjóðinni skildinginn.Í lögum um eftirlaun forseta segir:Forseti Íslands. 2. gr. Fyrrverandi forseti Íslands á rétt á eftirlaunum að liðnum þeim sex mánuðum sem hann nýtur biðlauna, sbr. 4. gr. laga nr. 10/1990. Eftirlaunin nema 60% af launum forseta Íslands eins og þau eru ákveðin af [kjararáði]1) hverju sinni. Ef forseti hefur gegnt embættinu lengur en eitt kjörtímabil eru eftirlaunin 70%, en 80% hafi hann gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil. 1)L. 47/2006, 13. gr. 3. gr. Nú andast forseti og skal þá greiða eftirlifandi maka hans full laun í sex mánuði. Að þeim tíma liðnum skal greiða makanum helming þeirra eftirlauna sem hinn látni forseti hefði átt rétt á. Um rétt maka forseta er látið hefur af störfum fer eftir 16. gr., sbr. 2. mgr. 1. gr. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira
Eftir nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar liggur fyrir að nýr forseti tekur til starfa í sumar. Þetta þýðir vitanlega aukinn kostnað ríkisins. Kjararáð ákvað fyrir rúmum mánuði að hækka laun embættismanna ríkisins um 9,3 prósent, þar með laun forseta Íslands. Þá voru laun forsetans komin upp í rúmlega 2,1 milljónir króna sem þýðir að laun forsetans standa nú í sem nemur um það bil 2,3 milljónum króna. Forsetinn nýtur biðlauna í 6 mánuði. Vegna langrar setu Ólafs Ragnars í forsetastóli, í heil 20 ár, á hann rétt á 80 prósentum í eftirlaun sem eru þá 1,8 milljón í eftirlaun. Vigdís Finnbogadóttir sat í fjögur kjörtímabil, hætti 1996 sem þýðir að hún á rétt á 80 prósentum einnig. Nú liggur fyrir að í sumar bæta landsmenn enn einum forsetanum á launaskrá, þannig að ljóst er að kostnaður, beinn sem óbeinn, vegna embættisins eykst nú sem þessu nemur. Hvað svo sem mönnum finnst um frammistöðu Ólafs Ragnars má segja að hann hafi, með langri setu sinni, sparað þjóðinni skildinginn.Í lögum um eftirlaun forseta segir:Forseti Íslands. 2. gr. Fyrrverandi forseti Íslands á rétt á eftirlaunum að liðnum þeim sex mánuðum sem hann nýtur biðlauna, sbr. 4. gr. laga nr. 10/1990. Eftirlaunin nema 60% af launum forseta Íslands eins og þau eru ákveðin af [kjararáði]1) hverju sinni. Ef forseti hefur gegnt embættinu lengur en eitt kjörtímabil eru eftirlaunin 70%, en 80% hafi hann gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil. 1)L. 47/2006, 13. gr. 3. gr. Nú andast forseti og skal þá greiða eftirlifandi maka hans full laun í sex mánuði. Að þeim tíma liðnum skal greiða makanum helming þeirra eftirlauna sem hinn látni forseti hefði átt rétt á. Um rétt maka forseta er látið hefur af störfum fer eftir 16. gr., sbr. 2. mgr. 1. gr.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira