Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2016 15:55 Ástþór Magnússon á framboðsfundi árið 2012. vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon hefur ákveðið að endurtaka forsetaframboðið „Virkjum Bessastaði“ og mun því gefa kost á sér í komandi forsetakosningum næsta sumar. Þetta er í fjórða sinn sem hann gefur kost á sér til embættisins. Þetta kemur fram í bréfi sem Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000, sendi í dag á Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) . Í bréfinu biðlar hann til stofnunarinnar að senda eftirlitsmenn til Íslands „til að hafa eftirlit með undirbúningi kosninganna og leggja sitt af mörkum til að fram fari heiðarleg, opin og lýðræðisleg umræða um forsetaframboðin svo þjóðin geti valið sér forseta eftir að hafa kynnst hvað frambjóðandinn hefur fram að færa,“ eins og það er orðað í bréfinu. Ástæðuna segir hann vera þá að íslenskir fjölmiðlar þurfi aðhald í aðdraganda komandi kosninga og að grundvöllurinn að lýðræðislegum kosningum sé aðgengi að fjölmiðlum á jafnréttisgrundvelli.Vill nýja hugmyndafræði á Bessastaði Ástþór segir væntanlegt forsetaframboð sitt snúast um að virkja embættið til að boða nýja hugmyndafræði í friðarmálum. „Það er ábyrgðarhluti ef fjölmiðlar eru látnir komast upp með að útiloka alla opna umræðu um þetta málefni sem er okkur Íslendingum og heimsbyggðinni allri svo mikilvægt. Sérstaklega nú þegar ófriðareldar loga víða um heim og jafnvel Evrópa stendur á barmi styrjaldar. Þjóðlíf og atvinnuvegir Íslendinga eins og t.d. ferðamannaiðnaður standa berskjaldaðir. Íslendingar geta ekki snúið bakinu í eldinn. Við þurfum að taka forystu gegn þessu ófriðarástandi. Að virkja Bessastaði með mætti orðsins og nýrri hugmyndafræði er okkar hlutverk,“ segir Ástþór. Ástþór hefur áður kynnt hugmyndafræði sína í forsetaframboði sínu árið 1996 og í bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsmanna. Ástþór bauð sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum 2012, en þann 1. júní 2012 var framboð hans dæmt ógilt því hann fékk ekki lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Forsetaframboð hans árið 2000 var einnig dæmt ógilt, vegna þess að nægjanlegan fjölda meðmælenda vantaði. Ástþór segir í bréfi sínu að skipulagðri aðför fjölmiðla og fleiri hafi verið um að kenna að framboðin voru ógild.Bréf Ástþórs til ÖSE má finna í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Ástþór Magnússon hefur ákveðið að endurtaka forsetaframboðið „Virkjum Bessastaði“ og mun því gefa kost á sér í komandi forsetakosningum næsta sumar. Þetta er í fjórða sinn sem hann gefur kost á sér til embættisins. Þetta kemur fram í bréfi sem Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000, sendi í dag á Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) . Í bréfinu biðlar hann til stofnunarinnar að senda eftirlitsmenn til Íslands „til að hafa eftirlit með undirbúningi kosninganna og leggja sitt af mörkum til að fram fari heiðarleg, opin og lýðræðisleg umræða um forsetaframboðin svo þjóðin geti valið sér forseta eftir að hafa kynnst hvað frambjóðandinn hefur fram að færa,“ eins og það er orðað í bréfinu. Ástæðuna segir hann vera þá að íslenskir fjölmiðlar þurfi aðhald í aðdraganda komandi kosninga og að grundvöllurinn að lýðræðislegum kosningum sé aðgengi að fjölmiðlum á jafnréttisgrundvelli.Vill nýja hugmyndafræði á Bessastaði Ástþór segir væntanlegt forsetaframboð sitt snúast um að virkja embættið til að boða nýja hugmyndafræði í friðarmálum. „Það er ábyrgðarhluti ef fjölmiðlar eru látnir komast upp með að útiloka alla opna umræðu um þetta málefni sem er okkur Íslendingum og heimsbyggðinni allri svo mikilvægt. Sérstaklega nú þegar ófriðareldar loga víða um heim og jafnvel Evrópa stendur á barmi styrjaldar. Þjóðlíf og atvinnuvegir Íslendinga eins og t.d. ferðamannaiðnaður standa berskjaldaðir. Íslendingar geta ekki snúið bakinu í eldinn. Við þurfum að taka forystu gegn þessu ófriðarástandi. Að virkja Bessastaði með mætti orðsins og nýrri hugmyndafræði er okkar hlutverk,“ segir Ástþór. Ástþór hefur áður kynnt hugmyndafræði sína í forsetaframboði sínu árið 1996 og í bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsmanna. Ástþór bauð sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum 2012, en þann 1. júní 2012 var framboð hans dæmt ógilt því hann fékk ekki lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Forsetaframboð hans árið 2000 var einnig dæmt ógilt, vegna þess að nægjanlegan fjölda meðmælenda vantaði. Ástþór segir í bréfi sínu að skipulagðri aðför fjölmiðla og fleiri hafi verið um að kenna að framboðin voru ógild.Bréf Ástþórs til ÖSE má finna í heild sinni í viðhengi hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira