Kveður eftir 20 ára þjónustu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 2. janúar 2016 07:00 Ólafur var fyrst kosinn sem forseti árið 1996. Fréttablaðið/Andri Marinó „Ég met mikils traustið sem allt það góða fólk sýnir mér en bið það og landsmenn alla að íhuga vel lýsinguna á kjörstöðu Íslands sem ég hef í dag gert að meginboðskap. Í ljósi hennar og á grundvelli lýðræðisins sem er okkar aðalsmerki finnast mér blasa við hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forseta á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, í nýársávarpi sínu í gær. Til rökstuðnings fyrir því að gefa ekki kost á sér aftur í embætti forseta Íslands nefndi Ólafur þá staðreynd að óvissutímar meðal þjóðarinnar eru að mestu að baki og það hafi verið ástæðan sem margir hafi sett fyrir sig þegar Ólafur gaf aftur kost á sér fyrir fjórum árum. „Sú margþætta óvissa sem fyrir fjórum árum leiddi til áskorana um að ég gegndi áfram embætti forseta mótar því blessunarlega ekki lengur stöðu okkar Íslendinga,“ sagði hann. Hann nefndi að Icesave-málinu væri lokið, umsókn að aðild að Evrópusambandinu væri ekki haldið áfram án undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, uppgjör vegna föllnu bankanna og afnám gjaldeyrishafta væri á lokametrunum auk þess sem deila um stjórnskipan landsins væri komin í sáttafarveg. Ólafur hefur setið sem forseti í 20 ár en hann var kosinn forseti þann 29. júní 1996. Hann er sautjándi þaulsetnasti þjóðarleiðtogi heims sem er ekki aðalborinn. Ólafur hefur sett mark sitt á embætti forseta Íslands en hann er eini forsetinn frá lýðveldisstofnun sem hefur beitt 26. grein stjórnarskrárinnar um synjun laga frá Alþingi. Árið 2004 synjaði hann fjölmiðlafrumvarpinu svokallaða staðfestingar en ríkisstjórn Davíðs Oddsonar felldi þau úr gildi með samþykki nýs frumvarps og því var ekki boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur hafnaði þá tveimur Icesave-samningum árin 2010 og 2011 en báðir samningarnir fóru til þjóðaratkvæðagreiðslu og voru báðir felldir.Nokkur ánægja hefur verið með embættistíð Ólafs en samkvæmt mælingum MMR hefur ánægja með störf forseta mælst frá 45 prósent og yfir 60 prósent frá júlímánuði 2011. Síðast mældist ánægja með störf forseta 48 prósent. Þá hefur traust á embættinu mælst nokkuð hærra en margra annarra embætta en samkvæmt Gallup var traust almennings til embættis forseta Íslands 43 prósent í febrúar í fyrra en til samanburðar var traust til Alþingis 18 prósent á sama tíma. Í ávarpi sínu sagðist Ólafur hvergi nærri vera hættur að starfa í þágu þjóðar. „Þótt annar muni halda um forsetastýrið verð ég áfram reiðubúinn að sinna verkum á þjóðarskútu okkar Íslendinga; er á engan hátt að hverfa frá borði; verð ætíð fús að leggjast með öðrum á árar,“ sagði hann og nefndi í þessu samhengi baráttu gegn loftslagsbreytingum og forystu Íslands á þeim vettvangi. Þá sagði hann að vonandi gæfist sér tími til að vinna með háskólasamfélaginu og ungu fólki í vísindum, rannsóknum og fræðastarfi. Forsetakosningar árið 2016 fara fram þann 25. júní. Nýr forseti tekur formlega við embætti 1. ágúst 2016.Guðni Th. JóhannessonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir Ólaf hafa sett mark sitt á embættið og að ákvörðun hans um að hætta muni skapa honum sess í sögubókunum. „Hann hefur gert embættið miklu pólitískara. Hann steig inn á hið pólitíska svið kannski fyrst og fremst með því að synja lögum staðfestingar, fyrst fjölmiðlalögin og svo Icesave,“ segir Guðni. „Svo er hann ólíkur síðustu tveimur forsetum, Kristjáni og Vigdísi, að því leyti að þau höfðu ekki verið virk í pólitík en þegar hann settist á Bessastaði átti hann sér langa pólitíska fortíð. Hann hefur ákveðið þarna sjálfur að það væri í verkahring forseta að láta meira til sín taka á hinu pólitíska sviði.“ Guðni segir erfitt að fullyrða að Ólafur sé óhefðbundinn forseti þar sem allir forsetarnir fimm hafi verið óhefðbundnir á sinn hátt. „Við erum að tala um fimm manna hóp og þeir hafa allir verið sérstakir á sinn hátt. Við spyrðum oft Vigdísi og Kristján saman og tölum oft um menningarforseta á meðan hinir þrír mættu kallast pólitískir forsetar.“ Guðni telur að það verði vafalaust erfitt fyrir næsta forseta að feta í fótspor Ólafs. „Ólafur hefur setið það lengi og verið það áberandi að að minnsta kosti fyrst um sinn beri menn arftakann saman við Ólaf og spyrji sig: „Hvað hefði Ólafur gert?“ eða eitthvað í þá veruna.“ Nokkrir einstaklingar hafa verið orðaðir við embætti forseta Íslands og vafalaust mun fjör færast í leikinn nú þegar Ólafur hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur lýsti því í lok nóvember að honum þætti það líklegt að hann myndi gefa kost á sér í embættið. Elísabet Jökulsdóttir skáld hefur þá ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Í Fréttablaðinu í dag segist Andri Snær Magnason rithöfundur ekki geta neitað áskorun um að bjóða sig fram sökum þess hve áhugaverðir tímar eru. Þá hefur Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi, sagst hafa íhugað framboð af fullri alvöru. Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, íhugar málið einnig og Halla Tómasdóttir fjárfestir hefur sagst íhuga framboð. Enn fremur hafa nöfn Jóns Gnarr, framkvæmdastjóra dagskrársviðs 365, eða Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, oft borið á góma. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
„Ég met mikils traustið sem allt það góða fólk sýnir mér en bið það og landsmenn alla að íhuga vel lýsinguna á kjörstöðu Íslands sem ég hef í dag gert að meginboðskap. Í ljósi hennar og á grundvelli lýðræðisins sem er okkar aðalsmerki finnast mér blasa við hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forseta á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, í nýársávarpi sínu í gær. Til rökstuðnings fyrir því að gefa ekki kost á sér aftur í embætti forseta Íslands nefndi Ólafur þá staðreynd að óvissutímar meðal þjóðarinnar eru að mestu að baki og það hafi verið ástæðan sem margir hafi sett fyrir sig þegar Ólafur gaf aftur kost á sér fyrir fjórum árum. „Sú margþætta óvissa sem fyrir fjórum árum leiddi til áskorana um að ég gegndi áfram embætti forseta mótar því blessunarlega ekki lengur stöðu okkar Íslendinga,“ sagði hann. Hann nefndi að Icesave-málinu væri lokið, umsókn að aðild að Evrópusambandinu væri ekki haldið áfram án undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, uppgjör vegna föllnu bankanna og afnám gjaldeyrishafta væri á lokametrunum auk þess sem deila um stjórnskipan landsins væri komin í sáttafarveg. Ólafur hefur setið sem forseti í 20 ár en hann var kosinn forseti þann 29. júní 1996. Hann er sautjándi þaulsetnasti þjóðarleiðtogi heims sem er ekki aðalborinn. Ólafur hefur sett mark sitt á embætti forseta Íslands en hann er eini forsetinn frá lýðveldisstofnun sem hefur beitt 26. grein stjórnarskrárinnar um synjun laga frá Alþingi. Árið 2004 synjaði hann fjölmiðlafrumvarpinu svokallaða staðfestingar en ríkisstjórn Davíðs Oddsonar felldi þau úr gildi með samþykki nýs frumvarps og því var ekki boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur hafnaði þá tveimur Icesave-samningum árin 2010 og 2011 en báðir samningarnir fóru til þjóðaratkvæðagreiðslu og voru báðir felldir.Nokkur ánægja hefur verið með embættistíð Ólafs en samkvæmt mælingum MMR hefur ánægja með störf forseta mælst frá 45 prósent og yfir 60 prósent frá júlímánuði 2011. Síðast mældist ánægja með störf forseta 48 prósent. Þá hefur traust á embættinu mælst nokkuð hærra en margra annarra embætta en samkvæmt Gallup var traust almennings til embættis forseta Íslands 43 prósent í febrúar í fyrra en til samanburðar var traust til Alþingis 18 prósent á sama tíma. Í ávarpi sínu sagðist Ólafur hvergi nærri vera hættur að starfa í þágu þjóðar. „Þótt annar muni halda um forsetastýrið verð ég áfram reiðubúinn að sinna verkum á þjóðarskútu okkar Íslendinga; er á engan hátt að hverfa frá borði; verð ætíð fús að leggjast með öðrum á árar,“ sagði hann og nefndi í þessu samhengi baráttu gegn loftslagsbreytingum og forystu Íslands á þeim vettvangi. Þá sagði hann að vonandi gæfist sér tími til að vinna með háskólasamfélaginu og ungu fólki í vísindum, rannsóknum og fræðastarfi. Forsetakosningar árið 2016 fara fram þann 25. júní. Nýr forseti tekur formlega við embætti 1. ágúst 2016.Guðni Th. JóhannessonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir Ólaf hafa sett mark sitt á embættið og að ákvörðun hans um að hætta muni skapa honum sess í sögubókunum. „Hann hefur gert embættið miklu pólitískara. Hann steig inn á hið pólitíska svið kannski fyrst og fremst með því að synja lögum staðfestingar, fyrst fjölmiðlalögin og svo Icesave,“ segir Guðni. „Svo er hann ólíkur síðustu tveimur forsetum, Kristjáni og Vigdísi, að því leyti að þau höfðu ekki verið virk í pólitík en þegar hann settist á Bessastaði átti hann sér langa pólitíska fortíð. Hann hefur ákveðið þarna sjálfur að það væri í verkahring forseta að láta meira til sín taka á hinu pólitíska sviði.“ Guðni segir erfitt að fullyrða að Ólafur sé óhefðbundinn forseti þar sem allir forsetarnir fimm hafi verið óhefðbundnir á sinn hátt. „Við erum að tala um fimm manna hóp og þeir hafa allir verið sérstakir á sinn hátt. Við spyrðum oft Vigdísi og Kristján saman og tölum oft um menningarforseta á meðan hinir þrír mættu kallast pólitískir forsetar.“ Guðni telur að það verði vafalaust erfitt fyrir næsta forseta að feta í fótspor Ólafs. „Ólafur hefur setið það lengi og verið það áberandi að að minnsta kosti fyrst um sinn beri menn arftakann saman við Ólaf og spyrji sig: „Hvað hefði Ólafur gert?“ eða eitthvað í þá veruna.“ Nokkrir einstaklingar hafa verið orðaðir við embætti forseta Íslands og vafalaust mun fjör færast í leikinn nú þegar Ólafur hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur lýsti því í lok nóvember að honum þætti það líklegt að hann myndi gefa kost á sér í embættið. Elísabet Jökulsdóttir skáld hefur þá ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Í Fréttablaðinu í dag segist Andri Snær Magnason rithöfundur ekki geta neitað áskorun um að bjóða sig fram sökum þess hve áhugaverðir tímar eru. Þá hefur Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi, sagst hafa íhugað framboð af fullri alvöru. Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, íhugar málið einnig og Halla Tómasdóttir fjárfestir hefur sagst íhuga framboð. Enn fremur hafa nöfn Jóns Gnarr, framkvæmdastjóra dagskrársviðs 365, eða Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, oft borið á góma.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira