Nasr: Sauber verður allt öðruvísi 2016 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. janúar 2016 20:00 Felipe Nasr á Sauber bílnum. Vísir/Getty Sauber tekur grimmari nálgun við hönnun 2016 bílsins en liðið gerði með bíl síðasta árs. Liðið þarf að taka stórt skref fram á við segir annar ökumanna liðsins, Felipe Nasr. Nasr náði í 27 af 36 stigum liðsins á síðasta tímabili. Sauber endaði í áttunda sæti í keppni bílasmiða á eftir Toro Rosso og undan McLaren-Honda. Nasr segir að liðið hafi ákveðið að breyta nálgun sinni við þróun bíls næsta árs. Liðið vill hanna bílinn frá grunni frekar en byggja ofan á C34 bílinn sem notaður var 2015. „Hingað til hefur liðið verið mjög raunsætt og allt sem ég hef séð lítur gjörbreytt út,“ sagði Nasr í samtali við Motorsport. „Ef við myndum halda áfram að þróa bílinn frá því í fyrra þá næðum við ekki nema litlum skrefum. Þess vegna ætlum við að leita á ný mið á næsta ári,“ bætti Nasr við. Nasr býst samt ekki við gríðarlegum framförum en ágætis skrefi fram á við. „Ég held að ég búist við skrefi fram á við. Við skiljum að bíllinn þarf að batna, við vitum hvaða veiku bletti bíllinn hefur en það er erfitt að kollvarpa þessu enda með bíl sem vinnur keppnir. Það er ekki að fara að gerast en ég veit við náum framförum,“ sagði Nasr að lokum. Formúla Tengdar fréttir Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda. 15. desember 2015 22:30 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sauber tekur grimmari nálgun við hönnun 2016 bílsins en liðið gerði með bíl síðasta árs. Liðið þarf að taka stórt skref fram á við segir annar ökumanna liðsins, Felipe Nasr. Nasr náði í 27 af 36 stigum liðsins á síðasta tímabili. Sauber endaði í áttunda sæti í keppni bílasmiða á eftir Toro Rosso og undan McLaren-Honda. Nasr segir að liðið hafi ákveðið að breyta nálgun sinni við þróun bíls næsta árs. Liðið vill hanna bílinn frá grunni frekar en byggja ofan á C34 bílinn sem notaður var 2015. „Hingað til hefur liðið verið mjög raunsætt og allt sem ég hef séð lítur gjörbreytt út,“ sagði Nasr í samtali við Motorsport. „Ef við myndum halda áfram að þróa bílinn frá því í fyrra þá næðum við ekki nema litlum skrefum. Þess vegna ætlum við að leita á ný mið á næsta ári,“ bætti Nasr við. Nasr býst samt ekki við gríðarlegum framförum en ágætis skrefi fram á við. „Ég held að ég búist við skrefi fram á við. Við skiljum að bíllinn þarf að batna, við vitum hvaða veiku bletti bíllinn hefur en það er erfitt að kollvarpa þessu enda með bíl sem vinnur keppnir. Það er ekki að fara að gerast en ég veit við náum framförum,“ sagði Nasr að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda. 15. desember 2015 22:30 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda. 15. desember 2015 22:30
Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30
Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00