Bensínverð 16 krónur í verðstríði í Michigan Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 09:32 Gallonið á bensíni selt á 0,47 dollara. Afar langt er síðan að bensínverð undir einn dollar á gallonið hefur sést á bandarískum bensínstöðvum, en það gerðist í gær. Ástæða þess er verðstríð sem myndast hefur milli bensínstöðva í Michigan ríki. Það hófst með því að ein bensínstöð auglýsti verðið 87 sent á gallonið, en við því var brugðist hjá annarri bensínstöð sem lækkaði verðið í 47 sent, eða 16 krónur á hvern lítra. Þetta verðstríð stóð þó ekki lengi því verðið núna er aftur komið í það sama og fyrir verðstríðið, eða 1,46 dollarar hjá annarri bensínstöðvanna og 1,47 dollara á hinni. Það verð er engu að síður mjög lágt á hérlendan mælikvarða, eða um 50 krónur á hvern lítra. Því lætur nærri að viðskiuptavinir þessara stöðva borgi sama verð fyrir gallonið af bensíni og Íslendingar gera fyrir hvern lítra. Í galloni eru 3,78 lítrar. Verð þessara tveggja stöðva nú er enn umtalsvert lægra en meðaltalið í Michigan fylki, sem er nú 1,72 dollarar á hvert gallon. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent
Afar langt er síðan að bensínverð undir einn dollar á gallonið hefur sést á bandarískum bensínstöðvum, en það gerðist í gær. Ástæða þess er verðstríð sem myndast hefur milli bensínstöðva í Michigan ríki. Það hófst með því að ein bensínstöð auglýsti verðið 87 sent á gallonið, en við því var brugðist hjá annarri bensínstöð sem lækkaði verðið í 47 sent, eða 16 krónur á hvern lítra. Þetta verðstríð stóð þó ekki lengi því verðið núna er aftur komið í það sama og fyrir verðstríðið, eða 1,46 dollarar hjá annarri bensínstöðvanna og 1,47 dollara á hinni. Það verð er engu að síður mjög lágt á hérlendan mælikvarða, eða um 50 krónur á hvern lítra. Því lætur nærri að viðskiuptavinir þessara stöðva borgi sama verð fyrir gallonið af bensíni og Íslendingar gera fyrir hvern lítra. Í galloni eru 3,78 lítrar. Verð þessara tveggja stöðva nú er enn umtalsvert lægra en meðaltalið í Michigan fylki, sem er nú 1,72 dollarar á hvert gallon.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent