Besti vinnustaður Bretlands er hjá Jaguar Land Rover Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2016 13:52 Í verksmiðjum Jaguar Land Rover. Samkvæmt könnun Bloomberg er besti vinnustaðurinn í Bretlandi hjá Jaguar Land Rover. Miðaðist könnunin við vinnustaði með yfir 500 starfsmenn og voru 400 fyrirtæki könnuð. Lyfjafyrirtækið AstraZeneca og lúxusvörukeðjan Harrods reyndust á öðru og þriðja sætinu. Hjá Jaguar Land Rover vinna 35.000 manns í Bretlandi, sem er meginhluti allra starfsmanna fyrirtækisins. Á meðal annarra bílaframleiðenda voru General Motors, sem framleiðir Vauxhall bíla í Bretlandi, í 17. sæti og Rolls Royce og Bentley voru númer 18 og 36. Á síðustu fimm árum hefur Jaguar Land Rover fjölgað í röðum starfsfólks um 20.000 manns og svo virðist sem vel sé að þeim búið þó stækkunin hafi verið ógnar ör. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent
Samkvæmt könnun Bloomberg er besti vinnustaðurinn í Bretlandi hjá Jaguar Land Rover. Miðaðist könnunin við vinnustaði með yfir 500 starfsmenn og voru 400 fyrirtæki könnuð. Lyfjafyrirtækið AstraZeneca og lúxusvörukeðjan Harrods reyndust á öðru og þriðja sætinu. Hjá Jaguar Land Rover vinna 35.000 manns í Bretlandi, sem er meginhluti allra starfsmanna fyrirtækisins. Á meðal annarra bílaframleiðenda voru General Motors, sem framleiðir Vauxhall bíla í Bretlandi, í 17. sæti og Rolls Royce og Bentley voru númer 18 og 36. Á síðustu fimm árum hefur Jaguar Land Rover fjölgað í röðum starfsfólks um 20.000 manns og svo virðist sem vel sé að þeim búið þó stækkunin hafi verið ógnar ör.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent