„Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2016 15:04 Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. Vísir/GVA Rio Tinto Alcan í Straumsvík vinnur nú að því að skoða hvaða áhrif launafrysting sem stjórnendur Rio Tinto kynntu starfsmönnum fyrirtækisins í gær hafa á launadeilu á milli starfsmanna og stjórnenda í Straumsvík. „Við erum bara að meta svona hvaða áhrif þessi ákvörðun hjá Rio Tinto hefur á kjaraviðræðurnar. það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins. „En það er alla vega ljóst að ákvörðunin gildir um þá stjórnendur og sérfræðinga sem starfa samkvæmt einstaklingsbundnum sérsamningum og svo er bara verið að meta hvernig hún sneri kjarasamningana við aðra starfsmenn.“ Ólafur Teitur hafnar því sem Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag um að enginn samningsvilji væri hjá fyrirtækinu. „Við vorum að bjóða hér fyrir áramót tímasett tilboð sem fól í sér mjög miklar launahækkanir og meiri heldur en samið var um á almennum markaði í fyrra,“ segir Ólafur Teitur. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu.“ „Fyrirtækið er að greiða hærri laun en gengur og gerist en er samt að bjóða meiri hækkanir en gengur og gerist. Það er mjög langsótt að túlka það sem svo að það sé ekki samningsvilji,“ segir hann. Ólafur Teitur segir að Rio Tinto hafi einnig slakað á kröfum sínum í viðræðunum í þeirri von um að ná samkomulagi fyrir áramót. „Við slökuðum svo sannarlega á okkar kröfum, þannig að það er algjörlega kristaltært að báðir aðilar gáfu eftir. Við gáfum líka eftir í okkar kröfum til þess að reyna til þrautar að ná samningum áður en okkar góða tilboð rynni út.“Rio Tinto gaf ekki eftir kröfu sína um að fá að bjóða út hluta starfseminnar en það hefur verið helsta deilumálið í samningaviðræðunum. „Ágreiningurinn snerist áfram um það að verkalýðshreyfingin meinar álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Þannig að málið stendur enn á sama stað og það hefur í raun alltaf gert? „Já.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Rio Tinto Alcan í Straumsvík vinnur nú að því að skoða hvaða áhrif launafrysting sem stjórnendur Rio Tinto kynntu starfsmönnum fyrirtækisins í gær hafa á launadeilu á milli starfsmanna og stjórnenda í Straumsvík. „Við erum bara að meta svona hvaða áhrif þessi ákvörðun hjá Rio Tinto hefur á kjaraviðræðurnar. það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins. „En það er alla vega ljóst að ákvörðunin gildir um þá stjórnendur og sérfræðinga sem starfa samkvæmt einstaklingsbundnum sérsamningum og svo er bara verið að meta hvernig hún sneri kjarasamningana við aðra starfsmenn.“ Ólafur Teitur hafnar því sem Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag um að enginn samningsvilji væri hjá fyrirtækinu. „Við vorum að bjóða hér fyrir áramót tímasett tilboð sem fól í sér mjög miklar launahækkanir og meiri heldur en samið var um á almennum markaði í fyrra,“ segir Ólafur Teitur. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu.“ „Fyrirtækið er að greiða hærri laun en gengur og gerist en er samt að bjóða meiri hækkanir en gengur og gerist. Það er mjög langsótt að túlka það sem svo að það sé ekki samningsvilji,“ segir hann. Ólafur Teitur segir að Rio Tinto hafi einnig slakað á kröfum sínum í viðræðunum í þeirri von um að ná samkomulagi fyrir áramót. „Við slökuðum svo sannarlega á okkar kröfum, þannig að það er algjörlega kristaltært að báðir aðilar gáfu eftir. Við gáfum líka eftir í okkar kröfum til þess að reyna til þrautar að ná samningum áður en okkar góða tilboð rynni út.“Rio Tinto gaf ekki eftir kröfu sína um að fá að bjóða út hluta starfseminnar en það hefur verið helsta deilumálið í samningaviðræðunum. „Ágreiningurinn snerist áfram um það að verkalýðshreyfingin meinar álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Þannig að málið stendur enn á sama stað og það hefur í raun alltaf gert? „Já.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43