Toyota lækkar söluáætlanir fyrir Prius Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 14:30 Nýr Toyota Prius er laglegri en forverinn. Lækkandi olíuverð í heiminum öllum hefur minnkað eftirspurn eftir tvinnbílum þar sem kaupendum bíla er slétt sama um eyðslu þeirra og sækja því ekki eins mikið í tvinnbíla og losna með því við þann aukakostnað sem þessi aukabúnaður felur í sér. Fjórða kynslóð Toyota Prius kom á markað í Japan í desember og von er á bílnum á Evrópumarkað sem og til Bandaríkjanna snemma á þessu ári. Í fyrri áætlunum Toyota var gert ráð fyrir að selja 400.000 Prius á ári, en í nýjum áætlunum Toyota er gert ráð fyrir 300-350.000 bílum. Bensín hefur lækkað um nær helming frá miðju ári 2014 í Bandaríkjunum, en þar er stærsti markaðurinn fyrir Toyota Prius. Það hefur orðið til þess að 12% færri Prius bílar seldust þar árið 2015 en árið á undan. Nýr Prius er sagður 20% eyðslugrennri en forverinn og það sama á við mengun hans. Mengun hans fer úr 86 g/km af Co2 í 70 g/km. Eyðslan fer úr 3,9 lítrum í 3,0 lítra. Toyota hefur selt fjórar milljónir Prius bíla frá því hann kom fyrst á markað. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent
Lækkandi olíuverð í heiminum öllum hefur minnkað eftirspurn eftir tvinnbílum þar sem kaupendum bíla er slétt sama um eyðslu þeirra og sækja því ekki eins mikið í tvinnbíla og losna með því við þann aukakostnað sem þessi aukabúnaður felur í sér. Fjórða kynslóð Toyota Prius kom á markað í Japan í desember og von er á bílnum á Evrópumarkað sem og til Bandaríkjanna snemma á þessu ári. Í fyrri áætlunum Toyota var gert ráð fyrir að selja 400.000 Prius á ári, en í nýjum áætlunum Toyota er gert ráð fyrir 300-350.000 bílum. Bensín hefur lækkað um nær helming frá miðju ári 2014 í Bandaríkjunum, en þar er stærsti markaðurinn fyrir Toyota Prius. Það hefur orðið til þess að 12% færri Prius bílar seldust þar árið 2015 en árið á undan. Nýr Prius er sagður 20% eyðslugrennri en forverinn og það sama á við mengun hans. Mengun hans fer úr 86 g/km af Co2 í 70 g/km. Eyðslan fer úr 3,9 lítrum í 3,0 lítra. Toyota hefur selt fjórar milljónir Prius bíla frá því hann kom fyrst á markað.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent