Viðbót, ekki bylting stjórnarmaðurinn skrifar 13. janúar 2016 08:00 Streymiþjónustan Netflix var opnuð á dögunum hér á landi. Þrátt fyrir þetta er Netflix engin nýjung á heimilum landsmanna, en gert er ráð fyrir að 20 til 30 þúsund heimili í landinu hafi áskrift eftir krókaleiðum gegnum Bandaríkin. Áhugavert verður að sjá hvort þessir áskrifendur haldi sig við bandarísku þjónustuna (sem hefur mun meira efnisúrval) eða skipti yfir í þá íslensku. Það er að mörgu leyti aðdáunarverð ákvörðun hjá Netflix að hefja löglega starfsemi á Íslandi, en félagið hefur um árabil haft talsverðar tekjur hér. Sé miðað við að bandaríska Netflix hafi að jafnaði tuttugu þúsund áskrifendur á Íslandi og að hver áskrifandi borgi átta dali á mánuði, gerir það tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala á ári eða u.þ.b. 260 milljónir íslenskra króna. Þetta er hreinn hagnaður. Ekkert starfsmannahald, enginn kostnaður af efniskaupum og enginn skattur, STEF gjöld eða annað í ríkissjóð. Má því lauslega áætla að ríkissjóður hafi orðið af tekjum upp á ríflega 100 milljónir króna á ári vegna starfsemi Netflix í landinu. Mismunandi efnisúrval hjá bandarísku og íslensku þjónustunni skýrist af því að birtingarréttur afþreyingarefnis er seldur svæðisbundið, þ.e.a.s. kaupandi á hverju markaðssvæði fyrir sig kaupir einkarétt á sínu svæði. Netflix hefur ekki keypt efni í miklu magni fyrir Ísland, auk þess sem það efni sem þeir eiga í Bandaríkjunum er oft á tíðum í eigu þeirra aðila sem fyrir eru á íslenska markaðnum. Því er mun meira úrval á bandarísku þjónustunni. Líklegt er að frekar dragi saman með úrvali í Bandaríkjunum og hér á landi, enda hafa stóru kvikmyndaverin á borð við Warner, Fox og fleiri dregið úr viðskiptum sínum við Netflix, aðrir borga betur til lengri tíma. Sumir, eins og HBO, hafa svo alfarið neitað að skipta við Netflix. Svar Netflix hefur verið aukin áhersla á eigin framleiðslu. Þar er oft á ferðinni gæðaefni, en framleiðslugeta Netflix er ekki slík að eigið efni geti komið alfarið í stað efnis frá stúdíórisunum með sína gríðarstóru efnislagera. Netflix hefur einblínt á kaup á þessu gamla efni hingað til. Styrkur Netflix liggur í þeirra eigin efni, annað er oft á tíðum í senn gamalt og sennilega á útleið. Þeir hafa truflað en alls ekki slátrað gamla viðskiptamódelinu úr bransanum. Neytendur geta fagnað tilkomu Netflix sem viðbót á markaðinn, en sjónvarpsfyrirtækin geta sennilega sofið róleg. Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Streymiþjónustan Netflix var opnuð á dögunum hér á landi. Þrátt fyrir þetta er Netflix engin nýjung á heimilum landsmanna, en gert er ráð fyrir að 20 til 30 þúsund heimili í landinu hafi áskrift eftir krókaleiðum gegnum Bandaríkin. Áhugavert verður að sjá hvort þessir áskrifendur haldi sig við bandarísku þjónustuna (sem hefur mun meira efnisúrval) eða skipti yfir í þá íslensku. Það er að mörgu leyti aðdáunarverð ákvörðun hjá Netflix að hefja löglega starfsemi á Íslandi, en félagið hefur um árabil haft talsverðar tekjur hér. Sé miðað við að bandaríska Netflix hafi að jafnaði tuttugu þúsund áskrifendur á Íslandi og að hver áskrifandi borgi átta dali á mánuði, gerir það tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala á ári eða u.þ.b. 260 milljónir íslenskra króna. Þetta er hreinn hagnaður. Ekkert starfsmannahald, enginn kostnaður af efniskaupum og enginn skattur, STEF gjöld eða annað í ríkissjóð. Má því lauslega áætla að ríkissjóður hafi orðið af tekjum upp á ríflega 100 milljónir króna á ári vegna starfsemi Netflix í landinu. Mismunandi efnisúrval hjá bandarísku og íslensku þjónustunni skýrist af því að birtingarréttur afþreyingarefnis er seldur svæðisbundið, þ.e.a.s. kaupandi á hverju markaðssvæði fyrir sig kaupir einkarétt á sínu svæði. Netflix hefur ekki keypt efni í miklu magni fyrir Ísland, auk þess sem það efni sem þeir eiga í Bandaríkjunum er oft á tíðum í eigu þeirra aðila sem fyrir eru á íslenska markaðnum. Því er mun meira úrval á bandarísku þjónustunni. Líklegt er að frekar dragi saman með úrvali í Bandaríkjunum og hér á landi, enda hafa stóru kvikmyndaverin á borð við Warner, Fox og fleiri dregið úr viðskiptum sínum við Netflix, aðrir borga betur til lengri tíma. Sumir, eins og HBO, hafa svo alfarið neitað að skipta við Netflix. Svar Netflix hefur verið aukin áhersla á eigin framleiðslu. Þar er oft á ferðinni gæðaefni, en framleiðslugeta Netflix er ekki slík að eigið efni geti komið alfarið í stað efnis frá stúdíórisunum með sína gríðarstóru efnislagera. Netflix hefur einblínt á kaup á þessu gamla efni hingað til. Styrkur Netflix liggur í þeirra eigin efni, annað er oft á tíðum í senn gamalt og sennilega á útleið. Þeir hafa truflað en alls ekki slátrað gamla viðskiptamódelinu úr bransanum. Neytendur geta fagnað tilkomu Netflix sem viðbót á markaðinn, en sjónvarpsfyrirtækin geta sennilega sofið róleg.
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45