Hæstiréttur tekur sinn tíma í staðfestingu gæsluvarðhalds Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 09:30 Hæstiréttur tekur gæsluvarðhaldsúrskurði fyrir þegar málsaðilar taka þá ákvörðun að áfrýja niðurstöðunni úr héraðsdómi. Vísir/GVA Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá því á fimmtudag á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar en enn liggur ekki fyrir hvort Hæstiréttur hafi tekið úrskurðinn fyrir. Ríkissaksóknari fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald en á upptöku, sem embættið hefur undir höndum, heyrist hann ræða við rannsóknarlögreglumann úr fíkniefnadeild. Í spjalli þeirra á milli er minnst á peningagreiðslur og leikur grunur á að maðurinn hafi greitt lögreglumanninum fyrir aðstoð.Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag.vísir/gvaHvorki verjandi mannsins né ríkissaksóknari höfðu seinni part dags í gær haft neitt veður af því hvort gæsluvarðhaldið hefði verið tekið fyrir í Hæstarétti. Varðhaldið rennur út á föstudag en alla jafna tekur Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurði fyrir fljótlega eftir að þeir eru kveðnir upp í héraði, þ.e. ákveði verjendur að kæra til Hæstaréttar líkt og gert var í þessu tilfelli. Yfirleitt eru úrskurðirnir í kjölfarið birtir á heimasíðu Hæstaréttar. Svo var ekki gert í tilfelli lögreglumannsins, sem sat í einangrun í rúma viku, og má telja ólíklegt að það verði gert í tilfelli þess sem nú er í varðhaldi. Fór ríkissaksóknari fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur í fyrra tilfellinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Má reikna með að sömu rök verði færð fyrir því að úrskurðurinn, sem nú er beðið, verði sömuleiðis ekki birtur. Sá sem í gæsluvarðhaldi situr er góðkunningi fíkniefnalögreglumanna sem hafa haft hann til rannsóknar um árabil. Hann hefur hlotið dóma fyrir bæði fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum en aldrei setið inni. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. 11. janúar 2016 16:08 Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag. 11. janúar 2016 10:56 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá því á fimmtudag á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar en enn liggur ekki fyrir hvort Hæstiréttur hafi tekið úrskurðinn fyrir. Ríkissaksóknari fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald en á upptöku, sem embættið hefur undir höndum, heyrist hann ræða við rannsóknarlögreglumann úr fíkniefnadeild. Í spjalli þeirra á milli er minnst á peningagreiðslur og leikur grunur á að maðurinn hafi greitt lögreglumanninum fyrir aðstoð.Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag.vísir/gvaHvorki verjandi mannsins né ríkissaksóknari höfðu seinni part dags í gær haft neitt veður af því hvort gæsluvarðhaldið hefði verið tekið fyrir í Hæstarétti. Varðhaldið rennur út á föstudag en alla jafna tekur Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurði fyrir fljótlega eftir að þeir eru kveðnir upp í héraði, þ.e. ákveði verjendur að kæra til Hæstaréttar líkt og gert var í þessu tilfelli. Yfirleitt eru úrskurðirnir í kjölfarið birtir á heimasíðu Hæstaréttar. Svo var ekki gert í tilfelli lögreglumannsins, sem sat í einangrun í rúma viku, og má telja ólíklegt að það verði gert í tilfelli þess sem nú er í varðhaldi. Fór ríkissaksóknari fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur í fyrra tilfellinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Má reikna með að sömu rök verði færð fyrir því að úrskurðurinn, sem nú er beðið, verði sömuleiðis ekki birtur. Sá sem í gæsluvarðhaldi situr er góðkunningi fíkniefnalögreglumanna sem hafa haft hann til rannsóknar um árabil. Hann hefur hlotið dóma fyrir bæði fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum en aldrei setið inni.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. 11. janúar 2016 16:08 Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag. 11. janúar 2016 10:56 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. 11. janúar 2016 16:08
Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag. 11. janúar 2016 10:56
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52