Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2016 07:13 Ted Cruz heilsar Chris Christie. Ben Carson er hér til hægri. Vísir/AFP Mótframbjóðendur Donalds Trump, sem eins og hann vilja verða forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, gerðu grín að auðkýfingnum umdeilda í sjónvarpskappræðum á Fox fréttastöðinni í nótt. Trump mætti ekki í þáttinn en hann hafði krafist þess að spyrillinn Megyn Kelly yrði ekki í þættinum, en hann hefur gagnrýnt hana harðlega undanfarin misseri. Ekki var orðið við því og því ákvað Trump, sem mælist með mest fylgi í baráttunni, að sleppa því að mæta. Hann er þekktur fyrir að móðga meðframbjóðendur sína á sviði og því brugðu nokkrir þeirra á það ráð í nótt að móðga aðra frambjóðendur í gríni, með vísun í Trump og fjarveru hans. Trump og stuðningsmenn hans stóðu fyrir kosningafundi í Des Moines í Iowa, skammt frá staðnum þar sem kappræðurnar fóru fram, til heiðurs uppgjafarhermönnum. Forvöl stóru flokkanna tveggja hefjast á mánudaginn þegar kjósendur í Iowa ganga að kjörborðinu. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas sem mælist með næstmest fylgi á meðal frambjóðendanna, byrjaði á því að hæðast í gríni að þeim sem stóðu á sviðinu. „Ég er vitfirringur og allir á þessu sviði eru vitlausir, feitir og ljótir og Ben [Carson], þú ert ömurlegur skurðlæknir,“ sagði Cruz.Jeb Bush gerði sömuleiðis grín að Trump og sagðist sakna hans. Í frétt BBC kemur fram að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, hafi heitið því að loka öllum þeim moskum í landinu sem ýta undir öfgastefnu. Sömuleiðis hét hann því að ógilda kjarnorkusamninginn við Írani á fyrsta degi sínum í stóri forseta, verði hann kjörinn. Baulað var á Cruz þegar hann sakaði spyrla Fox-stöðvarinnar um að hvetja til árása á hann. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Trump og Fox í hár saman Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum. 28. janúar 2016 07:18 Bloomberg íhugar óháð forsetaframboð Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagður tilbúinn að leggja milljarð dollara í framboðið. 23. janúar 2016 22:05 Dró Palin sundur og saman í háði Tina Fey sneri aftur í Saturday Night Live í gærkvöldi þar sem hún brá sér í líki fyrrverandi varaforsetaframbjóðandans Söruh Palin. 24. janúar 2016 17:47 Trump hundsar kappræður Fox og Google Heimtar að Megyn Kelly stýri ekki kappræðnum en Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðenda í beinni. 27. janúar 2016 15:15 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Mótframbjóðendur Donalds Trump, sem eins og hann vilja verða forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, gerðu grín að auðkýfingnum umdeilda í sjónvarpskappræðum á Fox fréttastöðinni í nótt. Trump mætti ekki í þáttinn en hann hafði krafist þess að spyrillinn Megyn Kelly yrði ekki í þættinum, en hann hefur gagnrýnt hana harðlega undanfarin misseri. Ekki var orðið við því og því ákvað Trump, sem mælist með mest fylgi í baráttunni, að sleppa því að mæta. Hann er þekktur fyrir að móðga meðframbjóðendur sína á sviði og því brugðu nokkrir þeirra á það ráð í nótt að móðga aðra frambjóðendur í gríni, með vísun í Trump og fjarveru hans. Trump og stuðningsmenn hans stóðu fyrir kosningafundi í Des Moines í Iowa, skammt frá staðnum þar sem kappræðurnar fóru fram, til heiðurs uppgjafarhermönnum. Forvöl stóru flokkanna tveggja hefjast á mánudaginn þegar kjósendur í Iowa ganga að kjörborðinu. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas sem mælist með næstmest fylgi á meðal frambjóðendanna, byrjaði á því að hæðast í gríni að þeim sem stóðu á sviðinu. „Ég er vitfirringur og allir á þessu sviði eru vitlausir, feitir og ljótir og Ben [Carson], þú ert ömurlegur skurðlæknir,“ sagði Cruz.Jeb Bush gerði sömuleiðis grín að Trump og sagðist sakna hans. Í frétt BBC kemur fram að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, hafi heitið því að loka öllum þeim moskum í landinu sem ýta undir öfgastefnu. Sömuleiðis hét hann því að ógilda kjarnorkusamninginn við Írani á fyrsta degi sínum í stóri forseta, verði hann kjörinn. Baulað var á Cruz þegar hann sakaði spyrla Fox-stöðvarinnar um að hvetja til árása á hann.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Trump og Fox í hár saman Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum. 28. janúar 2016 07:18 Bloomberg íhugar óháð forsetaframboð Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagður tilbúinn að leggja milljarð dollara í framboðið. 23. janúar 2016 22:05 Dró Palin sundur og saman í háði Tina Fey sneri aftur í Saturday Night Live í gærkvöldi þar sem hún brá sér í líki fyrrverandi varaforsetaframbjóðandans Söruh Palin. 24. janúar 2016 17:47 Trump hundsar kappræður Fox og Google Heimtar að Megyn Kelly stýri ekki kappræðnum en Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðenda í beinni. 27. janúar 2016 15:15 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52
Trump og Fox í hár saman Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum. 28. janúar 2016 07:18
Bloomberg íhugar óháð forsetaframboð Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagður tilbúinn að leggja milljarð dollara í framboðið. 23. janúar 2016 22:05
Dró Palin sundur og saman í háði Tina Fey sneri aftur í Saturday Night Live í gærkvöldi þar sem hún brá sér í líki fyrrverandi varaforsetaframbjóðandans Söruh Palin. 24. janúar 2016 17:47
Trump hundsar kappræður Fox og Google Heimtar að Megyn Kelly stýri ekki kappræðnum en Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðenda í beinni. 27. janúar 2016 15:15
Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32