Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2016 19:35 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að það stangist ekki á við sjónarmið um að halda armslengd á milli stjórnmálamanna og Landsbankans, sem er í ríkiseigu, að þingið rannsaki og kalli eftir upplýsingum um söluna á Borgun til einkaaðila. Hann er gestur í nýjasta þætti Stjórnmálavísis þar sem Borgunarmálið er til umræðu. „Ég vil að það verði algjörlega upplýst um atburðarásina í þessu máli. Bæði vegna þess að það þarf auðvitað að grafast fyrir um það að hvaða leiti þarna var um mistök að ræða eða eitthvað misfellt og finna út úr því en líka til þess að passa upp á að við getum lært af því sem aflaga fór við þessa sölu. Árni Páll bendir á að fram undan sé gríðarleg sala ríkiseigna og vísar þar meðal annars til sölu eigna þeirra sem ríkið eignast með samningum við kröfuhafa hinna föllnu banka.Gæta þarf upp á armslengdina Sú staða sem nú er uppi, að ríkið eigi heilan banka og hluti í öðrum, er að margra mati ekki ákjósanleg og hefur verið þverpólitísk samstaða um að halda svokallaðri armslengd á milli stjórnmálanna og Landsbankans. Árni Páll er sammála því en segir það ekki hafa áhrif á það að þingið kalli eftir upplýsingum um ákvarðanir sem nú þegar hafi verið teknar.Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014.Vísir/Ernir„Það þarf að gæta mjög vel að því að það sé ekki verið að brjóta niður armslengdina sem búin var til með stofnun bankasýslunnar, og henni var falið að velja stjórn Landsbankans, en armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi. Og þó að stjórnmálamenn geta ekki haft afskipti - og eigi ekki að hafa afskipti - af ákvörðunum banka áður en þær eru teknar, að þá er það ekki þannig að stjórnmálamenn sem fulltrúar almennings geti ekki kallað eftir upplýsingum eftir á um það sem gert var. Á því er mikill eðlismunur.“ Árni Páll segir að það þurfi að gæta vel að þetta sé ekki misnotað, að stjórnmálamenn gefi bein eða óbein fyrirmæli. „Við viljum ekki endurvekja það kerfi þar sem þeir sem voru í Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki fengu lán í ríkisbönkum, eins og það var hér áratugum saman, og menn fengu gengisyfirfærslu ef þeir voru í réttum flokki,“ segir hann og bætir við: „En við getum heldur ekki búið til einhverja eyðieyju sem bankar fái að starfa á þó þeir séu í opinberi eigu og þeir beri ekki ábyrgð á neinu og geti bara svarað öllum spurningum með hortugheitum.“Eðlilegt að FME skoði málið Bankasýslan hefur kallað eftir svörum og upplýsingum frá Landsbankanum um Borgunarsöluna og fleiri viðskiptum. Árni Páll er ánægður með þá framgöngu stofnunarinnar og segir einboðið að þingið bíði nú eftir að svör berist frá bankanum. Það komi svo í ljós með tímanum hvort þingið þurfi að stíga inn í málið eftir að bankasýslan klári sína athugun. Árni Páll hefur einnig kallað eftir því að Fjármálaeftirlitið rannsaki söluna. Er hann þá að ýja að því að lög hafi verið brotin við söluna á Borgun? „Ég taldi bara eðlilegt að fá svör frá Fjármálaeftirlitinu miðað við þær fréttir sem bárust um þann mikla hagnað sem Borgun væri að fara að fá. Vegna þess að hann auðvitað vekur efasemdir um réttmæti mats á hinum fjárhagslegu hagsmunum sem lágu undir þegar ákvörðun var tekin um söluna,“ segir hann. „Ef þú selur manni eitthvað og hann getur gert úr því gríðarleg verðmæti á skömmum tíma, þá hlýtur maður að spyrja sig: „Máttir þú ekki sjá það fyrir sem seljandi?“ Og það er held ég fyrst og fremst það sem ég tel að Fjármálaeftirlitið þyrfti að horfa til.“Bankinn fór ekki með Borgunarhlutina í útboðsferli og hefur það sætt gagnrýni.vísir/pjeturÁrni Páll segir að ekki hafi heyrst neitt frá eftirlitinu og að það sé auðvitað svo að stjórnmálamenn segi því ekki til; eftirlitið sé sjálfstætt í sínum störfum.Ríkið á ekki að gera hvað sem er En hvað með siðferði, er ekki álitamál að fyrirtæki ríkisins séu milliliður í viðskiptum með lyf, fjárhættuspil og klám í gegnum netið? „Jú vissulega, og bara eðlilegt að það sé þá upplýst að hvaða leyti hagnaður Borgunar er til kominn af svona viðskiptum, og að hvað leyti bankinn var upplýstur um það í upphafi. Vandinn við skýringarnar sem við fengum fá frá Landsbankanum var sá að það stóð ekki steinn yfir steini, það var alltaf verið að fara úr einu vígi í annað,“ segir hann. Fyrstu skýringar hafi verið að Samkeppniseftirlitið hafi þrýst á bankann að selja, sem eftirlitið bar til baka, síðan hafi bankinn sagst ekki hafa vitað af yfirtöku Visa International á Visa Europe, en það hafi hins vegar legið fyrir í opinberum gögnum allt frá árinu 2007. „Svörin hafa alltaf breyst og það er það sem auðvitað skiptir svo miklu máli er að grafast fyrir um það hvernig þetta gerðist, hvernig menn tóku þessa ákvörðun,“ segir hann. „Það hefur mikið skort á gagnsæi í þessu ferli. Það var kolröng ákvörðun, sem að þó bankinn varði í upphafi á hæl og hnakka, að bjóða þetta ekki út. Við þurfum að læra af því.“ Árni Páll leggur mikla áherslu á að nota Borgunarmálið til að fyrirbyggja mistök eða óvönduð vinnubrögð við sölu ríkiseigna á næstunni. „Við verðum að búa til ábyrgðarkúltúr gagnvart því. Að láta þá vita sem munu fara með þa sölu að með þeim sé fylgst og að það sé gerð krafa um ríka ábyrgð og samkeppni um verðmætustu eignirnar,“ segir hann og bendir á að í frumvarpi sem nú liggi fyrir í þinginu sé einstökum starfsmönnum sé heimilt að selja eignir fyrir allt að einn milljarð án þess að spyrja sérstaklega um það.Stjórnmálavísir er nýr þáttur hér á Vísi. Fjallað er um málefni líðandi stundar og rætt við stjórnmálamennina sem taka ákvarðanir um stefnu þjóðarinnar. Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að það stangist ekki á við sjónarmið um að halda armslengd á milli stjórnmálamanna og Landsbankans, sem er í ríkiseigu, að þingið rannsaki og kalli eftir upplýsingum um söluna á Borgun til einkaaðila. Hann er gestur í nýjasta þætti Stjórnmálavísis þar sem Borgunarmálið er til umræðu. „Ég vil að það verði algjörlega upplýst um atburðarásina í þessu máli. Bæði vegna þess að það þarf auðvitað að grafast fyrir um það að hvaða leiti þarna var um mistök að ræða eða eitthvað misfellt og finna út úr því en líka til þess að passa upp á að við getum lært af því sem aflaga fór við þessa sölu. Árni Páll bendir á að fram undan sé gríðarleg sala ríkiseigna og vísar þar meðal annars til sölu eigna þeirra sem ríkið eignast með samningum við kröfuhafa hinna föllnu banka.Gæta þarf upp á armslengdina Sú staða sem nú er uppi, að ríkið eigi heilan banka og hluti í öðrum, er að margra mati ekki ákjósanleg og hefur verið þverpólitísk samstaða um að halda svokallaðri armslengd á milli stjórnmálanna og Landsbankans. Árni Páll er sammála því en segir það ekki hafa áhrif á það að þingið kalli eftir upplýsingum um ákvarðanir sem nú þegar hafi verið teknar.Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014.Vísir/Ernir„Það þarf að gæta mjög vel að því að það sé ekki verið að brjóta niður armslengdina sem búin var til með stofnun bankasýslunnar, og henni var falið að velja stjórn Landsbankans, en armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi. Og þó að stjórnmálamenn geta ekki haft afskipti - og eigi ekki að hafa afskipti - af ákvörðunum banka áður en þær eru teknar, að þá er það ekki þannig að stjórnmálamenn sem fulltrúar almennings geti ekki kallað eftir upplýsingum eftir á um það sem gert var. Á því er mikill eðlismunur.“ Árni Páll segir að það þurfi að gæta vel að þetta sé ekki misnotað, að stjórnmálamenn gefi bein eða óbein fyrirmæli. „Við viljum ekki endurvekja það kerfi þar sem þeir sem voru í Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki fengu lán í ríkisbönkum, eins og það var hér áratugum saman, og menn fengu gengisyfirfærslu ef þeir voru í réttum flokki,“ segir hann og bætir við: „En við getum heldur ekki búið til einhverja eyðieyju sem bankar fái að starfa á þó þeir séu í opinberi eigu og þeir beri ekki ábyrgð á neinu og geti bara svarað öllum spurningum með hortugheitum.“Eðlilegt að FME skoði málið Bankasýslan hefur kallað eftir svörum og upplýsingum frá Landsbankanum um Borgunarsöluna og fleiri viðskiptum. Árni Páll er ánægður með þá framgöngu stofnunarinnar og segir einboðið að þingið bíði nú eftir að svör berist frá bankanum. Það komi svo í ljós með tímanum hvort þingið þurfi að stíga inn í málið eftir að bankasýslan klári sína athugun. Árni Páll hefur einnig kallað eftir því að Fjármálaeftirlitið rannsaki söluna. Er hann þá að ýja að því að lög hafi verið brotin við söluna á Borgun? „Ég taldi bara eðlilegt að fá svör frá Fjármálaeftirlitinu miðað við þær fréttir sem bárust um þann mikla hagnað sem Borgun væri að fara að fá. Vegna þess að hann auðvitað vekur efasemdir um réttmæti mats á hinum fjárhagslegu hagsmunum sem lágu undir þegar ákvörðun var tekin um söluna,“ segir hann. „Ef þú selur manni eitthvað og hann getur gert úr því gríðarleg verðmæti á skömmum tíma, þá hlýtur maður að spyrja sig: „Máttir þú ekki sjá það fyrir sem seljandi?“ Og það er held ég fyrst og fremst það sem ég tel að Fjármálaeftirlitið þyrfti að horfa til.“Bankinn fór ekki með Borgunarhlutina í útboðsferli og hefur það sætt gagnrýni.vísir/pjeturÁrni Páll segir að ekki hafi heyrst neitt frá eftirlitinu og að það sé auðvitað svo að stjórnmálamenn segi því ekki til; eftirlitið sé sjálfstætt í sínum störfum.Ríkið á ekki að gera hvað sem er En hvað með siðferði, er ekki álitamál að fyrirtæki ríkisins séu milliliður í viðskiptum með lyf, fjárhættuspil og klám í gegnum netið? „Jú vissulega, og bara eðlilegt að það sé þá upplýst að hvaða leyti hagnaður Borgunar er til kominn af svona viðskiptum, og að hvað leyti bankinn var upplýstur um það í upphafi. Vandinn við skýringarnar sem við fengum fá frá Landsbankanum var sá að það stóð ekki steinn yfir steini, það var alltaf verið að fara úr einu vígi í annað,“ segir hann. Fyrstu skýringar hafi verið að Samkeppniseftirlitið hafi þrýst á bankann að selja, sem eftirlitið bar til baka, síðan hafi bankinn sagst ekki hafa vitað af yfirtöku Visa International á Visa Europe, en það hafi hins vegar legið fyrir í opinberum gögnum allt frá árinu 2007. „Svörin hafa alltaf breyst og það er það sem auðvitað skiptir svo miklu máli er að grafast fyrir um það hvernig þetta gerðist, hvernig menn tóku þessa ákvörðun,“ segir hann. „Það hefur mikið skort á gagnsæi í þessu ferli. Það var kolröng ákvörðun, sem að þó bankinn varði í upphafi á hæl og hnakka, að bjóða þetta ekki út. Við þurfum að læra af því.“ Árni Páll leggur mikla áherslu á að nota Borgunarmálið til að fyrirbyggja mistök eða óvönduð vinnubrögð við sölu ríkiseigna á næstunni. „Við verðum að búa til ábyrgðarkúltúr gagnvart því. Að láta þá vita sem munu fara með þa sölu að með þeim sé fylgst og að það sé gerð krafa um ríka ábyrgð og samkeppni um verðmætustu eignirnar,“ segir hann og bendir á að í frumvarpi sem nú liggi fyrir í þinginu sé einstökum starfsmönnum sé heimilt að selja eignir fyrir allt að einn milljarð án þess að spyrja sérstaklega um það.Stjórnmálavísir er nýr þáttur hér á Vísi. Fjallað er um málefni líðandi stundar og rætt við stjórnmálamennina sem taka ákvarðanir um stefnu þjóðarinnar.
Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent