Toyota selur áfram mest Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Toyota RAV4 Hybrid á bílasýningunni í Frankfurt í Þýskalandi. vísir/EPA Toyota er áfram stærsti bílaframleiðandi í heimi fjórða árið í röð, að því er BBC greinir frá. Fyrirtækið seldi 10,15 milljónir bíla árið 2015. Það var rétt umfram væntingar, en minna en árið áður þegar fyrirtækið seldi 10,23 milljónir bíla. Í öðru sæti er Volkswagen með 9,93 milljónir seldra ökutækja og General Motors er í þriðja sæti með 9,8 milljónir seldra bíla. BBC segir að bílaviðskipti hafi dregist saman á mörgum stöðum, líkt og í Bandaríkjunum og Japan, en einnig í mörgum nýmarkaðsríkjum. Volkswagen hafði verið á toppnum á fyrri helmingi síðasta árs, áður en dísilhneykslið kom upp. Toyota hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist kaupa Daihatsu-verksmiðjurnar, en fyrirtækið á 51,2 prósenta hlut í þeim. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Toyota er áfram stærsti bílaframleiðandi í heimi fjórða árið í röð, að því er BBC greinir frá. Fyrirtækið seldi 10,15 milljónir bíla árið 2015. Það var rétt umfram væntingar, en minna en árið áður þegar fyrirtækið seldi 10,23 milljónir bíla. Í öðru sæti er Volkswagen með 9,93 milljónir seldra ökutækja og General Motors er í þriðja sæti með 9,8 milljónir seldra bíla. BBC segir að bílaviðskipti hafi dregist saman á mörgum stöðum, líkt og í Bandaríkjunum og Japan, en einnig í mörgum nýmarkaðsríkjum. Volkswagen hafði verið á toppnum á fyrri helmingi síðasta árs, áður en dísilhneykslið kom upp. Toyota hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist kaupa Daihatsu-verksmiðjurnar, en fyrirtækið á 51,2 prósenta hlut í þeim.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent