Standardinn hár í Got Talent á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. janúar 2016 09:00 Andrew Wightman hefur komið víða við en kann sérlega vel við sig á Íslandi. Mér þykir mjög vænt um Ísland, þetta land á sérstakan stað í hjarta mér,“ segir Andrew Wightman en hann er executive producer eða framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Global Entertainment at FremantleMedia, sem er fyrirtækið sem stendur á bak við framleiðslu Got Talent þáttanna um heim allan. Andrew hefur ferðast um heiminn og unnið við að aðstoða þá aðila sem standa á bak við Got Talent þættina í hinum ýmsu löndum en þættirnir eru framleiddir í 69 löndum. Hann fer því og veitir aðstandendum þátttanna í hverju landi ráðgjöf og sér til þess að allt fari rétt fram. „Á síðasta ári fór ég til 45 eða 50 landa til þess að aðstoða, veita ráðgjöf og sjá til þess að allt fari rétt fram. Þetta er auðvitað misjafnt á milli landa. Sum lönd sérhæfa sig frekar í einhverju ákveðnu og svo skiptir líka máli hvort það eru aðrar keppnir í landinu. Ef landið hefur ekki söngvakeppnir eins og The Voice til dæmis þá getum við haft fleiri söngvara í Got Talent þáttunum í því landi og þess háttar,“ segir Andrew, spurður út í muninn á milli landanna.Wightman leist ekki á blikuna þegar hann heyrði að Gauti væri rappari, en varð fljótlega yfir sig ánægður með kappann.vísir/vilhelmHár standard á Íslandi Andrew hefur sinnt starfinu í rúm átta ár og fer hann fögrum orðum um íslensku Got Talent þættina. Hann segir standardinn háan hér á landi og þá sérstaklega þegar tekið er með í reikninginn hve fámenn þjóð Ísland er. „Standardinn er mjög hár á Íslandi. Þetta er mjög fámenn þjóð og mér finnst Íslendingar líka vera einstaklega móttækileg þjóð, þar er fólk ekki að baula hvert á annað og allir fá séns á að tjá sig.“ Ísland er jafnframt minnsta þjóðina sem Andrew hefur aðstoðað við uppsetningu Got Talent. Alls hefur hann komið hingað til lands sex sinnum, tvisvar í frí og fjórum sinnum í vinnuferðir. Hann hefur tvisvar komið til landsins í tengslum við nýjustu þáttaröðina, á undirbúningstímabilinu og svo í fyrstu áheyrnarprufurnar. Rapparinn Emmsjé Gauti sem er kynnir í nýjustu þáttaröðinni heillaði Andrew upp úr skónum. „Ég var sérstaklega hrifinn af nýja kynninum. Fyrst var ég bara, guð minn góður, þetta er rappari! Þetta mun ekki ganga, en svo kom í ljós að hann er algjör toppmaður. Hann nær að tengjast fólkinu og keppendum mjög fljótt og er góður hlustandi,“ segir Andrew alsæll með Emmsjé Gauta.Sérfræðingar á sínu sviði Nýir einstaklingar hafa eins og flestir vita tyllt sér í dómarasætin. Spurður út í hvort hann og hans fólk þurfi að samþykkja dómarana hefur Andrew þetta að segja: „Við þurfum að samþykkja dómarana. Það væri hrokafullt að mér að segja að við þekkjum Íslendinga það vel, að við vitum og ættum að velja hverjir séu bestir í dómarasætið. En það sem við skoðum og metum er reynsla dómaranna og við viljum að þeir séu sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum að almenningur geti hugsað með sér, ég skil af hverju hann eða hún er dómari. Fólk með misjafna reynslu og skoðanir, sem er hreinskilið og segir það sem því finnst, er gott í sjónvarpið,“ útskýrir Andrew.Vill sjá norðurljósin Hann kemur aftur til landsins þegar beinar útsendingar hefjast á þáttunum og hlakkar til að koma aftur. „Ég hlakka til að koma aftur og vonast til að sjá norðurljósin næst þegar ég kem,“ bætir Andrew við og hlær. Got Talent hóf göngu sína árið 2005 í Bretlandi og var þátturinn þá meira hugsaður sem skemmtiþáttur heldur en keppni. Svo fór þátturinn til Bandaríkjanna og varð geysivinsæll og hefur farið sigurför um heiminn síðan. Þriðja serían af Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn kemur. Ísland Got Talent Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Mér þykir mjög vænt um Ísland, þetta land á sérstakan stað í hjarta mér,“ segir Andrew Wightman en hann er executive producer eða framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Global Entertainment at FremantleMedia, sem er fyrirtækið sem stendur á bak við framleiðslu Got Talent þáttanna um heim allan. Andrew hefur ferðast um heiminn og unnið við að aðstoða þá aðila sem standa á bak við Got Talent þættina í hinum ýmsu löndum en þættirnir eru framleiddir í 69 löndum. Hann fer því og veitir aðstandendum þátttanna í hverju landi ráðgjöf og sér til þess að allt fari rétt fram. „Á síðasta ári fór ég til 45 eða 50 landa til þess að aðstoða, veita ráðgjöf og sjá til þess að allt fari rétt fram. Þetta er auðvitað misjafnt á milli landa. Sum lönd sérhæfa sig frekar í einhverju ákveðnu og svo skiptir líka máli hvort það eru aðrar keppnir í landinu. Ef landið hefur ekki söngvakeppnir eins og The Voice til dæmis þá getum við haft fleiri söngvara í Got Talent þáttunum í því landi og þess háttar,“ segir Andrew, spurður út í muninn á milli landanna.Wightman leist ekki á blikuna þegar hann heyrði að Gauti væri rappari, en varð fljótlega yfir sig ánægður með kappann.vísir/vilhelmHár standard á Íslandi Andrew hefur sinnt starfinu í rúm átta ár og fer hann fögrum orðum um íslensku Got Talent þættina. Hann segir standardinn háan hér á landi og þá sérstaklega þegar tekið er með í reikninginn hve fámenn þjóð Ísland er. „Standardinn er mjög hár á Íslandi. Þetta er mjög fámenn þjóð og mér finnst Íslendingar líka vera einstaklega móttækileg þjóð, þar er fólk ekki að baula hvert á annað og allir fá séns á að tjá sig.“ Ísland er jafnframt minnsta þjóðina sem Andrew hefur aðstoðað við uppsetningu Got Talent. Alls hefur hann komið hingað til lands sex sinnum, tvisvar í frí og fjórum sinnum í vinnuferðir. Hann hefur tvisvar komið til landsins í tengslum við nýjustu þáttaröðina, á undirbúningstímabilinu og svo í fyrstu áheyrnarprufurnar. Rapparinn Emmsjé Gauti sem er kynnir í nýjustu þáttaröðinni heillaði Andrew upp úr skónum. „Ég var sérstaklega hrifinn af nýja kynninum. Fyrst var ég bara, guð minn góður, þetta er rappari! Þetta mun ekki ganga, en svo kom í ljós að hann er algjör toppmaður. Hann nær að tengjast fólkinu og keppendum mjög fljótt og er góður hlustandi,“ segir Andrew alsæll með Emmsjé Gauta.Sérfræðingar á sínu sviði Nýir einstaklingar hafa eins og flestir vita tyllt sér í dómarasætin. Spurður út í hvort hann og hans fólk þurfi að samþykkja dómarana hefur Andrew þetta að segja: „Við þurfum að samþykkja dómarana. Það væri hrokafullt að mér að segja að við þekkjum Íslendinga það vel, að við vitum og ættum að velja hverjir séu bestir í dómarasætið. En það sem við skoðum og metum er reynsla dómaranna og við viljum að þeir séu sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum að almenningur geti hugsað með sér, ég skil af hverju hann eða hún er dómari. Fólk með misjafna reynslu og skoðanir, sem er hreinskilið og segir það sem því finnst, er gott í sjónvarpið,“ útskýrir Andrew.Vill sjá norðurljósin Hann kemur aftur til landsins þegar beinar útsendingar hefjast á þáttunum og hlakkar til að koma aftur. „Ég hlakka til að koma aftur og vonast til að sjá norðurljósin næst þegar ég kem,“ bætir Andrew við og hlær. Got Talent hóf göngu sína árið 2005 í Bretlandi og var þátturinn þá meira hugsaður sem skemmtiþáttur heldur en keppni. Svo fór þátturinn til Bandaríkjanna og varð geysivinsæll og hefur farið sigurför um heiminn síðan. Þriðja serían af Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn kemur.
Ísland Got Talent Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira