"Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2016 17:47 Ásmundur vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. vísir/pjetur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir tíma til kominn að endurskoða þær reglur sem gilda um úthlutun listamannalauna. Hann lýsir þungum áhyggjum af þróun úthlutunarinnar undanfarin ár og leggur til að Alþingi fái úthlutunarvaldið. Listamenn og samtök þeirra hafi með vinnubrögðum sínum fyrirgert rétti sínum til að þeim sé treystandi til að sjá um úthlutun listamannalauna. „Það er eðlilegt að þjóðin ræði hvernig staðið er að úthlutun listamannalauna. Er það til dæmis eðlilegt að stjórn Rithöfundasambandsins velji úthlutunarnefndina og síðan úthlutar sú stjórn allri sitjandi stjórn Rithöfundasambandsins listamannalaunum til tólf mánaða? Þannig hefur það verið jafnvel árum saman. Er eitthvað eðlilegt við það?,“ sagði hann á Alþingi í dag. „Er það að sama skapi eðlilegt að Listaháskólinn skipi fulltrúa í úthlutunarnefnd og ár eftir ár eru kennarar skólans á listamannalaunum. Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum. Eigum við ekki að breyta því saman, er ekki kominn tími til þess?“Þjóðin á rétt á opinberum rökstuðningi Ásmundur sagði listamenn verða að þola þegar rætt sé um þeirra mál, sem séu í algjörum molum. Ekki sé boðlegt hvernig rithöfundar og fagfélag þeirra skipi sjálft sitt fólk í úthlutunarnefndir. Hann furðaði sig á því að rökstuðningur um úthlutun launanna sé ekki gerður opinber. „Dæmi hafa verið nefnd í umræðunni af rithöfundi sem hefur þegið listamannalaun síðastliðin níu ár hafi skilað litlu meira en einum bókatitli á þeim tíma. Þá hefur stjórnarformaður listamannalauna, Bryndís Loftsdóttir, lýst því yfir opinberlega að listamannalaun séu verkefnatengd laun sem nefndin þarf að rökstyðja en ekki opinberlega. Er ekki rétt að umsóknir listamanna og afrakstur styrkja þeirra verði gerður opinber svo ekkert fari á milli mála fyrir hvað styrkurinn stendur? Þjóðin á rétt á því.“Klíkuskap beitt Hann sagði óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalauna til listamanna, sem síðar, líkt og dæmi sanni „beita klíkuskap og ógagnsæjum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn“. Listamenn í þessu skjóli dafni við lítil afköst, skili litlu en séu samt á launum saman. „Það getur ekki verið hugsun laganna að slíkt sé látið viðgangast. Listamenn og samtök þeirra hafa með vinnubrögðum sínum fyrirgert rétti sínum til að þeim sé treystandi til að sjá um úthlutun launanna. Þá eru listamenn sem halda því fram að hreinar pólitískar ástæður séu fyrir því að sömu listamönnum er haldið frá úthlutun listamannalauna árum og áratugum saman eins og dæmin sanna,“ sagði Ásmundur. Hann lagði til að tekjutengja úthlutun listamannalauna, þannig að þeir listamenn sem búa við góða afkomu af list sinni fái annars konar viðurkenningu frá þjóðinni. Þá telur hann rétt að sjónum verði í meiri mæli beint til ungra og efnilegra listamanna sem ekki hafi sterkt fjárhagslegt bakland og nýkomnir úr námi, sem og að tengja listamannalaun meira við ákveðin verkefni.Fundar með stjórn listamannalauna Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þakkaði Ásmundi fyrir umræðuna og sagði ekki vanþörf á því að ræða listamannalaunin. Hann hyggst funda með stjórn listamannalauna á næstunni. „Ég hef nú þegar átt samtal við formann stjórnarinnar og ég hyggst, þegar tími gefst, að eiga fund með stjórninni. Ég hef áður fundað með stjórninni, stjórn listamannalauna, en sé ástæðu til þess í ljósi þessarar umræðu að eiga fund við fyrsta tækifæri,“ sagði Illugi. Listamannalaun Tengdar fréttir Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Helgi Ingólfsson rithöfundur segir spurningar sínar hunsaðar af stjórn Rithöfundasambandsins. 25. janúar 2016 12:21 Meirihluti landsmanna fylgjandi listamannalaunum 53,2 prósent aðspurðra segjast fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8 prósent segjast því andvíg. 27. janúar 2016 09:47 Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum Fyrirsögn Vísis á föstudag var röng. 20. janúar 2016 11:00 Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03 Formaður SUS og leikhúsgagnrýnandi takast á um listamannalaun Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og Sigríður Jónsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Fréttablaðsins eru á öndverðum meiði. 23. janúar 2016 10:30 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir tíma til kominn að endurskoða þær reglur sem gilda um úthlutun listamannalauna. Hann lýsir þungum áhyggjum af þróun úthlutunarinnar undanfarin ár og leggur til að Alþingi fái úthlutunarvaldið. Listamenn og samtök þeirra hafi með vinnubrögðum sínum fyrirgert rétti sínum til að þeim sé treystandi til að sjá um úthlutun listamannalauna. „Það er eðlilegt að þjóðin ræði hvernig staðið er að úthlutun listamannalauna. Er það til dæmis eðlilegt að stjórn Rithöfundasambandsins velji úthlutunarnefndina og síðan úthlutar sú stjórn allri sitjandi stjórn Rithöfundasambandsins listamannalaunum til tólf mánaða? Þannig hefur það verið jafnvel árum saman. Er eitthvað eðlilegt við það?,“ sagði hann á Alþingi í dag. „Er það að sama skapi eðlilegt að Listaháskólinn skipi fulltrúa í úthlutunarnefnd og ár eftir ár eru kennarar skólans á listamannalaunum. Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum. Eigum við ekki að breyta því saman, er ekki kominn tími til þess?“Þjóðin á rétt á opinberum rökstuðningi Ásmundur sagði listamenn verða að þola þegar rætt sé um þeirra mál, sem séu í algjörum molum. Ekki sé boðlegt hvernig rithöfundar og fagfélag þeirra skipi sjálft sitt fólk í úthlutunarnefndir. Hann furðaði sig á því að rökstuðningur um úthlutun launanna sé ekki gerður opinber. „Dæmi hafa verið nefnd í umræðunni af rithöfundi sem hefur þegið listamannalaun síðastliðin níu ár hafi skilað litlu meira en einum bókatitli á þeim tíma. Þá hefur stjórnarformaður listamannalauna, Bryndís Loftsdóttir, lýst því yfir opinberlega að listamannalaun séu verkefnatengd laun sem nefndin þarf að rökstyðja en ekki opinberlega. Er ekki rétt að umsóknir listamanna og afrakstur styrkja þeirra verði gerður opinber svo ekkert fari á milli mála fyrir hvað styrkurinn stendur? Þjóðin á rétt á því.“Klíkuskap beitt Hann sagði óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalauna til listamanna, sem síðar, líkt og dæmi sanni „beita klíkuskap og ógagnsæjum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn“. Listamenn í þessu skjóli dafni við lítil afköst, skili litlu en séu samt á launum saman. „Það getur ekki verið hugsun laganna að slíkt sé látið viðgangast. Listamenn og samtök þeirra hafa með vinnubrögðum sínum fyrirgert rétti sínum til að þeim sé treystandi til að sjá um úthlutun launanna. Þá eru listamenn sem halda því fram að hreinar pólitískar ástæður séu fyrir því að sömu listamönnum er haldið frá úthlutun listamannalauna árum og áratugum saman eins og dæmin sanna,“ sagði Ásmundur. Hann lagði til að tekjutengja úthlutun listamannalauna, þannig að þeir listamenn sem búa við góða afkomu af list sinni fái annars konar viðurkenningu frá þjóðinni. Þá telur hann rétt að sjónum verði í meiri mæli beint til ungra og efnilegra listamanna sem ekki hafi sterkt fjárhagslegt bakland og nýkomnir úr námi, sem og að tengja listamannalaun meira við ákveðin verkefni.Fundar með stjórn listamannalauna Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þakkaði Ásmundi fyrir umræðuna og sagði ekki vanþörf á því að ræða listamannalaunin. Hann hyggst funda með stjórn listamannalauna á næstunni. „Ég hef nú þegar átt samtal við formann stjórnarinnar og ég hyggst, þegar tími gefst, að eiga fund með stjórninni. Ég hef áður fundað með stjórninni, stjórn listamannalauna, en sé ástæðu til þess í ljósi þessarar umræðu að eiga fund við fyrsta tækifæri,“ sagði Illugi.
Listamannalaun Tengdar fréttir Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Helgi Ingólfsson rithöfundur segir spurningar sínar hunsaðar af stjórn Rithöfundasambandsins. 25. janúar 2016 12:21 Meirihluti landsmanna fylgjandi listamannalaunum 53,2 prósent aðspurðra segjast fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8 prósent segjast því andvíg. 27. janúar 2016 09:47 Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum Fyrirsögn Vísis á föstudag var röng. 20. janúar 2016 11:00 Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03 Formaður SUS og leikhúsgagnrýnandi takast á um listamannalaun Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og Sigríður Jónsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Fréttablaðsins eru á öndverðum meiði. 23. janúar 2016 10:30 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00
Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Helgi Ingólfsson rithöfundur segir spurningar sínar hunsaðar af stjórn Rithöfundasambandsins. 25. janúar 2016 12:21
Meirihluti landsmanna fylgjandi listamannalaunum 53,2 prósent aðspurðra segjast fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8 prósent segjast því andvíg. 27. janúar 2016 09:47
Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum Fyrirsögn Vísis á föstudag var röng. 20. janúar 2016 11:00
Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03
Formaður SUS og leikhúsgagnrýnandi takast á um listamannalaun Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og Sigríður Jónsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Fréttablaðsins eru á öndverðum meiði. 23. janúar 2016 10:30
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11