Bankaráðsmenn axli ábyrgð Höskuldur Kári Schram skrifar 27. janúar 2016 18:45 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir einboðið að bankaráðsmenn Landsbankans axli ábyrgð í Borgunarmálinu hafi bankinn gerst sekur um að ganga gegn eigendastefnu ríkisins. Bankasýslan hefur formlega óskað eftir svörum frá Landsbankanum vegna málsins. Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins og Lárus Blöndal stjórnarformaður mættu á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að ræða sölu Landsbankans á rúmlega þrjátíu prósenta hlut í Borgun. Bankasýslan óskaði í gær eftir svörum frá Landsbankanum vegna málsins. Meðal annars hvernig var staðið að sölunni og hvernig bankinn lagði mat á verðmæti fyrirtækisins. „Hitt skiptir mjög miklu máli líka að við erum með þennan banka í söluferli. Það er mjög óheppilegt að það komi upp svona mál þegar söluferlið er í undirbúningi og þess vegna göngum við svolítið langt í kröfum um upplýsingagjöf og meðal annars óskum eftir upplýsingum allt til ársins 2009 þannig að við getum alveg sannfært okkur um að það sé allt í lagi í bankanum og rétt staðið að málum," segir Lárus Blöndal formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan skipar fulltrúa í bankaráð Landsbankans og getur skipt þeim út ef hún telur að þeir séu ekki að fara eftir eigendastefnu ríkisins. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir að bankaráðsmenn beri þannig endanlega ábyrgð á málinu. "Bankaráðsmennirnir eiga að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins. Það er sú leið sem að við höfum í þessu máli. Ef eitthvað hefur misfarist í þessu máli eða öðrum þá eðli málsins samkvæmt þurfa bankaráðsmenn að bera þá ábyrgð," segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Borgunarmálið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir einboðið að bankaráðsmenn Landsbankans axli ábyrgð í Borgunarmálinu hafi bankinn gerst sekur um að ganga gegn eigendastefnu ríkisins. Bankasýslan hefur formlega óskað eftir svörum frá Landsbankanum vegna málsins. Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins og Lárus Blöndal stjórnarformaður mættu á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að ræða sölu Landsbankans á rúmlega þrjátíu prósenta hlut í Borgun. Bankasýslan óskaði í gær eftir svörum frá Landsbankanum vegna málsins. Meðal annars hvernig var staðið að sölunni og hvernig bankinn lagði mat á verðmæti fyrirtækisins. „Hitt skiptir mjög miklu máli líka að við erum með þennan banka í söluferli. Það er mjög óheppilegt að það komi upp svona mál þegar söluferlið er í undirbúningi og þess vegna göngum við svolítið langt í kröfum um upplýsingagjöf og meðal annars óskum eftir upplýsingum allt til ársins 2009 þannig að við getum alveg sannfært okkur um að það sé allt í lagi í bankanum og rétt staðið að málum," segir Lárus Blöndal formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan skipar fulltrúa í bankaráð Landsbankans og getur skipt þeim út ef hún telur að þeir séu ekki að fara eftir eigendastefnu ríkisins. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir að bankaráðsmenn beri þannig endanlega ábyrgð á málinu. "Bankaráðsmennirnir eiga að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins. Það er sú leið sem að við höfum í þessu máli. Ef eitthvað hefur misfarist í þessu máli eða öðrum þá eðli málsins samkvæmt þurfa bankaráðsmenn að bera þá ábyrgð," segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.
Borgunarmálið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira