Ríkið vill svipta flugvirkja Samgöngustofu samningsréttinum Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2016 18:40 Ríkið vill svipta flugvirkja hjá Samgöngustofu, sem verið hafa í verkfalli í hálfan mánuð, verkfallsréttinum. Þeir hafa verið samningslausir í 27 ár og krefjast engra launahækkana. Ekkert eftirlit er með íslenskri flugstarfsemi í verkfallinu sem getur haft áhrif á stöðu hennar samkvæmt alþjóðasamningum. Flugvirkjar hjá Samgöngustofu hafa verið án kjarasamnings í 27 ár en fyrir 24 árum úrskurðaði félagsdómur að ríkinu bæri að gera við þá kjarasamning. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Rúnar Sighvatsson flugvirki, sem situr í samninganefnd, segir að Flugmálastjórn, forveri Samgöngustofu, hafi samþykkt á sínum tíma að greiða flugvirkjunum sambærileg laun og aðrir flugvirkjar hjá ríkinu, sem starfa hjá Landhelgisgæslunni, hafa. „Sá samningur var gerður árið 1997 og hefur verið í gildi í 19 ár. Þeim samningi hefur ríkið nú sagt upp. Þannig að við erum bæði launasamningslausir við ríkið og kjarasamningslausir,“ segir Rúnar.Hver er ykkar meginkrafa?„Að fá kjarasamning við ríkið í kring um þau kaup og kjör sem við erum þegar með í dag. En það þarf að útlista önnur atriði en bara launin í kjarasamningnum.Það er okkar krafa,“ segir Rúnar. Hann og félagar hans séu því ekki að fara fram á neina launahækkun.Verkfall flugvirkja hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar.Vísir/GVAEn á þessa kröfu hlustar ríkið ekki og hefur nú einhliða ákveðið að lækka laun flugvirkjana og setja þá frá og með 15. febrúar næst komandi á lista yfir hópa sem mega ekki fara í verkfall. En yfirstandandi verkfall hefur staðið frá 11. janúar án eiginlegra samningafunda.Launalausir í verkfallinu„Við munum vera í verkfalli eins lengi og við þurfum. Við erum að færa miklar fórnir. Það er enginn verkfallssjóður og við erum kauplausir. Við færum persónulega miklar fórnir eins og iðnaðurinn. En við munum standa þetta eins lengi og við þurfum,“ segir Rúnar. Verkfallið hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar. En félagið hefur nú þegar tvær Bombardier Q 200 flugvélar í flota sínum.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Vísir/GVAFlugfélagið hafði áætlað að taka þrjár Bombardier Q 400 flugvélar í notkun á næstu mánuðum. En ekki tókst vegna verkfallsins að fljúga fyrstu flugvélinni milli flugvalla í Bretlandi í málningu í síðustu viku vegna skorts á leyfum. „Þannig að þetta er nú þegar farið að hafa áhrif á okkar rekstur,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Ef þetta verkfall dregst um nokkrar vikur, hvað þýðir það fyrir ykkur?„Það þýðir að innleiðingaráætlun okkar er í uppnámi. Það getur haft, þegar líður á vorið, veruleg áhrif á okkar flugáætlun,“ segir Árni og þá er ótalinn sá kostnaður sem því myndi fylgja. Verkfallið tefur þjálfun áhafna og flugvirkja og innleiðingu viðhaldsáætlana. Áhrifin ná einnig til nýskráninga fimm nýrra flugvéla hjá Wow Air og einnar hjá flugfélaginu Erni. Ísland er aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu sem gerir íslenskum rekstraraðilum flugvéla og viðhaldsstöðva kleift að starfa um alla Evrópu. Sú stofnun hlýtur að gera athugasemdir fljótlega ef ekkert opinbert eftirlit er með viðhaldsstöðvum og flugfélögum á íslenskum leyfum. Verkfall 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Ríkið vill svipta flugvirkja hjá Samgöngustofu, sem verið hafa í verkfalli í hálfan mánuð, verkfallsréttinum. Þeir hafa verið samningslausir í 27 ár og krefjast engra launahækkana. Ekkert eftirlit er með íslenskri flugstarfsemi í verkfallinu sem getur haft áhrif á stöðu hennar samkvæmt alþjóðasamningum. Flugvirkjar hjá Samgöngustofu hafa verið án kjarasamnings í 27 ár en fyrir 24 árum úrskurðaði félagsdómur að ríkinu bæri að gera við þá kjarasamning. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Rúnar Sighvatsson flugvirki, sem situr í samninganefnd, segir að Flugmálastjórn, forveri Samgöngustofu, hafi samþykkt á sínum tíma að greiða flugvirkjunum sambærileg laun og aðrir flugvirkjar hjá ríkinu, sem starfa hjá Landhelgisgæslunni, hafa. „Sá samningur var gerður árið 1997 og hefur verið í gildi í 19 ár. Þeim samningi hefur ríkið nú sagt upp. Þannig að við erum bæði launasamningslausir við ríkið og kjarasamningslausir,“ segir Rúnar.Hver er ykkar meginkrafa?„Að fá kjarasamning við ríkið í kring um þau kaup og kjör sem við erum þegar með í dag. En það þarf að útlista önnur atriði en bara launin í kjarasamningnum.Það er okkar krafa,“ segir Rúnar. Hann og félagar hans séu því ekki að fara fram á neina launahækkun.Verkfall flugvirkja hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar.Vísir/GVAEn á þessa kröfu hlustar ríkið ekki og hefur nú einhliða ákveðið að lækka laun flugvirkjana og setja þá frá og með 15. febrúar næst komandi á lista yfir hópa sem mega ekki fara í verkfall. En yfirstandandi verkfall hefur staðið frá 11. janúar án eiginlegra samningafunda.Launalausir í verkfallinu„Við munum vera í verkfalli eins lengi og við þurfum. Við erum að færa miklar fórnir. Það er enginn verkfallssjóður og við erum kauplausir. Við færum persónulega miklar fórnir eins og iðnaðurinn. En við munum standa þetta eins lengi og við þurfum,“ segir Rúnar. Verkfallið hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar. En félagið hefur nú þegar tvær Bombardier Q 200 flugvélar í flota sínum.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Vísir/GVAFlugfélagið hafði áætlað að taka þrjár Bombardier Q 400 flugvélar í notkun á næstu mánuðum. En ekki tókst vegna verkfallsins að fljúga fyrstu flugvélinni milli flugvalla í Bretlandi í málningu í síðustu viku vegna skorts á leyfum. „Þannig að þetta er nú þegar farið að hafa áhrif á okkar rekstur,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Ef þetta verkfall dregst um nokkrar vikur, hvað þýðir það fyrir ykkur?„Það þýðir að innleiðingaráætlun okkar er í uppnámi. Það getur haft, þegar líður á vorið, veruleg áhrif á okkar flugáætlun,“ segir Árni og þá er ótalinn sá kostnaður sem því myndi fylgja. Verkfallið tefur þjálfun áhafna og flugvirkja og innleiðingu viðhaldsáætlana. Áhrifin ná einnig til nýskráninga fimm nýrra flugvéla hjá Wow Air og einnar hjá flugfélaginu Erni. Ísland er aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu sem gerir íslenskum rekstraraðilum flugvéla og viðhaldsstöðva kleift að starfa um alla Evrópu. Sú stofnun hlýtur að gera athugasemdir fljótlega ef ekkert opinbert eftirlit er með viðhaldsstöðvum og flugfélögum á íslenskum leyfum.
Verkfall 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira