Ríkið vill svipta flugvirkja Samgöngustofu samningsréttinum Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2016 18:40 Ríkið vill svipta flugvirkja hjá Samgöngustofu, sem verið hafa í verkfalli í hálfan mánuð, verkfallsréttinum. Þeir hafa verið samningslausir í 27 ár og krefjast engra launahækkana. Ekkert eftirlit er með íslenskri flugstarfsemi í verkfallinu sem getur haft áhrif á stöðu hennar samkvæmt alþjóðasamningum. Flugvirkjar hjá Samgöngustofu hafa verið án kjarasamnings í 27 ár en fyrir 24 árum úrskurðaði félagsdómur að ríkinu bæri að gera við þá kjarasamning. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Rúnar Sighvatsson flugvirki, sem situr í samninganefnd, segir að Flugmálastjórn, forveri Samgöngustofu, hafi samþykkt á sínum tíma að greiða flugvirkjunum sambærileg laun og aðrir flugvirkjar hjá ríkinu, sem starfa hjá Landhelgisgæslunni, hafa. „Sá samningur var gerður árið 1997 og hefur verið í gildi í 19 ár. Þeim samningi hefur ríkið nú sagt upp. Þannig að við erum bæði launasamningslausir við ríkið og kjarasamningslausir,“ segir Rúnar.Hver er ykkar meginkrafa?„Að fá kjarasamning við ríkið í kring um þau kaup og kjör sem við erum þegar með í dag. En það þarf að útlista önnur atriði en bara launin í kjarasamningnum.Það er okkar krafa,“ segir Rúnar. Hann og félagar hans séu því ekki að fara fram á neina launahækkun.Verkfall flugvirkja hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar.Vísir/GVAEn á þessa kröfu hlustar ríkið ekki og hefur nú einhliða ákveðið að lækka laun flugvirkjana og setja þá frá og með 15. febrúar næst komandi á lista yfir hópa sem mega ekki fara í verkfall. En yfirstandandi verkfall hefur staðið frá 11. janúar án eiginlegra samningafunda.Launalausir í verkfallinu„Við munum vera í verkfalli eins lengi og við þurfum. Við erum að færa miklar fórnir. Það er enginn verkfallssjóður og við erum kauplausir. Við færum persónulega miklar fórnir eins og iðnaðurinn. En við munum standa þetta eins lengi og við þurfum,“ segir Rúnar. Verkfallið hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar. En félagið hefur nú þegar tvær Bombardier Q 200 flugvélar í flota sínum.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Vísir/GVAFlugfélagið hafði áætlað að taka þrjár Bombardier Q 400 flugvélar í notkun á næstu mánuðum. En ekki tókst vegna verkfallsins að fljúga fyrstu flugvélinni milli flugvalla í Bretlandi í málningu í síðustu viku vegna skorts á leyfum. „Þannig að þetta er nú þegar farið að hafa áhrif á okkar rekstur,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Ef þetta verkfall dregst um nokkrar vikur, hvað þýðir það fyrir ykkur?„Það þýðir að innleiðingaráætlun okkar er í uppnámi. Það getur haft, þegar líður á vorið, veruleg áhrif á okkar flugáætlun,“ segir Árni og þá er ótalinn sá kostnaður sem því myndi fylgja. Verkfallið tefur þjálfun áhafna og flugvirkja og innleiðingu viðhaldsáætlana. Áhrifin ná einnig til nýskráninga fimm nýrra flugvéla hjá Wow Air og einnar hjá flugfélaginu Erni. Ísland er aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu sem gerir íslenskum rekstraraðilum flugvéla og viðhaldsstöðva kleift að starfa um alla Evrópu. Sú stofnun hlýtur að gera athugasemdir fljótlega ef ekkert opinbert eftirlit er með viðhaldsstöðvum og flugfélögum á íslenskum leyfum. Verkfall 2016 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Ríkið vill svipta flugvirkja hjá Samgöngustofu, sem verið hafa í verkfalli í hálfan mánuð, verkfallsréttinum. Þeir hafa verið samningslausir í 27 ár og krefjast engra launahækkana. Ekkert eftirlit er með íslenskri flugstarfsemi í verkfallinu sem getur haft áhrif á stöðu hennar samkvæmt alþjóðasamningum. Flugvirkjar hjá Samgöngustofu hafa verið án kjarasamnings í 27 ár en fyrir 24 árum úrskurðaði félagsdómur að ríkinu bæri að gera við þá kjarasamning. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Rúnar Sighvatsson flugvirki, sem situr í samninganefnd, segir að Flugmálastjórn, forveri Samgöngustofu, hafi samþykkt á sínum tíma að greiða flugvirkjunum sambærileg laun og aðrir flugvirkjar hjá ríkinu, sem starfa hjá Landhelgisgæslunni, hafa. „Sá samningur var gerður árið 1997 og hefur verið í gildi í 19 ár. Þeim samningi hefur ríkið nú sagt upp. Þannig að við erum bæði launasamningslausir við ríkið og kjarasamningslausir,“ segir Rúnar.Hver er ykkar meginkrafa?„Að fá kjarasamning við ríkið í kring um þau kaup og kjör sem við erum þegar með í dag. En það þarf að útlista önnur atriði en bara launin í kjarasamningnum.Það er okkar krafa,“ segir Rúnar. Hann og félagar hans séu því ekki að fara fram á neina launahækkun.Verkfall flugvirkja hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar.Vísir/GVAEn á þessa kröfu hlustar ríkið ekki og hefur nú einhliða ákveðið að lækka laun flugvirkjana og setja þá frá og með 15. febrúar næst komandi á lista yfir hópa sem mega ekki fara í verkfall. En yfirstandandi verkfall hefur staðið frá 11. janúar án eiginlegra samningafunda.Launalausir í verkfallinu„Við munum vera í verkfalli eins lengi og við þurfum. Við erum að færa miklar fórnir. Það er enginn verkfallssjóður og við erum kauplausir. Við færum persónulega miklar fórnir eins og iðnaðurinn. En við munum standa þetta eins lengi og við þurfum,“ segir Rúnar. Verkfallið hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar. En félagið hefur nú þegar tvær Bombardier Q 200 flugvélar í flota sínum.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Vísir/GVAFlugfélagið hafði áætlað að taka þrjár Bombardier Q 400 flugvélar í notkun á næstu mánuðum. En ekki tókst vegna verkfallsins að fljúga fyrstu flugvélinni milli flugvalla í Bretlandi í málningu í síðustu viku vegna skorts á leyfum. „Þannig að þetta er nú þegar farið að hafa áhrif á okkar rekstur,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Ef þetta verkfall dregst um nokkrar vikur, hvað þýðir það fyrir ykkur?„Það þýðir að innleiðingaráætlun okkar er í uppnámi. Það getur haft, þegar líður á vorið, veruleg áhrif á okkar flugáætlun,“ segir Árni og þá er ótalinn sá kostnaður sem því myndi fylgja. Verkfallið tefur þjálfun áhafna og flugvirkja og innleiðingu viðhaldsáætlana. Áhrifin ná einnig til nýskráninga fimm nýrra flugvéla hjá Wow Air og einnar hjá flugfélaginu Erni. Ísland er aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu sem gerir íslenskum rekstraraðilum flugvéla og viðhaldsstöðva kleift að starfa um alla Evrópu. Sú stofnun hlýtur að gera athugasemdir fljótlega ef ekkert opinbert eftirlit er með viðhaldsstöðvum og flugfélögum á íslenskum leyfum.
Verkfall 2016 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira