Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Höskuldur Kári Schram og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. janúar 2016 13:58 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. „Það er náttúrulega mikil gremja í þjóðfélaginu með ýmislegt sem hefur aflaga farið á undanförnum árið. Traustið er í molum og þarna sýnist þeim að hlutir hafi brotnað. Það byggist á því að þau telja að þarna hafi einhverjir milljarðar verið á ferðinni,“ sagði Steinþór í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag. Bankastjórinn segist telja það fjarri lagi að milljarðar hafi verið þarna undir. „Við gerðum ekki svona samning við Borgun eins og við gerðum við Valitor og fengum þannig ekki hlutdeild í þessum Visa-samningi úti í heimi. Á móti kemur að við seldum á mun hærra verði raunverulega í Borgun og tókum þannig hlutdeild í þeirra framtíðarávinningi. Við raunverulega fengum ávinning af þeirra vexti til framtíðar.“ Steinþór segir bankann algjörlega sammála því að málið verði skoðað og telur það mikilvægt en frá því var greint í gær að Landsbankinn muni skila Alþingi greinargerð um málið. Viðtalið við bankastjórann má sjá í spilaranum hér að ofan. Borgunarmálið Tengdar fréttir Mótmæla við Landsbankann Tugir fólks hafa komið saman við höfuðstöðvar bankans. 26. janúar 2016 12:37 Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Fjármálaeftirlitið krafðist upplýsingar um söluna á Borgun í lok árs 2014. Hefur síðan ekkert látið í sér heyra. Forsætisráðherra kallar Borgunarmálið "augljóst klúður“. 26. janúar 2016 07:00 Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. „Það er náttúrulega mikil gremja í þjóðfélaginu með ýmislegt sem hefur aflaga farið á undanförnum árið. Traustið er í molum og þarna sýnist þeim að hlutir hafi brotnað. Það byggist á því að þau telja að þarna hafi einhverjir milljarðar verið á ferðinni,“ sagði Steinþór í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag. Bankastjórinn segist telja það fjarri lagi að milljarðar hafi verið þarna undir. „Við gerðum ekki svona samning við Borgun eins og við gerðum við Valitor og fengum þannig ekki hlutdeild í þessum Visa-samningi úti í heimi. Á móti kemur að við seldum á mun hærra verði raunverulega í Borgun og tókum þannig hlutdeild í þeirra framtíðarávinningi. Við raunverulega fengum ávinning af þeirra vexti til framtíðar.“ Steinþór segir bankann algjörlega sammála því að málið verði skoðað og telur það mikilvægt en frá því var greint í gær að Landsbankinn muni skila Alþingi greinargerð um málið. Viðtalið við bankastjórann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Mótmæla við Landsbankann Tugir fólks hafa komið saman við höfuðstöðvar bankans. 26. janúar 2016 12:37 Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Fjármálaeftirlitið krafðist upplýsingar um söluna á Borgun í lok árs 2014. Hefur síðan ekkert látið í sér heyra. Forsætisráðherra kallar Borgunarmálið "augljóst klúður“. 26. janúar 2016 07:00 Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Mótmæla við Landsbankann Tugir fólks hafa komið saman við höfuðstöðvar bankans. 26. janúar 2016 12:37
Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Fjármálaeftirlitið krafðist upplýsingar um söluna á Borgun í lok árs 2014. Hefur síðan ekkert látið í sér heyra. Forsætisráðherra kallar Borgunarmálið "augljóst klúður“. 26. janúar 2016 07:00
Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51
Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39