Ekkert eðlilegt við að aðrir brjóti mann niður Guðrún Ansnes skrifar 25. janúar 2016 09:00 Sylvia er hlaðin hæfileikum, en hún skapar á fjölmörgum sviðum. Smáforrit og fleira er í pípunum. Vísir/Stefán „Textinn snýst í grunninn um að það hefur enginn leyfi til að koma illa fram við neinn, það hefur enginn fengið neitt leyfi til að brjóta neinn niður og festa fólk í einhverjum aðstæðum sem maður hefur ekki áhuga á að vera í,“ segir hin unga og rísandi söngkona Sylvia Erla Melsted, sem á dögunum sendi frá sér lagið Gone sem hún vann í samstarfi við StopWaitGo smellamaskínuna sem gerði textann og melódíuna í laginu og Lárus Örn sem sá um bítið. „Meiningin í þessum texta er mjög ýkt dæmi um hvernig á ekki að láta koma fram við sig. Ef maður lendir í aðstöðu þar sem sífellt er verið að brjóta á manni, þá skiptir öllu máli að taka af skarið og fara. Að vera sterkur og standa með sjálfum sér.“ Aðspurð hvort textinn sé innblásinn eða tilkominn út frá hennar eigin reynslu svarar hún: „Ég byggi þetta ekki á minni reynslu, en auðvitað hef ég lent í ýmsu, sem hefur kennt mér mikið og gert mig sterkari og að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það hefur enginn rétt á því að láta annarri manneskju líða illa, andlegt ofbeldi er ekki í boði.“ Líkt og áður segir höfðu drengirnir í StopWaitGo aðkomu að laginu, en Sylvia fékk þá til að sjá um textasmíðarnar fyrir hana. „Ég fór til þeirra og sagði þeim hvað ég vildi að textinn myndi segja, en ég hafði átti í erfiðleikum með að koma þessu frá mér. Þeir náðu þessu alveg og komu með nákvæmlega það sem sem ég vildi,“ útskýrir hún alsæl, en sjálf segist hún gríðarlega upptekin af textum í lögum. „Það er þannig að ég legg rosalega mikið upp úr textum og ég syng ekki texta ef ég tengi ekkert við hann. Það virðist oft þannig að fólk hlusti ekkert sérstaklega á textana heldur aðallega á hvernig lagið hljómar. Ég hlusta alltaf á textana, því það er alltaf saga á bak við textann, og fyrir mig skiptir hún meira máli en bítið. Þetta lag er öðruvísi og ég er rosalega ánægð með það,“ segir hún einlæg.Hyggst Sylvia svo fylgja laginu eftir með myndbandi? „Þar verður mikill dans og ætlar Stella Rósenkranz að sjá um alla kóreógrafíuna. Ég byrjaði í dansi ung, og var þá hjá Birnu Björns og síðan hjá Stellu Rósenkranz, og hún sá til að mynda um sporin fyrir mig í undankeppni Eurovision fyrir þremur árum.“ Verður vart hjá komist að spyrja hana út í hvort hún sjái ekki fyrir sér að reyna aftur við undankeppni Eurovision. „Ég er með lag, sem ég fékk sent frá Svía eftir að ég tók þátt síðast og ég er rosalega hrifin af textanum. Mig langar mikið að syngja þetta lag, en höfundurinn vill einungis að það fari í Eurovision. Svo ég gæli stundum við að taka þátt,“ segir hún og bætir við að ekki hafi verið mögulegt fyrir hana að íhuga þátttöku í ár, enda með gríðarlega margt á sinni könnu. „Ég hef gaman af því að skapa. Ég er á fullu að vinna í músíkinni, ég er með app í vinnslu núna, og verkefni í samstarfi við Sagafilm sem mun koma í ljós á næstunni, auk þess sem ég ætla að útskrifast úr Verzló í vor, það verður mikill léttir.“ Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með þessari rísandi stjörnu á fésbókarsíðu hennar. Tónlist Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Textinn snýst í grunninn um að það hefur enginn leyfi til að koma illa fram við neinn, það hefur enginn fengið neitt leyfi til að brjóta neinn niður og festa fólk í einhverjum aðstæðum sem maður hefur ekki áhuga á að vera í,“ segir hin unga og rísandi söngkona Sylvia Erla Melsted, sem á dögunum sendi frá sér lagið Gone sem hún vann í samstarfi við StopWaitGo smellamaskínuna sem gerði textann og melódíuna í laginu og Lárus Örn sem sá um bítið. „Meiningin í þessum texta er mjög ýkt dæmi um hvernig á ekki að láta koma fram við sig. Ef maður lendir í aðstöðu þar sem sífellt er verið að brjóta á manni, þá skiptir öllu máli að taka af skarið og fara. Að vera sterkur og standa með sjálfum sér.“ Aðspurð hvort textinn sé innblásinn eða tilkominn út frá hennar eigin reynslu svarar hún: „Ég byggi þetta ekki á minni reynslu, en auðvitað hef ég lent í ýmsu, sem hefur kennt mér mikið og gert mig sterkari og að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það hefur enginn rétt á því að láta annarri manneskju líða illa, andlegt ofbeldi er ekki í boði.“ Líkt og áður segir höfðu drengirnir í StopWaitGo aðkomu að laginu, en Sylvia fékk þá til að sjá um textasmíðarnar fyrir hana. „Ég fór til þeirra og sagði þeim hvað ég vildi að textinn myndi segja, en ég hafði átti í erfiðleikum með að koma þessu frá mér. Þeir náðu þessu alveg og komu með nákvæmlega það sem sem ég vildi,“ útskýrir hún alsæl, en sjálf segist hún gríðarlega upptekin af textum í lögum. „Það er þannig að ég legg rosalega mikið upp úr textum og ég syng ekki texta ef ég tengi ekkert við hann. Það virðist oft þannig að fólk hlusti ekkert sérstaklega á textana heldur aðallega á hvernig lagið hljómar. Ég hlusta alltaf á textana, því það er alltaf saga á bak við textann, og fyrir mig skiptir hún meira máli en bítið. Þetta lag er öðruvísi og ég er rosalega ánægð með það,“ segir hún einlæg.Hyggst Sylvia svo fylgja laginu eftir með myndbandi? „Þar verður mikill dans og ætlar Stella Rósenkranz að sjá um alla kóreógrafíuna. Ég byrjaði í dansi ung, og var þá hjá Birnu Björns og síðan hjá Stellu Rósenkranz, og hún sá til að mynda um sporin fyrir mig í undankeppni Eurovision fyrir þremur árum.“ Verður vart hjá komist að spyrja hana út í hvort hún sjái ekki fyrir sér að reyna aftur við undankeppni Eurovision. „Ég er með lag, sem ég fékk sent frá Svía eftir að ég tók þátt síðast og ég er rosalega hrifin af textanum. Mig langar mikið að syngja þetta lag, en höfundurinn vill einungis að það fari í Eurovision. Svo ég gæli stundum við að taka þátt,“ segir hún og bætir við að ekki hafi verið mögulegt fyrir hana að íhuga þátttöku í ár, enda með gríðarlega margt á sinni könnu. „Ég hef gaman af því að skapa. Ég er á fullu að vinna í músíkinni, ég er með app í vinnslu núna, og verkefni í samstarfi við Sagafilm sem mun koma í ljós á næstunni, auk þess sem ég ætla að útskrifast úr Verzló í vor, það verður mikill léttir.“ Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með þessari rísandi stjörnu á fésbókarsíðu hennar.
Tónlist Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira