Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. janúar 2016 15:43 Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. Vísir/GVA/Ernir Engin umræða hefur átt sér stað á milli tveggja þingmanna Samfylkingarinnar og fulltrúa annarra flokka á Alþingi vegna frumvarps um afnám verðtryggingarinnar. „Við höfum ekki gert það,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, um hvort hún og Helgi Hjörvar flokksbróðir hennar hafi leitað eftir stuðningi við frumvarp sitt hjá þingmönnum annarra flokka. „Við vorum alltaf að bíða eftir því að Framsókn kæmi sjálf fram með málið.“ Framsóknarflokkurinn hefur lofað afnámi verðtryggingar og hafa þingmenn flokksins á undanförnum mánuðum reynt að ýta á eftir aðgerðum til að efna það loforð. Ásmundur Einar Daðason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi á mánudag að ljóst væri að lagt sé upp með að afnema verðtrygginguna. Það hefur þó ekki enn bólað á frumvarpi þess efnis.Viss um stuðning í flokknum Málið var rætt innan þingflokks Samfylkingarinnar áður en hún og Helgi tóku ákvörðun um að leggja það fram án þess að vera með stuðning flokksins á bak við sig. Árni Páll Árnason, formaður flokksins, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að frumvarpið væri ekki í samræmi við stefnu flokksins. En eru fleiri en þau tvö innan þingflokksins sem styðja málið? „Ég held að það séu nú bara svona ýmsar skoðanir á þessu,“ segir hún. Þá segist hún einnig viss um að stuðningur við frumvarpið sé á meðal flokksmanna. „Ég veit að hjá svona hinum almenna flokksmanni eru margri sem styðja þetta.“ Mörg mál bíða eftir að komast á dagskrá þingsins en það er ekki að heyra annað en að Sigríður Ingibjörg sé sannfærð um að málið komist á dagskrá. „Ég ætla rétt að vona að þetta komist á dagskrá þingsins, en það er auðvitað undir forseta komið. Það eru mörg mál sem bíða,“ segir hún. Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30 Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Sjá meira
Engin umræða hefur átt sér stað á milli tveggja þingmanna Samfylkingarinnar og fulltrúa annarra flokka á Alþingi vegna frumvarps um afnám verðtryggingarinnar. „Við höfum ekki gert það,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, um hvort hún og Helgi Hjörvar flokksbróðir hennar hafi leitað eftir stuðningi við frumvarp sitt hjá þingmönnum annarra flokka. „Við vorum alltaf að bíða eftir því að Framsókn kæmi sjálf fram með málið.“ Framsóknarflokkurinn hefur lofað afnámi verðtryggingar og hafa þingmenn flokksins á undanförnum mánuðum reynt að ýta á eftir aðgerðum til að efna það loforð. Ásmundur Einar Daðason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi á mánudag að ljóst væri að lagt sé upp með að afnema verðtrygginguna. Það hefur þó ekki enn bólað á frumvarpi þess efnis.Viss um stuðning í flokknum Málið var rætt innan þingflokks Samfylkingarinnar áður en hún og Helgi tóku ákvörðun um að leggja það fram án þess að vera með stuðning flokksins á bak við sig. Árni Páll Árnason, formaður flokksins, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að frumvarpið væri ekki í samræmi við stefnu flokksins. En eru fleiri en þau tvö innan þingflokksins sem styðja málið? „Ég held að það séu nú bara svona ýmsar skoðanir á þessu,“ segir hún. Þá segist hún einnig viss um að stuðningur við frumvarpið sé á meðal flokksmanna. „Ég veit að hjá svona hinum almenna flokksmanni eru margri sem styðja þetta.“ Mörg mál bíða eftir að komast á dagskrá þingsins en það er ekki að heyra annað en að Sigríður Ingibjörg sé sannfærð um að málið komist á dagskrá. „Ég ætla rétt að vona að þetta komist á dagskrá þingsins, en það er auðvitað undir forseta komið. Það eru mörg mál sem bíða,“ segir hún.
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30 Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Sjá meira
Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30
Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34
Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28