Olítunnan þrisvar sinnum dýrari en innihaldið Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2016 14:30 Framleiðsla á olítunnum. Í olíuviðskiptum hefur í langan tíma verið talað um verð á hverri olíutunnu. Eitt er þó verðið á innihaldinu og tunnunni sjálfri, þó yfirleitt sé nú talað um verð innihaldsins. Nú er svo komið að á tímum afar lágs verðs á olíu að innihaldið er meira en þrisvar sinnum ódýrara en tunnan sjálf. Nú kostar innihaldið 28-30 dollara en tunnan sjálf 99 dollara. Staðreyndin er nú sú að þó svo talað sé um olíverð í tunnum er olían afar sjaldan seld í tunnum heldur í heilum skipsförmum. Til upplýsingar má nefna að hver tunna af olíu tekur 42 gallon, eða 159 lítra. Að mæla magn olíu í tunnum á sér langa sögu frá tímum fyrsta olíubrunns Bandaríkjanna árið 1859 í Drake well olíubrunninum í Pennsilvaníu. Á þeim tímum var engin almennileg viðmiðun á magni seldrar olíu en henni var gjarnan tappað í ílát sem áður innhéldu viskí, bjór, fisk og terpentínu. Þessar tunnur voru sumar 40 gallon (viskítunnur) en aðrar 42 gallon. Þetta olli ruglingi og ákveðið var að finna viðmiðun sem allir þyrftu að miða við og var ákveðið að tunna af olíu væri 42 gallon. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent
Í olíuviðskiptum hefur í langan tíma verið talað um verð á hverri olíutunnu. Eitt er þó verðið á innihaldinu og tunnunni sjálfri, þó yfirleitt sé nú talað um verð innihaldsins. Nú er svo komið að á tímum afar lágs verðs á olíu að innihaldið er meira en þrisvar sinnum ódýrara en tunnan sjálf. Nú kostar innihaldið 28-30 dollara en tunnan sjálf 99 dollara. Staðreyndin er nú sú að þó svo talað sé um olíverð í tunnum er olían afar sjaldan seld í tunnum heldur í heilum skipsförmum. Til upplýsingar má nefna að hver tunna af olíu tekur 42 gallon, eða 159 lítra. Að mæla magn olíu í tunnum á sér langa sögu frá tímum fyrsta olíubrunns Bandaríkjanna árið 1859 í Drake well olíubrunninum í Pennsilvaníu. Á þeim tímum var engin almennileg viðmiðun á magni seldrar olíu en henni var gjarnan tappað í ílát sem áður innhéldu viskí, bjór, fisk og terpentínu. Þessar tunnur voru sumar 40 gallon (viskítunnur) en aðrar 42 gallon. Þetta olli ruglingi og ákveðið var að finna viðmiðun sem allir þyrftu að miða við og var ákveðið að tunna af olíu væri 42 gallon.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent