Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2016 18:34 "Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans.“ Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið segist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans sé alfarið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins. Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Borgun og Valitor gerðu í lok árs 2014 sáttir við Samkeppniseftirlitið, vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Með sáttunum var viðurkennt að tiltekin framkvæmd á greiðslukortamarkaði hefði ekki verið í samræmi við samkeppnislög og auk þess að greiða sektir féllust fyrirtækin á að gera breytingar á starfseminni. Meðal þeirra breytinga var að gera til frambúðar breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Bönkunum er nú óheimilt að eiga í greiðslukortafyrirtæki með öðrum íslenskum viðskiptabanka. Borgun og Valitor höfðu verið í sameiginlegri eigu keppinauta um langt skeið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að það hafi ekki verið skilyrði eftirlitsins að Landsbankinn fremur en Íslandsbanki seldi sig út úr félaginu. Í sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandsbanka stóð: „Íslandsbanka er heimilt að leita samninga við Landsbankann um að annar bankinn kaupi út hlut hins eða um sölu á hlut beggja eða annars hvors til þriðja aðila.“ Landsbankinn hafði hins vegar selt hlut sinn í Borgun og Valitor áður en sátt þeirra við eftirlitið lauk. „Ekki kom því til þess að Samkeppniseftirlitið setti bankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Í Fréttablaðinu í dag sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að Landsbankinn hafi haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlið getur ekki fallist á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. 21. janúar 2016 11:06 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Töldu söluverðið gott Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar. 20. janúar 2016 18:05 Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. 21. janúar 2016 06:00 Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum Leitað er að ráðgjöfum til að aðstoða við sölu á 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 21. janúar 2016 13:30 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans sé alfarið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins. Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Borgun og Valitor gerðu í lok árs 2014 sáttir við Samkeppniseftirlitið, vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Með sáttunum var viðurkennt að tiltekin framkvæmd á greiðslukortamarkaði hefði ekki verið í samræmi við samkeppnislög og auk þess að greiða sektir féllust fyrirtækin á að gera breytingar á starfseminni. Meðal þeirra breytinga var að gera til frambúðar breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Bönkunum er nú óheimilt að eiga í greiðslukortafyrirtæki með öðrum íslenskum viðskiptabanka. Borgun og Valitor höfðu verið í sameiginlegri eigu keppinauta um langt skeið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að það hafi ekki verið skilyrði eftirlitsins að Landsbankinn fremur en Íslandsbanki seldi sig út úr félaginu. Í sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandsbanka stóð: „Íslandsbanka er heimilt að leita samninga við Landsbankann um að annar bankinn kaupi út hlut hins eða um sölu á hlut beggja eða annars hvors til þriðja aðila.“ Landsbankinn hafði hins vegar selt hlut sinn í Borgun og Valitor áður en sátt þeirra við eftirlitið lauk. „Ekki kom því til þess að Samkeppniseftirlitið setti bankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Í Fréttablaðinu í dag sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að Landsbankinn hafi haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlið getur ekki fallist á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. 21. janúar 2016 11:06 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Töldu söluverðið gott Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar. 20. janúar 2016 18:05 Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. 21. janúar 2016 06:00 Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum Leitað er að ráðgjöfum til að aðstoða við sölu á 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 21. janúar 2016 13:30 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47
Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. 21. janúar 2016 11:06
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Töldu söluverðið gott Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar. 20. janúar 2016 18:05
Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. 21. janúar 2016 06:00
Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum Leitað er að ráðgjöfum til að aðstoða við sölu á 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 21. janúar 2016 13:30
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00