Gunnar Nelson færir sig upp um eitt sæti á styrkleikalista UFC í veltivigt frá síðasta lista þrátt fyrir að hafa ekki barist síðan þá.
Hann deilir nú fjórtánda sætinu með Thiago Alves en hann var áður í fimmtánda sætið. Síðast tapaði Gunnar fyrir Demian Maia í bardaga þeirra í Las Vegas í desember.
Lítil breyting er á röðun efstu manna í pund-fyrir-pund listanum. Jon Jones er þar enn í efsta sæti en á eftir honum koma Demetrious Johnson og Conor McGregor.
TJ Dillashaw hrynur hins vegar um átta sæti, ur fjórða í það tólfta, eftir að hann tapaði fyrir Dominick Cruz í titilbardaga þeirra í bantamvigt. Cruz er nýr á listanum í níunda sæti. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvenær Gunnar muni berjast næst.
Gunnar upp um eitt sæti hjá UFC
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn