Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:37 Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Pjetur Lítið miðar í samningsátt í kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, að sögn Birkis Halldórssonar, formanns samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands. Hann segir áhrifa verkfallsins þegar farið að gæta en að minnsta kosti ein flugvél hefur ekki fengið afgreiðslu vegna verkfallsins sem nú hefur staðið yfir í tíu daga. „Staðan er sú að frá því að verkfall hófst þá er búinn að vera einn fundur sem var nítjánda janúar. Hann var stuttur og árangurslaus sá,“ segir Birkir og bætir við að engin tilboð hafi verið lögð fram. Um er að ræða ótímabundið verkfall sex flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu. Þeir hafa verið kjarasamningslausir frá árinu 1989 og til jafns langs tíma hefur verið reynt að ná samkomulagi við ríkið. Birkir segir að farið sé fram á viðlíka samning og unnið hafi verið eftir undanfarin 27 ár. Ekki sé farið fram á launa- eða kjarabætur. „Flugvirkjar hafa verið með samkomulag um kaup og kjör en engan kjarasamning. Ríkið hins vegar stendur á sínu og vill aðra útfærslu en við erum tilbúin til að samþykkja,“ segir Birkir. „Við í rauninni teljum að það sem lagt hefur verið fram sé kjaraskerðing, sem við munum ekki samþykkja.“ Birkir telur flest benda til þess að verkfallið muni standa yfir í nokkurn tíma. „Ég er ekki bjartsýnn á að samningar takist í bráð.“ Síðasti fundur í deilunni var haldinn á þriðjudag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Lítið miðar í samningsátt í kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, að sögn Birkis Halldórssonar, formanns samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands. Hann segir áhrifa verkfallsins þegar farið að gæta en að minnsta kosti ein flugvél hefur ekki fengið afgreiðslu vegna verkfallsins sem nú hefur staðið yfir í tíu daga. „Staðan er sú að frá því að verkfall hófst þá er búinn að vera einn fundur sem var nítjánda janúar. Hann var stuttur og árangurslaus sá,“ segir Birkir og bætir við að engin tilboð hafi verið lögð fram. Um er að ræða ótímabundið verkfall sex flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu. Þeir hafa verið kjarasamningslausir frá árinu 1989 og til jafns langs tíma hefur verið reynt að ná samkomulagi við ríkið. Birkir segir að farið sé fram á viðlíka samning og unnið hafi verið eftir undanfarin 27 ár. Ekki sé farið fram á launa- eða kjarabætur. „Flugvirkjar hafa verið með samkomulag um kaup og kjör en engan kjarasamning. Ríkið hins vegar stendur á sínu og vill aðra útfærslu en við erum tilbúin til að samþykkja,“ segir Birkir. „Við í rauninni teljum að það sem lagt hefur verið fram sé kjaraskerðing, sem við munum ekki samþykkja.“ Birkir telur flest benda til þess að verkfallið muni standa yfir í nokkurn tíma. „Ég er ekki bjartsýnn á að samningar takist í bráð.“ Síðasti fundur í deilunni var haldinn á þriðjudag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira