Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. janúar 2016 23:55 Ari Vilhjálmsson með gripinn í höndunum. mynd/eggert jóhannsson/epa Ari Vilhjálmsson, íslenskur fiðluleikari, lenti í hremmingum í gær þegar hann hugðist fljúga frá Kastrup í Kaupmannahöfn til Vantaa í Helsinki. Þegar hann hugðist skrá sig inn í flugið meinuðu starfsmenn flugfélagsins honum að taka fiðluna sína, sem kostar um 25 milljónir króna, með sér í handfarangur. Í kjölfarið hófst mikil reikistefna. „Í fyrsta lagi þá setur maður hljóðfæri ekki í flugfrakt. Ég hef heyrt nógu margar hryllingssögur til að gera það aldrei nokkurntíman,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann var á ferð með öðrum fiðluleikara og lentu þau bæði í stappi í upphafi. „Konurnar á innskráningarborðinu segja að fiðlurnar séu of stórar fyrir handfarangur og megi ekki fara með. Eftir að ég tjái þeim að ég hafi ferðast með fiðluna með mér í tuttugu ár án allra vandræða þá sættast þær á að hleypa mér áfram eftir að hafa ráðfært sig við starfsfólk í öryggisleitinni.“ Til að komast lengra inn í flugstöðina þarf maður að fara í gegnum hlið sem opnast skanni maður inn kóða á brottfararspjaldinu. Hliðið harðneitaði hins vegar að opnast fyrir Ara og var honum vísað áfram á þjónustuborðið. Hins vegar komst samferðarmaður Ara, japönsk stúlka sem einnig leikur á fiðlu, í gegn sem hljóðfærið sitt. „Þar lenti ég á manni sem vildi ekkert fyrir mig gera og sagði að ég hreinlega yrði að setja fiðluna í flugfrakt eða þá að kaupa sérstakt sæti undir fiðluna. Í fyrstu hélt ég nú ekki enda fiðlan ekki það stór að hún komist ekki í handfarangurshólfið en eftir mikið stapp reyndi ég að kaupa miða. Það reyndist ekki hægt. Það varð því úr að ég fór ekki með vélinni,“ segir Ari.Fór inn í vélina til að fjarlægja hina fiðluna Eftir þetta allt saman hafði fokið í Ara og hann hafði „látið ýmis orð falla“ eins og hann orðar það sjálfur. Þegar það var ljóst að hann færi með bendir hann „bjúrókratanum“, eða skrifdrekanum, á þjónustuborðinu á þá staðreynd að kollegi hans hafi komist inn í vélina og tekið hljóðfærið sitt með. „Þá fauk í hann og hann sagði að hann myndi fara inn í flugvélina og fjarlægja fiðluna. Og það gerði hann. Hann fór inn í vél, rótaði í öllum handfarangrinum þar til hann fann fiðluna og tjáði síðan eigandanum að annað hvort yrði fiðlan sett niður í farangurrými eða að hvorugt þeirra færi til Helsinki. Flugvélin myndi bíða þar til hún yrði fjarlægð. Það er óhætt að segja að vinkona mín hafi verið afar stressuð alla leiðina en sem betur fer slapp hljóðfærið.“ Ástæðan fyrir því að Norwegian Air leyfir ekki fiðlur í handfarangri er sú að kassinn um þær er of stór. Handfarangur má vera 55 sentimetrar á lengdina, breiddin 35 sentimetrar og hæðin í kringum 20 sentimetra. Fiðlukassar eru hins vegar um áttatíu sentimetrar á lengd en þeir eru hins vegar mjórri og lægri en staðlarnir leyfa.Verið að mismuna fólki „Þúsundir hljóðfæraleikara fljúga um heiminn á hverjum einasta degi og flest flugfélög sýna þeim skilning. Þeir sem spila á stærri hljóðfæri, til að mynda sellóleikarar, þurfa að kaupa sér sæti fyrir hljóðfærin en spilirðu á fiðlu eða smátt blásturshljóðfæri þá kemstu yfirleitt í gegn. Sum flugfélög hafa meira að segja leyft þeim að fara inn á undan og koma þeim fyrir innst í handfarangurrýmunum þar sem þau passa mjög vel,“ segir Ari. Verðmæti hljóðfæra getur verið afar mismunandi. Fiðla sú sem Ari var að ferðast með að þessu sinni er lánsfiðla frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og kostar um 25 milljónir króna. Sjálfur á hann fiðlu sem kostar rúmar þrjár milljónir. „Ég myndi ekki setja hljóðfæri í farangursgeymsluna nema það væri fjöldaframleitt, ódýrt dót. Að öðrum kosti kæmi það ekki til greina.“ Ari, sem er 34 ára og leikur með Fílharmóníusveit Helsinki borgar, skrifaði skeyti á Facebook-síðu Norwegian Air þar sem hann kvartaði yfir því sem komið hafði fyrir hann. Flugfélagið svaraði kvörtun hans en þar segir að hljóðfæri séu leyfð um borð séu þau af passlegri stærð. Séu þau hins vegar of stór þurfi að greiða auka gjald fyrir þau. „Það gengur ekki að starfsmaður í vondu skapi geti mismunað fólki og haldið því frá vinnu. Fólk á ekki að þurfa að lifa í hræðslu um hvort það geti ferðast eður ei,“ segir Ari að lokum. Tengdar fréttir Tvöhundruðþúsund króna bætur fyrir fjögurra milljóna stól: „Höfum greitt hámarksbætur sem skilmálar kveða á um“ Gary Graham sem segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair en hjólastóll sonar hans stórskemmdist í ferð flugfélagsins. 6. janúar 2016 20:04 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Ari Vilhjálmsson, íslenskur fiðluleikari, lenti í hremmingum í gær þegar hann hugðist fljúga frá Kastrup í Kaupmannahöfn til Vantaa í Helsinki. Þegar hann hugðist skrá sig inn í flugið meinuðu starfsmenn flugfélagsins honum að taka fiðluna sína, sem kostar um 25 milljónir króna, með sér í handfarangur. Í kjölfarið hófst mikil reikistefna. „Í fyrsta lagi þá setur maður hljóðfæri ekki í flugfrakt. Ég hef heyrt nógu margar hryllingssögur til að gera það aldrei nokkurntíman,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann var á ferð með öðrum fiðluleikara og lentu þau bæði í stappi í upphafi. „Konurnar á innskráningarborðinu segja að fiðlurnar séu of stórar fyrir handfarangur og megi ekki fara með. Eftir að ég tjái þeim að ég hafi ferðast með fiðluna með mér í tuttugu ár án allra vandræða þá sættast þær á að hleypa mér áfram eftir að hafa ráðfært sig við starfsfólk í öryggisleitinni.“ Til að komast lengra inn í flugstöðina þarf maður að fara í gegnum hlið sem opnast skanni maður inn kóða á brottfararspjaldinu. Hliðið harðneitaði hins vegar að opnast fyrir Ara og var honum vísað áfram á þjónustuborðið. Hins vegar komst samferðarmaður Ara, japönsk stúlka sem einnig leikur á fiðlu, í gegn sem hljóðfærið sitt. „Þar lenti ég á manni sem vildi ekkert fyrir mig gera og sagði að ég hreinlega yrði að setja fiðluna í flugfrakt eða þá að kaupa sérstakt sæti undir fiðluna. Í fyrstu hélt ég nú ekki enda fiðlan ekki það stór að hún komist ekki í handfarangurshólfið en eftir mikið stapp reyndi ég að kaupa miða. Það reyndist ekki hægt. Það varð því úr að ég fór ekki með vélinni,“ segir Ari.Fór inn í vélina til að fjarlægja hina fiðluna Eftir þetta allt saman hafði fokið í Ara og hann hafði „látið ýmis orð falla“ eins og hann orðar það sjálfur. Þegar það var ljóst að hann færi með bendir hann „bjúrókratanum“, eða skrifdrekanum, á þjónustuborðinu á þá staðreynd að kollegi hans hafi komist inn í vélina og tekið hljóðfærið sitt með. „Þá fauk í hann og hann sagði að hann myndi fara inn í flugvélina og fjarlægja fiðluna. Og það gerði hann. Hann fór inn í vél, rótaði í öllum handfarangrinum þar til hann fann fiðluna og tjáði síðan eigandanum að annað hvort yrði fiðlan sett niður í farangurrými eða að hvorugt þeirra færi til Helsinki. Flugvélin myndi bíða þar til hún yrði fjarlægð. Það er óhætt að segja að vinkona mín hafi verið afar stressuð alla leiðina en sem betur fer slapp hljóðfærið.“ Ástæðan fyrir því að Norwegian Air leyfir ekki fiðlur í handfarangri er sú að kassinn um þær er of stór. Handfarangur má vera 55 sentimetrar á lengdina, breiddin 35 sentimetrar og hæðin í kringum 20 sentimetra. Fiðlukassar eru hins vegar um áttatíu sentimetrar á lengd en þeir eru hins vegar mjórri og lægri en staðlarnir leyfa.Verið að mismuna fólki „Þúsundir hljóðfæraleikara fljúga um heiminn á hverjum einasta degi og flest flugfélög sýna þeim skilning. Þeir sem spila á stærri hljóðfæri, til að mynda sellóleikarar, þurfa að kaupa sér sæti fyrir hljóðfærin en spilirðu á fiðlu eða smátt blásturshljóðfæri þá kemstu yfirleitt í gegn. Sum flugfélög hafa meira að segja leyft þeim að fara inn á undan og koma þeim fyrir innst í handfarangurrýmunum þar sem þau passa mjög vel,“ segir Ari. Verðmæti hljóðfæra getur verið afar mismunandi. Fiðla sú sem Ari var að ferðast með að þessu sinni er lánsfiðla frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og kostar um 25 milljónir króna. Sjálfur á hann fiðlu sem kostar rúmar þrjár milljónir. „Ég myndi ekki setja hljóðfæri í farangursgeymsluna nema það væri fjöldaframleitt, ódýrt dót. Að öðrum kosti kæmi það ekki til greina.“ Ari, sem er 34 ára og leikur með Fílharmóníusveit Helsinki borgar, skrifaði skeyti á Facebook-síðu Norwegian Air þar sem hann kvartaði yfir því sem komið hafði fyrir hann. Flugfélagið svaraði kvörtun hans en þar segir að hljóðfæri séu leyfð um borð séu þau af passlegri stærð. Séu þau hins vegar of stór þurfi að greiða auka gjald fyrir þau. „Það gengur ekki að starfsmaður í vondu skapi geti mismunað fólki og haldið því frá vinnu. Fólk á ekki að þurfa að lifa í hræðslu um hvort það geti ferðast eður ei,“ segir Ari að lokum.
Tengdar fréttir Tvöhundruðþúsund króna bætur fyrir fjögurra milljóna stól: „Höfum greitt hámarksbætur sem skilmálar kveða á um“ Gary Graham sem segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair en hjólastóll sonar hans stórskemmdist í ferð flugfélagsins. 6. janúar 2016 20:04 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Tvöhundruðþúsund króna bætur fyrir fjögurra milljóna stól: „Höfum greitt hámarksbætur sem skilmálar kveða á um“ Gary Graham sem segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair en hjólastóll sonar hans stórskemmdist í ferð flugfélagsins. 6. janúar 2016 20:04