Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 20:00 Ríkisstjórin mun á næstu dögum kynna aðgerðir sínar í tengslum við SALEK samkomulagið svo kallaða milli aðila vinnumarkaðrins. Fjögurra manna ráðherranefnd um kjaramál kom saman til fundar síðdegis vegna málsins en aðgerðir stjórnvalda í tengslum við samkomulagið verða að liggja fyrir áður en kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ráðherrana hafa rætt stöðuna og kröfur atvinnulífsins ásamt áætlunum stjórnvalda um ríkisfjármál næstu árin. Búast megi við að stjórnvöld kynni aðgerðir sínar bráðlega. „Já við þurfum að gera það á næstu dögum og höfum lagt mikið upp úr því að eiga gott samráð og samtal við vinnumarkaðinn. Ég lít þannig á að það eigi allir mjög mikið undir því að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið fram til ársins 2019 haldi og allar þessar helstu forsendur. Það er sjálfsagt fyrir stjórnvöld að skoða með hvaða hætti okkar áherslumál geta legið saman með þeim væntingum sem eru á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Honum þætti hins vegar hafa verið of áberandi í umræðunni að allir gerðu ráð fyrir að undirliggjandi staða opinberra fjármála væri talsvert betri en hún væri í raun. Staðan væri hins vegar sú að ekki væri mikill afgangur af opinberum fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld hefðu verið gagnrýnd fyrir að það skorti á aðhald í ríkisfjármálum á sama tíma og atvinnulífið færi fram á tilslökun. Þarna þyrfti að finna jafnværi.Tryggingagjaldið hefur oft verið nefnt í þessu samhengi, heldur þú að ríkið gæti komið eitthvað til móts við atvinulífið með það? „Já, við erum mjög mikið að ræða tryggingagjaldið og kröfurnar snúast að verulegu leiti um lækkun þess. Það fer ágætlega saman við okkar áherslur. Við viljum bara gæta að því að þau skref verði ekki stiginn of hratt og þau verði ekki stærri en við í raun og veru ráðum við og um það þarf þetta samtal að snúast,“ segir Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27 Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00 Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Ríkisstjórin mun á næstu dögum kynna aðgerðir sínar í tengslum við SALEK samkomulagið svo kallaða milli aðila vinnumarkaðrins. Fjögurra manna ráðherranefnd um kjaramál kom saman til fundar síðdegis vegna málsins en aðgerðir stjórnvalda í tengslum við samkomulagið verða að liggja fyrir áður en kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ráðherrana hafa rætt stöðuna og kröfur atvinnulífsins ásamt áætlunum stjórnvalda um ríkisfjármál næstu árin. Búast megi við að stjórnvöld kynni aðgerðir sínar bráðlega. „Já við þurfum að gera það á næstu dögum og höfum lagt mikið upp úr því að eiga gott samráð og samtal við vinnumarkaðinn. Ég lít þannig á að það eigi allir mjög mikið undir því að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið fram til ársins 2019 haldi og allar þessar helstu forsendur. Það er sjálfsagt fyrir stjórnvöld að skoða með hvaða hætti okkar áherslumál geta legið saman með þeim væntingum sem eru á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Honum þætti hins vegar hafa verið of áberandi í umræðunni að allir gerðu ráð fyrir að undirliggjandi staða opinberra fjármála væri talsvert betri en hún væri í raun. Staðan væri hins vegar sú að ekki væri mikill afgangur af opinberum fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld hefðu verið gagnrýnd fyrir að það skorti á aðhald í ríkisfjármálum á sama tíma og atvinnulífið færi fram á tilslökun. Þarna þyrfti að finna jafnværi.Tryggingagjaldið hefur oft verið nefnt í þessu samhengi, heldur þú að ríkið gæti komið eitthvað til móts við atvinulífið með það? „Já, við erum mjög mikið að ræða tryggingagjaldið og kröfurnar snúast að verulegu leiti um lækkun þess. Það fer ágætlega saman við okkar áherslur. Við viljum bara gæta að því að þau skref verði ekki stiginn of hratt og þau verði ekki stærri en við í raun og veru ráðum við og um það þarf þetta samtal að snúast,“ segir Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27 Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00 Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00
SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27
Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00
Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00