Handbolti

Löw útilokar leikmann frá EM-hópi sínum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Grosskreutz í leik með Stuttgart.
Kevin Grosskreutz í leik með Stuttgart. Vísir/Getty
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, útilokar nú þegar að Kevin Grosskreutz muni spila með landsliðinu á EM í Frakklandi í sumar.

Grosskreutz var í HM-hópi Þýskalands í Brasilíu en kom aldrei við sögu í leikjum liðsins. Í sumar fór hann frá Dortmund til Galatasaray en fékk ekki leikheimild í Tyrklandi þar sem að félaginu mistókst að skrá hann áður en frestur til þess rann út.

Hann er nú kominn aftur til Þýskalands og hefur samið við Stuttgart. En Löw er óánægður með framferði hans á haustmánuðunum.

„Ég fór til Istanbul og ræddi við þjálfara Galatasaray. Hann sagði mér að Kevin hefði farið heim um hverja einustu helgi í haust, frá föstudegi til sunnudags. Það gerir maður ekki þegar maður er hluti af liði,“ sagði Löw.

„Hann fer ekki á EM enda ekki spilað í hálft ár. Ég hef takmarkaðan skilning á því hvernig hann hefur farið með ferilinn sinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×