Honda og GM sameinast um smíði vetnisbíla Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 09:52 Honda Clarity Fuel Cell. Það er dýrt að þróa nýja bíla og sérstaklega ef þeir eru búnir nýrri tækni. Því sjást fleiri og fleiri bílaframleiðeiðendur sameinast um þróun nýrra bíla. Nú hafa Honda og General Motors bundist samkomulagi um þróun og smíði íhluta í nýja vetnisbíla fyrirtækjanna. Reyndar teygist samstarf Honda og GM um sameiginlega þróun vetnisbíla til ársins 2013 en nú huga fyrirtækin að sameiginlegri verksmiðju til smíði bílanna. Með því geta þau minnkað kostnað sinn við smíðina og náð forskoti á önnur fyrirtæki, en margir bílaframleiðendur hafa teygt sig yfir á braut vetnisbíla. Honda kynnti Honda Clarity Fuel Cell bílinn sem sést á myndinni hér að ofan á bílasýningu í Japan á síðasta ári og stefna Honda er að hafa sem flesta vetnisbíla á götunum árið 2020, þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó. General Motors býr nú þegar að flota vetnisbíla sem ekið hefur verið samtals yfir 5 milljón mílur með góðum árangri. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent
Það er dýrt að þróa nýja bíla og sérstaklega ef þeir eru búnir nýrri tækni. Því sjást fleiri og fleiri bílaframleiðeiðendur sameinast um þróun nýrra bíla. Nú hafa Honda og General Motors bundist samkomulagi um þróun og smíði íhluta í nýja vetnisbíla fyrirtækjanna. Reyndar teygist samstarf Honda og GM um sameiginlega þróun vetnisbíla til ársins 2013 en nú huga fyrirtækin að sameiginlegri verksmiðju til smíði bílanna. Með því geta þau minnkað kostnað sinn við smíðina og náð forskoti á önnur fyrirtæki, en margir bílaframleiðendur hafa teygt sig yfir á braut vetnisbíla. Honda kynnti Honda Clarity Fuel Cell bílinn sem sést á myndinni hér að ofan á bílasýningu í Japan á síðasta ári og stefna Honda er að hafa sem flesta vetnisbíla á götunum árið 2020, þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó. General Motors býr nú þegar að flota vetnisbíla sem ekið hefur verið samtals yfir 5 milljón mílur með góðum árangri.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent