Ríkið sparar og þjónusta við neytendur batnar skjóðan skrifar 20. janúar 2016 09:00 Skjóðan er ósammála Kára Stefánssyni um áfengi í matvöruverslanir. Vísir/GVA Skjóðan er alloft sammála Kára Stefánssyni, ekki síst þegar kemur að spítalamálum. Vitanlega á að reisa nýjan spítala og það strax. Ekki skiptir öllu máli hvar spítalinn er, svo lauslega sé vitnað í Kára sjálfan. Skjóðan fær sig hins vegar ekki til að taka undir með Kára þegar hann leggst gegn því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum og öðrum verslunum, sem ekki eru reknar af íslenska ríkinu. Skjóðunni finnst gæta tvískinnungs hjá Kára og öðrum þeim, sem berjast gegn því að einkaaðilum verði leyft að selja áfengi í verslunum. Einkaaðilar selja í dag áfengi á hundruðum veitingastaða og kráa án þess að amast sé við því. Það eru því haldlítil rök að sala áfengis í matvöruverslunum stefni þeim sem veikir eru fyrir áfengi í hættu. Það er hundalógík að telja í lagi að einkaaðilar selji áfenga drykki á börum en sé ekki treystandi til þess að afgreiða þá í lokuðum umbúðum í verslunum. Svo er það segin saga að fyllibyttur finna alltaf leiðir til að verða sér úti um áfengi. Þeir sem sjaldan umgangast áfengi eru líklegri en bytturnar til að passa ekki upp á að eiga rauðvínsflösku með sunnudagssteikinni eða púrtvín til að bjóða góðri frænku, sem óvænt ber að garði. Þannig er líklegt að skert aðgengi að áfengi bitni fremur á þeim hófsömu en hinum sem þykir sopinn full góður. Engin rök hafa verið færð fyrir því að verði sala áfengis leyfð í verslunum á vegum einkaaðila muni það fyrst og fremst gagnast einu eða tveimur fyrirtækjum, sem sópa muni hagnaði til sín. Hví skyldu ekki spretta upp hér sérhæfðar vínverslanir eins og algengt er erlendis, t.d. í smábæjum í Bretlandi? Sala áfengis getur orðið lyftistöng fyrir kaupmanninn á horninu, sem er í útrýmingarhættu. Ríkið sparar sér milljarða á því að þurfa ekki að reka verslanir, sem eingöngu selja áfengi, og heldur um leið þeim tekjum sem innheimtar eru með áfengisgjaldi. Einhverjar verslanir geta ákveðið að selja ekki áfengi, rétt eins og Bónus selur ekki tóbak í dag. Kári og aðrir þeir, sem ekki vilja hafa rauðvínið á sama stað og steikina, geta þá beint viðskiptum sínum til vínlausra verslana. Fyllibyttunum fjölgar ekkert við að áfengi sé selt í matvöruverslunum, ekki frekar en þeim hefur fjölgað með fjölgun vínveitingastaða. Skjóðan sér engin rök, sem hníga að því að ríkið stundi verslun með áfengi í einokunarverslunum, nú eða selji snyrtivörur í Keflavík eða reki fjölmiðla í Reykjavík.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Skjóðan er alloft sammála Kára Stefánssyni, ekki síst þegar kemur að spítalamálum. Vitanlega á að reisa nýjan spítala og það strax. Ekki skiptir öllu máli hvar spítalinn er, svo lauslega sé vitnað í Kára sjálfan. Skjóðan fær sig hins vegar ekki til að taka undir með Kára þegar hann leggst gegn því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum og öðrum verslunum, sem ekki eru reknar af íslenska ríkinu. Skjóðunni finnst gæta tvískinnungs hjá Kára og öðrum þeim, sem berjast gegn því að einkaaðilum verði leyft að selja áfengi í verslunum. Einkaaðilar selja í dag áfengi á hundruðum veitingastaða og kráa án þess að amast sé við því. Það eru því haldlítil rök að sala áfengis í matvöruverslunum stefni þeim sem veikir eru fyrir áfengi í hættu. Það er hundalógík að telja í lagi að einkaaðilar selji áfenga drykki á börum en sé ekki treystandi til þess að afgreiða þá í lokuðum umbúðum í verslunum. Svo er það segin saga að fyllibyttur finna alltaf leiðir til að verða sér úti um áfengi. Þeir sem sjaldan umgangast áfengi eru líklegri en bytturnar til að passa ekki upp á að eiga rauðvínsflösku með sunnudagssteikinni eða púrtvín til að bjóða góðri frænku, sem óvænt ber að garði. Þannig er líklegt að skert aðgengi að áfengi bitni fremur á þeim hófsömu en hinum sem þykir sopinn full góður. Engin rök hafa verið færð fyrir því að verði sala áfengis leyfð í verslunum á vegum einkaaðila muni það fyrst og fremst gagnast einu eða tveimur fyrirtækjum, sem sópa muni hagnaði til sín. Hví skyldu ekki spretta upp hér sérhæfðar vínverslanir eins og algengt er erlendis, t.d. í smábæjum í Bretlandi? Sala áfengis getur orðið lyftistöng fyrir kaupmanninn á horninu, sem er í útrýmingarhættu. Ríkið sparar sér milljarða á því að þurfa ekki að reka verslanir, sem eingöngu selja áfengi, og heldur um leið þeim tekjum sem innheimtar eru með áfengisgjaldi. Einhverjar verslanir geta ákveðið að selja ekki áfengi, rétt eins og Bónus selur ekki tóbak í dag. Kári og aðrir þeir, sem ekki vilja hafa rauðvínið á sama stað og steikina, geta þá beint viðskiptum sínum til vínlausra verslana. Fyllibyttunum fjölgar ekkert við að áfengi sé selt í matvöruverslunum, ekki frekar en þeim hefur fjölgað með fjölgun vínveitingastaða. Skjóðan sér engin rök, sem hníga að því að ríkið stundi verslun með áfengi í einokunarverslunum, nú eða selji snyrtivörur í Keflavík eða reki fjölmiðla í Reykjavík.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58
Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23
Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00