Heimsins hraðasta rafskutla á 173 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2016 09:41 Rafskutlur eru ekki hannaðar til að fara ýkja hratt og þessi skutla var upphaflega hönnuð með 13 km hámarkshraða. En þeir David Anderson og Mathew Hine frá Isle of Man juku aðeins við afl hennar og náði hún fyrir vikið 173 km hraða og í leiðinni heimsmetinu í röðum rafskutla. Þeir félagar skelltu 80 hestafla, fjögurra strokka og vatnskældri Suzuki mótorhjólavél í skutluna og með henni þrettánfaldaðist hámarkshraðinn og upptakan varð ári skemmtileg. Fyrri hraðaheimsmet rafskutla var 132 km, svo um mikla bætingu var um að ræða. Ekki dugði að bæta þessum öfluga mótor í skutluna, skipta þurfti um hjól á henni og settu þeir undir hjól af go-cart bíl og styrkja þurfti að auki burðargrind skutlunnar. Heimsmetið var reyndar sett árið 2014 en heimsmetabók Guinness viðurkenndi ekki heimsmetið fyrr en fyrir stuttu. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent
Rafskutlur eru ekki hannaðar til að fara ýkja hratt og þessi skutla var upphaflega hönnuð með 13 km hámarkshraða. En þeir David Anderson og Mathew Hine frá Isle of Man juku aðeins við afl hennar og náði hún fyrir vikið 173 km hraða og í leiðinni heimsmetinu í röðum rafskutla. Þeir félagar skelltu 80 hestafla, fjögurra strokka og vatnskældri Suzuki mótorhjólavél í skutluna og með henni þrettánfaldaðist hámarkshraðinn og upptakan varð ári skemmtileg. Fyrri hraðaheimsmet rafskutla var 132 km, svo um mikla bætingu var um að ræða. Ekki dugði að bæta þessum öfluga mótor í skutluna, skipta þurfti um hjól á henni og settu þeir undir hjól af go-cart bíl og styrkja þurfti að auki burðargrind skutlunnar. Heimsmetið var reyndar sett árið 2014 en heimsmetabók Guinness viðurkenndi ekki heimsmetið fyrr en fyrir stuttu.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent