Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29.
Grótta leiddi í hálfleik, 10-14, og hélt svo áfram að byggja á það forskot í síðari hálfleik.
Finnur Ingi Stefánsson fór hamförum í liði Gróttu í kvöld og skoraði 12 mörk að því er fram kemur á mbl.is.
Lárus Helgi Ólafsson var öflugur í marki Gróttumanna og varði 17 skot.
Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur í liði heimamanna með sex mörk en það dugði ekki til.
Grótta flaug í Höllina
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti




Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn

Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir
Íslenski boltinn