Ferrari seldist á 4,6 milljarða króna Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 09:59 Ferrari 335S bíllinn. Gamlir Ferrari bílar tróna á toppnum er kemur að dýrustu fornbílum veraldar og salan á þessum Ferrari 335S í síðustu viku endurspeglar það. Þessi bíll, sem er af árgerð 1957, var boðinn upp í París og seldist á 34,9 milljónir dollara, eða um 4,6 milljarða króna. Þessi tiltekni bíll á sér mikla sögu og honum var ekið af ekki ómerkari ökumönnum en Sir Stirling Moss og Mike Hawthorne. Hann náði öðru sætinu í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og hann átti hraðasta hringinn eitt árið í 24 stunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi. Bíllinn hefur síðustu 45 ár verið í eigu Bardinon Collection bílasafnsins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta himinháa verð sem greitt var fyrir þennan bíl á hann ekki metið er kemur að rándýrum dýrgripum úr smiðju Ferrari, en dýrasti bíll sem seldur hefur verið nokkurntíma skipti um hendur fyrir 38,1 milljónir dollara árið 2014 og var þar um að ræða Ferrari 250 GTO af árgerð 1962. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Gamlir Ferrari bílar tróna á toppnum er kemur að dýrustu fornbílum veraldar og salan á þessum Ferrari 335S í síðustu viku endurspeglar það. Þessi bíll, sem er af árgerð 1957, var boðinn upp í París og seldist á 34,9 milljónir dollara, eða um 4,6 milljarða króna. Þessi tiltekni bíll á sér mikla sögu og honum var ekið af ekki ómerkari ökumönnum en Sir Stirling Moss og Mike Hawthorne. Hann náði öðru sætinu í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og hann átti hraðasta hringinn eitt árið í 24 stunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi. Bíllinn hefur síðustu 45 ár verið í eigu Bardinon Collection bílasafnsins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta himinháa verð sem greitt var fyrir þennan bíl á hann ekki metið er kemur að rándýrum dýrgripum úr smiðju Ferrari, en dýrasti bíll sem seldur hefur verið nokkurntíma skipti um hendur fyrir 38,1 milljónir dollara árið 2014 og var þar um að ræða Ferrari 250 GTO af árgerð 1962.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent