Ferrari seldist á 4,6 milljarða króna Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 09:59 Ferrari 335S bíllinn. Gamlir Ferrari bílar tróna á toppnum er kemur að dýrustu fornbílum veraldar og salan á þessum Ferrari 335S í síðustu viku endurspeglar það. Þessi bíll, sem er af árgerð 1957, var boðinn upp í París og seldist á 34,9 milljónir dollara, eða um 4,6 milljarða króna. Þessi tiltekni bíll á sér mikla sögu og honum var ekið af ekki ómerkari ökumönnum en Sir Stirling Moss og Mike Hawthorne. Hann náði öðru sætinu í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og hann átti hraðasta hringinn eitt árið í 24 stunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi. Bíllinn hefur síðustu 45 ár verið í eigu Bardinon Collection bílasafnsins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta himinháa verð sem greitt var fyrir þennan bíl á hann ekki metið er kemur að rándýrum dýrgripum úr smiðju Ferrari, en dýrasti bíll sem seldur hefur verið nokkurntíma skipti um hendur fyrir 38,1 milljónir dollara árið 2014 og var þar um að ræða Ferrari 250 GTO af árgerð 1962. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
Gamlir Ferrari bílar tróna á toppnum er kemur að dýrustu fornbílum veraldar og salan á þessum Ferrari 335S í síðustu viku endurspeglar það. Þessi bíll, sem er af árgerð 1957, var boðinn upp í París og seldist á 34,9 milljónir dollara, eða um 4,6 milljarða króna. Þessi tiltekni bíll á sér mikla sögu og honum var ekið af ekki ómerkari ökumönnum en Sir Stirling Moss og Mike Hawthorne. Hann náði öðru sætinu í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og hann átti hraðasta hringinn eitt árið í 24 stunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi. Bíllinn hefur síðustu 45 ár verið í eigu Bardinon Collection bílasafnsins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta himinháa verð sem greitt var fyrir þennan bíl á hann ekki metið er kemur að rándýrum dýrgripum úr smiðju Ferrari, en dýrasti bíll sem seldur hefur verið nokkurntíma skipti um hendur fyrir 38,1 milljónir dollara árið 2014 og var þar um að ræða Ferrari 250 GTO af árgerð 1962.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent